Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Árshátíðin 2016 til sölu

Árshátíð Grunnskólans sem fram fór í nóvember síðastliðnum hefur nú verið færð á svokallað DVD form. Já, við höfum alltaf reynt að aðlaga okkur nýjustu tækni og vísindum og bjóðum því upp á þetta nýstárlega form, í þeirri vissu um að heimili sveitarfélagsins verði öll komin með svokallaðan DVD-spilara innan fárra missera og þannig geti heimilisfólk sameinast þegar því hentar framan við sjónvarpið og horft saman á dýrðina.

Já, þið lásuð rétt - með DVD tækninni ræður þú hvenær þú horfir og getur meira að gert hlé á sýningunni, fært myndina áfram og til baka, allt eftir þínum hentugleik.

Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Dýrunum í Hálsaskógi á DVD formi er ráðlagt að senda rafrænan póst á netfangið oli@djupivogur.is eða hringja þrjár langar og eina stutta í síma 863-9120.

ÓB

Djúpavogsskóli auglýsir stöður við tónskóla og tónmenntakennslu

Áralöng hefð er fyrir metnaðarfullri tónlistarkennslu við Tónskóla Djúpavogs.  Sl. hafa hefur hærra hlutfall nemenda útskrifast með grunnpróf úr skólanum, en á landsvísu.  Einn nemandi útskrifaðist með miðpróf sl. vor.  Tónlistarlíf á Djúpavogi er frábært.  Í grunnskólanum hafa tónlistarkennarar tónskólans komið að kennslu við samsöng tvisvar í viku og séð um tónmenntarkennslu í yngri bekkjum.  Grunn- og tónskólinn hafa sameinast um stóra árshátíð ár hvert þar sem söngur og tónlist hafa spilað stórt hlutverk.  Tónskólinn hefur staðið fyrir jóla- og vortónleikum, séð um undirspil á litlu jólunum og við ýmis tækifæri.  Stærsta verkefni tónskólans sl. ár hefur verið Músik Festival eldri nemenda sem hefur verið í einu orði sagt frábær skemmtun.

Nú vantar okkur deildarstjóra og kennara við tónskólann.  Deildarstjórastaðan er 100% starf.  Þá vantar kennara í 50% starf við tónskólann og eftir áramót vantar tónmenntakennara við grunnskólann til að sjá um samsönginn og tónmenntakennsluna, sem gerir ca. 20% starf. 

Þá vil ég einnig vekja athygli á því að það vantar organista við Djúpavogskirkju (sjá auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagins).

Saman gætu þetta verið um tvö stöðugildi, fullkomin störf fyrir par sem hefði áhuga á að vinna í litlum, dásamlegum skóla í yndislegu litlu þorpi þar sem nóg er að gera og verkefnin óþrjótandi.  Mannlífið er mjög fjölbreytt, náttúran stórkostleg og þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem langar að prófa eitthvað nýtt eða láta gamla drauma rætast.

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Laun eru skv. kjarasamningum.  Umsjóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans.

Skólastjóri

Myndasafn frá árshátíð grunnskólans 2016

Árshátíð grunnskólans fór fram föstudaginn 4. nóvember en þá var sett upp leikritið sígilda, Dýrin í Hálsaskógi.

Meðfylgjandi eru myndir frá árshátíðinni, annars vegar baksviðs fyrir sýningu og svo frá sýningunni sjálfri.

Myndasöfnin má sjá með því að smella hér.

ÓB

Leikskólakennari

Leikskólinn Bjarkatún auglýsir eftir leikskólakennara til starfa. Starfið er laust frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 470-8720 og gudrun@djupivogur.is.

Börn úr Djúpavogshreppi í Stundinni okkar í kvöld

Meðal þess sem boðið er upp á í Stundinni okkar á RÚV í vetur eru innslög frá landsbyggðinni, einn bær í hverjum þætti. Þar eru tekin viðtöl við 4-5 krakka, sýndar svipmyndir úr bæjarfélaginu og margt fleira skemmtilegt.

Nú er röðin komin að Djúpavogi, en Stundin okkar staldraði hér við eina dagsstund sl. sumar. 

Þátturinn verður sýndur kl. 18:00 í kvöld og þau börn sem koma fram eru Óðinn Pálmason, Birgitta Björg Ólafsdóttir, Aldís Sigurjónsdóttir og Viktor Ingi Sigurðarson.

Við hvetjum alla til að fylgjast með í kvöld.

ÓB

Generalprufa árshátíðar 2016

Djúpavogsskóli setti upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi.  Tjaldahópi (elstu börn leikskólans) var boðið á generalprufuna og höfðu börnin þetta að segja um sýninguna:

  • Rosalega skemmtilegt leikrit
  • Fyndnast var þegar Bangsapabbi öskraði á Mikka ref af því hann hafði borðað svínslæri
  • Lilli klifurmús var svo sniðugur að klifra upp í tréð
  • Húsamýsnar voru lang skemmtilegastar
  • Það var fyndið þegar bangsastrákarnir fóru í baðið
  • Síðan voru auðvitað systkinin langflottust en líka allar frænkurnar og frændurnir í leikritinu

 

Myndirnar sem hér birtast eru teknar af nemendum Tjaldahóps

 

Árshátíð grunnskólans 2016

Minni á árshátíð grunnskólans á morgun, föstudaginn 4. nóvember.  Auglýsingin er hér.

Við litum eldsnöggt við á æfingu í dag og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þá verður þetta ekkert smá flott!

Skólastjóri

 

 

 

 

 

 

 

Djupavogsskoli

 

Zespó³ szkó³ podstawowych i muzycznych w Djúpivogur poszukuje pracowników na stanowiska :

 

W szkole podstawowej:

Nauczyciel do 3 klasy. Praca w zespole dwuosobowym. Zatrudnienie na 50% etatu. Termin sk³adania wniosków up³ywa 15 listopada. Pracownik powinnien byæ gotowy do podjêcia pracy w jak najszybszym terminie.

 

Opiekunowie  do œwietlicy szkolnej oraz do pomocy w porze obiadowej. Praca od wtorku do pi¹tku w godzinach 11.45-16.15, w poniedzia³ki od 10.50. Zakres obowiazków w zale¿noœci od potrzeb mo¿e ulegaæ zmianie. Zatrudnienie na 61% etatu. Termin sk³adania wniosków up³ywa   1 listopada. Pracownik powinnien byæ gotowy do podjêcia pracy w jak najszybszym terminie.

 

 

Do szko³y muzycznej:

G³ówny nauczyciel prowadz¹cy w szkole muzycznej. Zakres obowi¹zków - œcis³a wspó³praca z dyrekcj¹ szko³y oraz zorganizowanie pracy dla uczniów w szkole muzycznej. Zatrudnienie na 100% etatu.

 

Nauczyciel do szko³y muzycznej. Praca pod nadzorem kierownika szko³y muzycznej. Zatrudnienie na 50% etatu.

Osoba ubiegaj¹ca siê o posadê mo¿e posiadaæ status studenta. Nie wymagany jest dyplom nauczyciela.

 

Wszelkie informacje odnoœnie og³oszenia mo¿na uzyskaæ pod adresem email : skolastjori@djupivogur.is lub proszê dzwoniæ pod numer tel. 470-8713.

P³ace w ramach uk³adów zbiorowych. Formularze zg³oszeniowe mo¿na znaleŸæ na stronie szko³y.

 

Dyrektor szko³y

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

Djúpivogur

Vetri fagnað 2016

Í leikskólanum fögnum við alltaf því að veturinn sé að koma.  Það gerðum við á föstudeginum fyrir fyrsta vetrardag sem var á laugardegi.  Við héldum diskótek og buðum 4. og 5. bekk grunnskólans til að fagna þessu með okkur.  Allir fengu svo köku eftir diskóið.  Allir skemmtu sér vel og voru óskalögin mörg og dansstílarnir fjölbreyttir. 


Fleiri myndir hér

ÞS

Kvennafrí í dag kl. 14:38 - tilkynning frá Djúpavogsskóla

Vegna kjarabaráttu kvenna munu konur í Djúpavogsskóla leggja niður störf kl. 14:38 í dag, mánudaginn 24. október.

Af því tilefni biðjum við forráðamenn að gera ráðstafanir og sjá til þess að búið verði að sækja börnin í grunn- og leikskóla fyrir þann tíma.

Sjá nánar um kvennafrídaginn hér.

Skólastjórar Djúpavogsskóla.

 

 

Laust starf í Tryggvabúð

Djúpavogshreppur auglýsir 50 % starf í Tryggvabúð frá 1. október. Um er að ræða framtíðarstarf í félagsmiðstöð eldri borgara. 
Félagsmiðstöð eldri borgara í Tryggvabúð er staðsett að Markarlandi 2, Djúpavogi og er opin öllum þeim sem þangað vilja koma. 
Þar fer fram fjölbreytt félags- og tómstundastarf auk dagþjónustu fyrir eldri borgara

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið starfsmanns 
• Umsjón með félagsstarfi í samvinnu við stjórn Félags eldri borgara í Djúpavogshreppi, félags- og tómstundanefnd og sveitarstjóra
• Matseld í hádegi, morgun- og síðdegiskaffi, þrif
• Viðkomandi veitir einstaklingum persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu

Við leitum að einstaklingi með
• þekkingu og reynslu af því að starfa með fólki
• skipulagshæfileika
• lipurð í mannlegum samskiptum
• hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
• íslenskukunnáttu

Launakjör eru skv. kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi félög.

Umsóknir skulu berast á skrifstofu sveitarfélagsins Bakka 1, 765 Djúpavogi, fyrir 29. september n.k. 

Umsóknareyðublöð má nálgast með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður í s. 843-9889 og á netfanginu sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri

Stýring umferðar á skólatorfunni

Til að auka öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda á "Skólatorfunni" höfum við gripið til þess ráðs að stýra umferðinni þannig að flæði bifreiða verði sem best.  Meðfylgjandi er skýringarmynd sem þið eruð beðin að kynna ykkur vel og fara eftir.

Hjálpumst að við að auka öryggi barnanna okkar.

Skýringarmyndin er hér.

Skólastjóri

Þroskaþjálfi í Djúpavogsskóla

Djúpavogsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í 100% starf, sem kemur til með að vinna með fötluðum nemendum skólans í nánu samstarfi við umsjónarkennara. 

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013. Djúpavogsskóli er Grænfánaskóli. 

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar áskolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Skólabyrjun grunnskólans

Til foreldra / forráðamanna barna í Djúpavogsskóla - grunnskóla

Grunnskólinn hefst með opnu húsi miðvikudaginn 24. ágúst nk. 
Nemendur 1. bekkjar mæta klukkan 10:00 með forráðamönnum og fá sýnisferð um skólann og skólalóðina með umsjónarkennara.  Síðan verður farið í skólastofuna þar sem nemendur fá afhenta stundatöflu og farið verður yfir ýmis hagnýt atriði varðandi veturinn.
Nemendur 2.-10. bekkjar mæta með forráðamönnum einhvern tíma milli 11:00 og 13:00, þegar þeim hentar.  Þeir fá afhentar stundatöflur, einhverjar bækur og hitta umsjónarkennarann sinn.

Kennsla hefst skv. stundatöflu klukkan 8:05 fimmtudaginn 25. ágúst.

Skólastjóri

Nýtt skóladagatal

Skóladagatal grunn- og tónskólans er komið á heimasíðu grunnskólans.  Finna má dagatalið undir tenglinum "Skóladagatal" hér til vinstri.
HDH

27.06.2016

Síðasti dagur útikennsluviku

Í síðustu viku voru útikennsludagar í grunnskólanum.  Elstu nemendur leikskólans eru í heimsókn hjá okkur nú í tvær vikur og tóku þátt að miklu leyti.  Síðasta daginn fórum við öll saman í gönguferð út á sanda.  Alls um 65 nemendur grunnskólans, 9 nemendur leikskólans ásamt starfsfólki.

Við gengum sem leið lá eftir gamla veginum og þaðan út á sanda.  Þar fórum við í "Að hlaupa í skarðið" og í boðhlaup.  Eftir það gekk hópurinn út í Sandey og á leiðinni fundum við skeljar og margan fjársjóðinn, spiluðum fótbolta, létum öldurnar elta okkur o.m.fl.  Þegar við komum út í Sandey voru allir orðnir banhungraðir þannig að við fengum okkur nesti.  Síðan fórum við í feluleik, bjuggum til sandkastala, skoðuðum hellinn í Sandey og lékum okkur í frjálsum leik.  Þegar fór að líða að hádegi röltum við til baka og komum beint í hádegismat.

Veðrið hefði getað verið betra, það var pínu kalt en það kom ekki að sök.  Allir voru glaðir og sáttir og nutu þess að vera úti í náttúrunni í sátt og samlyndi við menn og dýr.

Myndir úr ferðalaginu má finna hér.

Skólastjóri

Vortónleikar 1.-4. bekkjar

Vortónleikar 1.-4. bekkjar verða í Djúpavogskirkju þriðjudaginn 24. maí klukkan 18:00.

Hvetjum alla til að mæta, aðgangur ókeypis.

Skólastjóri.

LAUFBLAÐIÐ

Ágætu íbúar.

Laufblaðið 2016 mun að öllum líkindum líta dagsins ljós um helgina. Nemendur í 6. og 7. bekk hafa unnið hörðum höndum að því að safna efni, skrifa og hanna - auk þess að selja auglýsingar. Í kvöld munu drengirnir í þessum bekkjum ganga í hús og bjóða styrktarlínur. Þá fá þeir sem kaupa slíka línu nafn sitt birt í blaðinu og leturstærðin fer eftir upphæð sem greidd er. Tökum vel á móti krökkunum og einnig þegar þau ganga í hús um helgina til að selja LAUFBLAÐIÐ. Allur ágóði af blaðinu fer í að greiða kostnað við jarðfræðiferð sem farin er eftir helgi.

Kveðja Lilja Dögg

Kökubasar í dag !!!!!!!!

Nemendur 8.-10. bekkjar halda kökubasar í dag í Samkaup-Strax.  Frá klukkan 16:00.
Margar girnilegar Eurovision bombur í boði.  Fyrstur kemur, fyrstur fær.

8.-10. bekkur

Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva - fyrri hluti

Í morgun var gerð Eurovision-könnun hjá nemendum í 3. til 10. bekk (40 nemendur alls) í Djúpavogsskóla. Könnunin snérist um það hvaða 10 lög væru líklegust til þess að komast áfram í fyrri undankeppninni í kvöld (þann 10 maí). Nemendur hlýddu á part úr hverju lagi fyrir sig og skráðu hjá sér niðurstöður sínar. Mikil stemmning var í hópnum og sungið hástöfum með laginu hennar Grétu Salóme.

Eftirfarandi lög telja nemendur að muni komast áfram í keppninni í kvöld. Það verður gaman að sjá hversu sannspá við erum í Djúpavogsskóla.

Síðast en ekki síst:
Áfram Ísland!!!

 

Ísland (Hlaut 28 stig)

Azerbaijan (Hlaut 28 stig)

Rússland (Hlaut 28 stig)

Cyprus (Hlaut 26 stig)

Moldova (Hlaut 24 stig)

Finland (Hlaut 23 stig)

Malta (Hlaut 23 stig)

Armenia (Hlaut 18 stig)

Hungary (Hlaut 17 stig)

Croatia (Hlaut 15 stig)

 

 

 

UMJ

Frá Djúpavogsskóla

Ég minni foreldra og aðra aðstandendur á að láta skólastjóra vita ef það eru fyrirhugaðar breytingar á skráningu nemenda í skólann á næsta skólaári.  Vinsamlegast hafið samband sem allra fyrst því skipulag vegna næsta skólaárs stendur nú sem hæst.

Skólastjóri

Músik Festival

Músik Festival 2016 - sjá auglýsingu hér.

Skólastjóri

3.-5. bekkur safnaði fyrir ABC barnahjálp

Í síðusu viku gengum við í hús og söfnuðum peningum fyrir ABC barnahjálp svo hægt sé að veita fátækum börnum í þróunarlöndunum menntun. Söfnunin gekk frábærlega og alls safnaðist rúmar 70.000 krónur. Takk fyrir að taka vel á móti okkur og styrkja þetta málefni. Peningurinn er komin inn á reikning ABC.

3. - 5. bekkur í Djúpavogsskóla

 

 

 

 

 

 


Drífa hellir afrakstrinum í peningateljarann

Músíkfestivali frestað!

Músíkfestivali tónskólans, sem halda átti 14. apríl, hefur verið frestað þar til í lok apríl.

Nánar auglýst síðar.

ÓB

13.04.2016

Afreksfólk Neista 2015

Hér að neðan eru upplýsingar um afreksfólk Neista 2015, sem tilkynnt var um á uppskeruhátíð Neista í Löngubúð um miðjan mars.

Djúpavogshreppur óskar eftirtöldum einstaklingum innilega til hamingju og hvetur þau og aðra áfram til dáða.

 

Íþróttamenn ársins: Jens Albertsson & Bergsveinn Ás Hafliðason

Báðir æfa knattspyrnu af miklum metnaði með Neista og Fjarðarbyggð. Spiluðu síðasta sumar undir formerkjum UÍA og tóku einnig þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þeir mæta gríðarlega vel á æfingar og leggja sig fram í hvert einasta skipti. Þeir eru frábærar fyrirmyndir í einu og öllu og sýna mikinn metnað í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Einnig má til gamans geta að þeir tóku að sér að þjálfa þegar vantaði þjálfara hjá Neista. Óeigingjarnt og göfugt framtak.

 

Fótboltaneistinn 2015: Diljá Ósk Snjólfsdóttir.

Diljá er metnaðarfull íþróttakona á öllum sviðum. Hún æfir knattspyrnu hjá Neista ásamt því að gera sér ferð á Höfn reglulega til að æfa með jafnöldrum hjá Sindra. Hún sótti fótboltamót með Sindra síðasta sumar og fór til dæmis til Vestmanneyja að keppa á einu stærsta móti sumarsins í stúlknafótbolta. Hún er jákvæð og hvetjandi einstaklingur sem er góð fyrirmynd fyrir yngri krakkana hjá Neista sem ætlar sér greinilega stóra hluti í framtíðinni. Við hvetjum Diljá til að halda áfram á sömu braut.

 

Fótboltaástundun & framfarir 2015: Ragnar Björn Ingason.

Ragnar byrjaði að æfa knattspyrnu árið 2015. Framfarirnar hafa aldeilis ekki leynt sér. Hann hefur vaxið gríðarlega sem leikmaður og bætt sig á öllum sviðum knattspyrnu. Hann sýnir einnig mikil tilþrif í markinu og aldrei að vita nema þarna sé framtíðar markmaður á ferð. Ragnar sýnir okkur að það er heilmikið sem getur gerst á einu ári ef krakkar eru dugleg að æfa sig, sýna íþróttinni áhuga og æfa sig aukalega. Við hvetjum Ragnar til að halda áfram að æfa sig og þannig mun hann verða enn betri og betri.

 

Sundneistinn 2015: Þór Albertsson.

Þór átti frábært sundár í fyrra. Hann var stigahæstur í sínum aldursflokki á Sumarhátið UÍA en þar var hann gríðarlega sigursæll. Hann landaði þremur gullverðlaunum á Unglingalandsmóti UMFÍ; í 100m bringusundi, 50m bringusundi og 100m fjórsundi í flokki 11-12 ára. Ásamt því að vera mjög duglegur að æfa hjá Neista. Þór er frábær íþróttamaður, hann leggur hart af sér og mjög duglegur í íþróttasalnum og lauginni. Þór er flott fyrirmynd fyrir yngri Neista krakka og hvetjum við hann til að halda áfram að synda af svona miklu metnaði og áhuga.

 

Sundástundun & framfarir 2015: Diljá Ósk Snjólfsdóttir.

Diljá er metnaðarfull íþróttakona. Hún var gríðarlega sterk í lauginni árið 2015. Hún var stigahæst í sínum aldursflokki UÍA en vann einnig til verðlauna á Unglingalandsmóti UMFÍ. Hún mætir mjög vel allar æfingar sem Neisti býður upp á í sundi og leggur sig samviskusamlega fram á þeim. Við hvetjum Diljá til að synda áfram af kappi.

UMF Neisti

 

Afreksfólk Neista 2015
Frá vinstri: Diljá Ósk Snjólfsdóttir, Ragnar Björn Ingason, Þór Albertsson, Jens Albertsson og Bergsveinn Ás Hafliðason

Djúpavogsskóli fær styrk fyrir innleiðingu Cittaslow

 

Þær gleðifréttir bárust okkur í Djúpavogsskóla þann 5. apríl s.l. að Sprotasjóður Mennta- og menningarráðuneytisins muni styrkja okkur um 2,1 milljónir króna við innleiðingu hugmyndafræði Cittaslow í skólana. Þessa önn hafa starfsmenn verið að undirbúa þetta spennandi þróunarstarf og verður styrkurinn til þess að auðvelda okkur að ýta verkefninu af stað með nemendum og að halda vel utan um verkefnið næsta vetur. Í rökstuðningi við gerð umsóknar segir m.a. ,,Hugmyndafræði Cittaslow fjallar um eina mikilvægustu þætti mannlífsins í dag, umhverfismál, náttúruvernd, samskipti, heilbrigt líferni og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Verkefnið leggur einnig áherslu á að efla nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem nemendum er hjálpað við að koma eigin hugviti í framkvæmd með það að markmiði að efla sjálfbært skapandi samfélag."

Sprotasjóði er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum landsins . Gaman er að geta þess að sótt var um styrki í sjóðinn að þessu sinni að upphæð rúmlega 300 mkr. en sjóðurinn hafði aðeins  um 60 mkr. til ráðstöfunar. Af þeim fengum við 2.1 milljón sem segir okkur að fleiri hafa trú á þessu verkefni en skólafólkið í Djúpavogsskóla, sem gefur okkur byr undir báða vængi. Frétt og lýsing á þróunarverkefninu er í Bóndavörðunni sem kom út í vikunni.

Þar sem verkefnið mun teygja anga sína víða inn í samfélagið og hafa þannig jákvæð áhrif á einstaklinga, hópa og fyrirtæki á staðnum segi ég ,,til hamingju öll".

 

 

Bryndís Skúladóttir verkefnastjóri

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Djúpavogskirkju miðvikudaginn 2. mars.
Keppnin hefst klukkan 14:00 og eru allir velkomnir.
Aðgangur er ókeypis og verða kaffiveitingar í boði í hléi.

Nemendur 7. bekkjar Djúpavogsskóla etja kappi við nemendur frá Grunnskóla Hornafjarðar.

Ég hvet ykkur öll til að mæta á skemmtilegan menningarviðburð.

Halldóra Dröfn, skólastjóri