Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Djúpavogsskóli - Leikskólinn Bjarkatún auglýsir

Leikskólakennara / leiðbeinanda vantar í Leikskólann Bjarkatún strax.  Um er að ræða 100% starf.  Vinnutími frá 8:00-16:00.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax og unnið til 17. júlí 2015.

Umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is og rennur umsóknarfrestur út þann 22. apríl klukkan 16:00.

Þá vantar einnig leikskólakennara / leiðbeinendur í 2 x 100% stöður frá 1. júní - 17. júlí 2015.  Umsóknarfrestur vegna þeirra staða er til 15. maí 2015.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Skólastjóri veitir nánari upplýsingar.

Skólastjóri

Musikfestival

Að loknum frábærum tónleikum nemenda í Tónskóla Djúpavogs í 5. - 10. bekk viljum við þakka fyrir góða mætingu og skemmtilega stemningu sem skapaðist. Frábær upphitun fyrir næstu helgi og vonandi eru einhverjir verðandi Hammondhátíðarskemmtikraftar. Hér má sjá myndir af atburðinum sem vinkonur tónskólakrakkana tóku.

LDB

Sólmyrkvi

Þó svo að við höfum ekki séð sólmyrkvann 20. mars þá upplifðum við hann svo sannarlega. Fuglarnir settust í björgin, hreindýrin lögðust til svefns og loftið var töfrum hlaðið. Spennan fyrir myrkvanum leynir sér ekki á myndunum, hvort sem um ræðir nemendur, kennara, ferðamenn eða aðra. Einungis náðum við að fylgjast með sólmyrkvanum á netinu í beinni útsendingu RUV en upplifunin var samt mögnuð og myrkva fengum við.

LDB

16.04.2015

Gestavika

Gestavika er í Djúpavogsskóla einu sinni á önn. Að sjálfsögðu eru forráðamenn ávallt velkomnir í skólann okkar en sérstaklega í gestaviku. Það eiga ekki allir tök á því að kíkja í heimsókn en við tókum upp á þeirri nýbreytni þetta árið að leyfa nemendum að heimsækja aðra bekki. Áttu þeir góðar stundir og mikil spenna var að kíkja á unglingana. Nokkrar myndir frá þeirri viku og nýlegar myndir af samsöng má sjá hér.

LDB

15.04.2015

Djúpavogsskóli og Djúpavogshreppur auglýsa

Grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður skólaárið 2015-2016:
Heimilisfræði, um 9 kst., textílmennt um 9 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 10 kst., hönnun og smíði um 10 kst. tungumál á mið- og unglingastigi um 16 kst., íþróttir og sund um 15 kst., samfélagsgreinar á mið- og unglingastigi um 8  kst.

Leikskólakennara vantar við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður skólaárið 2015-2016

Starfsfólk vantar á yngri og eldri deildum, samtals 6 100% stöður

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra D. Hafþórsdóttir á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 478-8246.  Umsóknarfrestur er t.o.m. 1. maí 2015.  Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans.

 

Þá auglýsir Djúpavogshreppur eftir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í 100% starf.  Starfsmaðurinn er framkvæmdastjóri Umf. Neista og vinnur náið með stjórn, auk þess að sjá um æfingar fyrir grunnskólabörn og elstu börnin í leikskólanum.  Þá hefur starfsmaðurinn yfirumsjón með æskulýðsstarfi grunnskólabarna og sinnir því.  Nánari upplýsingar veitir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á sveitarstjori@djupivogur.is eða í síma 478-8288. Umsóknarfrestur er t.o.m 1. júní 2015

 

Námshestar

Eftir hvern mánuð eru haldnir námshestar hjá nemendum 6. - 10. bekkjar. Ef nemandi hefur á þeim mánuði fengið aðeins einn eða engan punkt í skráningarkerfinu hlýtur hann umbun í því að fara úr tíma í tvær kennslustundir og taka smá upplyftingu með öðrum nemendum og kennurum. Við höfum haft á þessum vetri félagsvist, Capture Flag (stríðsleikur í skógræktinni), spurningakeppni, íþróttasprell, jólabakstur og sundlaugarpartý þar sem þessar myndir náðust. Síðustu námshestaverðlaun verða veitt í maí og kemur þá í ljós hvað skemmtilegir kennarar gera með nemendum.

LDB

14.04.2015

Músik Festival 2015

Músik Festival tónskólans verður haldið fimmtudaginn 16. apríl, klukkan 18:00 á Hótel Framtíð.

Hvetjum ykkur öll til að mæta og styðja flotta tónlistarkrakka. 

Auglýsingu má finna hér.

HDH