Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Skólaslit / útskrift

Á morgun, laugardaginn 30. maí verða skólaslit grunn- og tónskólans, ásamt útskrift elstu nemenda leikskólans haldin í Djúpavogskirkju.  Athöfnin hefst klukkan 11:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Að athöfn lokinni verður sumarhátíð foreldrafélagsins á tjaldstæðinu og hvet ég alla til að mæta þangað til að eiga þar saman góða stund.

Skólastjóri

Tillögur um framtíðarskipan skólahalds á Djúpavogi

Með samningi sem gerður var 20. mars 2015 tók Skólastofan slf. að sér að vera til ráðgjafar um framtíðarskipulag skólastarfs á Djúpavogi sbr. samþykkt sveitarstjórnar 12. mars 2015. Ingvar Sigurgeirsson  annaðist verkefnið fyrir hönd Skólastofunnar slf.

Ingvar hefur nú skilað skýrslu í kjölfar heimsóknarinnar, þar sem margt fróðlegt kemur fram.

Skýrsluna má lesa með því að smella hér.

ÓB

Eurovision !!

Nemendur 4. og 5. bekkjar Djúpavogsskóla gerðu Eurovision-könnun ásamt Unni kennara í grunnskólanum í morgun.

Nemendurnir spurðu hvern og einn nemanda sem og starfsfólk hvaða lag væri líklegast til sigurs í lokakeppninni í ár, (laugardaginn 23. maí).

Niðurstaðan úr könnunninni var eftirfarandi:

1.sæti: Svíþjóð - https://www.youtube.com/watch?v=K_qrI6NKzlk

2.sæti: Ísrael https://www.youtube.com/watch?v=BQNNtbdZ4Zg             

3.sæti: Pólland - https://www.youtube.com/watch?v=iRWG6g0YjD0

4.sæti: Slóvenía - https://www.youtube.com/watch?v=-oOQKYopwJ4

5.sæti: Belgía - https://www.youtube.com/watch?v=xV2b3L1K6_c

Eistland - https://www.youtube.com/watch?v=zWACbw3cqW0

Ítalía - https://www.youtube.com/watch?v=4TEpHTVWXnM

eða

Noregur https://www.youtube.com/watch?v=U1td70yaoS8


UMJ

Skýrsla um skólamál

Fyrir nokkru kom Ingvar Sigurgeirsson, frá Skólastofan slf. í Djúpavogsskóla til að taka út skólamál.  Skýrsluna hans má finna á síðum grunn- og leikskólans, á leikskólasíðunni undir:  Skýrslur og áætlanir og á grunnskólasíðunni undir Áætlanir.  HDH

Fjáröflun Foreldrafélags Djúpavogsskóla

Á næstu dögum mun Foreldrafélag Djúpavogsskóla ganga í hús og selja ýmsar vörur.

Seld verða höfuðhandklæði, endurnýtanlegur bökunarpappír, pokapakkar og skúffukökuform, sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

Tökum vel á móti þeim!

ED

 

 

 

Tónskólatónleikar

Í gær voru tónleikar tónskólans á Djúpavogi með yngri iðkendum haldnir. Tókust þeir í alla staði mjög vel og gátum við áhorfendur séð hvernig þróun tónlistarnámsins er. Yngstu hljóðfæraleikararnir voru með einstaklingsatriði á meðan eldri spiluðu í hljómsveitum. Dagskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg og spannaði mjög vítt tónlistarsvið. Hér má sjá myndir sem teknar voru á tónleikunum.

LDB

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar yngri nemenda tónskólans verða haldnir í Djúpavogskirkju þriðjudaginn 12. maí.

Þeir hefjast klukkan 17:00 og eru allir velkomnir.  Enginn aðgangseyrir.

Skólastjóri

Vorsamsöngur

Samsöngur fer alltaf fram í grunnskólanum á þriðjudögum og fimmtudögum í upphafi skóladags. Í morgun fengu nemendur tónskólans að spila undir í samsöng svo hann varð sérstaklega kraftmikill og skemmtilegur. Að auki er elsti árgangur leikskólans hér á morgnana og tekur þátt í samsöng. Var því bæði fjölmenni í morgun og mikil skemmtun eins og sjá má á meðfylgjandi myndum

LDB

07.05.2015