Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Fyrsti skóladagurinn

Í dag er fyrsti skóladagurinn í grunnskólanum. Fyrsti skóladagurinn er alltaf stór stund, en þó aldrei stærri en þegar þú ert að mæta í skólann í fyrsta sinn, í 1. bekk. 

Við fengum senda þessa skemmtilegu mynd frá Þóri Stefánssyni, en hún sýnir 1. bekk Djúpavogsskóla á labbi í dásemdarblíðunni í morgun. Þetta er glæsilegur og kraftmikill bekkur og það verður gaman að fylgjast með þessum krökkum á þessum fyrsta vetri í skólagöngu þeirra.

ÓB

 

 

 


1. bekkur Djúpavogsskóla veturinn 2015 - 2016.

Frá vinstri: Andrea Hanna Guðjónsdóttir (dóttir Bellu og Guðjóns), Rökkvi Pálmason (Unnar og Pálma), María Guðlaugsdóttir (Ágústu og Guðlaugs), Ellý Þórisdóttir (Guðrúnar Önnu og Þóris), Berglind Ylfa Óskarsdóttir (Hildar og Óskars), Óðinn Mikael Óðinsson (Heiðu og Óðins), Freydís Rán Jónsdóttir (dóttir Anettu og Jóns), Þuríður Kristín Hólmgeirsdóttir (dóttir Bertu) og Stefán Valur Steinþórsson (sonur Auju og Steinþórs).