Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Námshestar

Eftir hvern mánuð eru haldnir námshestar hjá nemendum 6. - 10. bekkjar. Ef nemandi hefur á þeim mánuði fengið aðeins einn eða engan punkt í skráningarkerfinu hlýtur hann umbun í því að fara úr tíma í tvær kennslustundir og taka smá upplyftingu með öðrum nemendum og kennurum. Við höfum haft á þessum vetri félagsvist, Capture Flag (stríðsleikur í skógræktinni), spurningakeppni, íþróttasprell, jólabakstur og sundlaugarpartý þar sem þessar myndir náðust. Síðustu námshestaverðlaun verða veitt í maí og kemur þá í ljós hvað skemmtilegir kennarar gera með nemendum.

LDB

14.04.2015

Músik Festival 2015

Músik Festival tónskólans verður haldið fimmtudaginn 16. apríl, klukkan 18:00 á Hótel Framtíð.

Hvetjum ykkur öll til að mæta og styðja flotta tónlistarkrakka. 

Auglýsingu má finna hér.

HDH

Gjöf til grunnskólans

Fyrir nokkru koma Alda Jónsdóttir, bóndi á Fossárdal, færandi hendi með gjöf til grunnskólans.  Um var að ræða rennibekk, sem Eyþór Guðmundsson, heitinn, átti og fannst henni við hæfi að gefa grunnskólabörnum færi á að fá hann til eignar.

Rennibekkurinn hefur nú fengið sinn stað í smíðastofunni og hafa nemendur og kennari prufukeyrt hann og lofar afraksturinn góðu.

Við þökkum Öldu kærlega fyrir höfðinglega gjöf en gjafir sem þessar eru skólanum, börnunum og starfinu hér mikils virði.

HDH

Sólmyrkvi

Það hefur tæpast farið fram hjá nokkrum að á föstudagsmorgunn verður sólmyrkvi á Íslandi sem sést best frá Djúpavogi (ef veðrið lofar). Hér ætti myrkvinn að ná yfir 99 % sólarinnar sem þýðir að skuggi fellur á jörðina þar sem tunglið fer fyrir sólu. Við í grunnskólanum höfum fengið gleraugu til að fylgjast með sólmyrkvanum þar sem geislar sólarinnar eru hættulegir sjón okkar. Við stefnum á að vera úti við Bóndavörðu og þar í kring, öll saman frá kl. 8:45. Það væri gaman að aðrir kæmu til að upplifa þennan viðburð með okkur og við munum að sjálfsögðu leyfa öðrum að nota gleraugun okkar. Við mælum með hlýjum fatnaði miðað við veður og jafnvel heitu kakói á brúsa. Hlökkum til að eyða morgninum með ykkur.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta betur er bent á Stjörnufræðivefinn!

LDB

Starfsáætlun 2014-2015

Þá hefur starfsáætlun Djúpavogsskóla fyrir skólaárið 2014-2015 loksins litið dagsins ljós.  Vinna við hana hefur staðið í tæp tvö ár og hefur hún verið kynnt og hlið umræðu hjá starfsfólki, skólaráði og í fræðslunefnd.
Áætlunin er ekki fullmótið, í hana vantar enn rýmingaráætlun, fullmótaða símenntunaráætlun og lög sameiginlegs foreldrafélags en ákveðið var að kynna áætlunina fyrir foreldrum og fræðslunefnd eins og hún er núna og setja það sem uppá vantar inn í áætlun næsta árs.  Allar ábendingar eru vel þegnar og má senda þær á netfangið skolastjori@djupivogur.is.

Áætlunina má finna á heimasíðu leikskólans undir flipanum "Skýrslur og áætlanir" og á heimasíðu grunnskólans undir flipanum "Áætlanir"

Skólastjóri

Heimili og skóli í heimsókn

Á morgun, fimmtudaginn 5. mars verða fulltrúar frá Heimili og skóla og SAFT með foreldrakynningu í grunnskólanum.  Hún hefst klukkan 18:00 og tekur um eina klukkustund.  

Yfirskriftin er:  Börn - snjalltæki - samfélagsmiðlar: Í erindinu er farið yfir notkun barna og unglinga á netinu. Fjallað um helstu samfélagsmiðla sem börn og ungmenni eru að nota í dag og hvað þau gera á þeim, miðla eins og Facebook, Snapchat, Instagram, Ask.Fm og fleiri.  Einnig er fjallað um neteinelti, myndbirtingar og ofnotkun svo fátt eitt sé nefnt. Foreldrar gegna lykilhlutverki hvað þetta varðar og fá góð ráð um rafrænt uppeldi.

Skólinn greiðir fyrir þetta erindi þannig að kostnaður foreldra er enginn.  Á föstudagsmorguninn verður einnig fræðsla fyrir 5.-7. bekk annars vegar og síðan 8.-10. bekk hins vegar.

Ég hvet ykkur öll til að mæta því það er mikilvægt að við foreldrar séum ábyrg þegar kemur að þessum málum og hjálpum börnum okkar að umgangast þessi tæki með virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum að leiðarljósi.

Skólastjóri

Námskeið í upptökutækni

Tónlistarmiðstöð Austurlands býður ungmennum á aldrinum 14-20 ára upp á námskeið í upptökutækni helgina 14.-15. mars n.k. Unnið verður í hópum þar sem þátttakendur skiptast á að spila og taka upp.

 

Kennt verður á eftirtöldum tímum:

Laugardagur 14. mars kl. 10-20:00

Sunnudagur 15. mars kl. 10-20:00

 

Boðið verður upp á hádegismat og síðdegishressingu á staðnum. Námskeiðið er gjaldfrjálst og fer fram í Eskifjarðarkirkju. Námskeiðið er metið til einnar einingar í óbundnu vali fyrir nemendur VA og ME gegn framvísun þátttökuskírteinis.

Leiðbeinandi: Helgi Georgsson

Skráning fer fram á tonleikahus@tonleikahus.is til og með 5. mars. Sendið upplýsingar um nafn, heimilisfang, síma og aldur.

ED

24.02.2015

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2015

1. STARFSMAÐUR Á UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ

 

Starfið felst í meginatriðum í afgreiðslu á upplýsingamiðstöð, þ.e. að leiðbeina og svara spurningum ferðamanna sem sækja Djúpavogshrepp heim. Þrif upplýsingamiðstöðvar kæmu einnig í hluta starfsmanns sem og önnur tilfallandi verkefni.

 

Um er að ræða 50% hlutastarf auk 8 yfirvinnutíma á viku. Starfsmaður yrði með viðveru á upplýsingamiðstöð kl. 12-17:00 fjóra virka daga hverrar viku og frá 12-16:00 laugardag og sunnudag. Frídagur yrði virkur dagur og samkomulagsatriði hvaða dagur yrði fyrir valinu.

 

Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri, geta talað og lesið íslensku og ensku, og þekkja Djúpavogshrepp, eða vera tilbúinn til að kynna sér staðhætti og annað til að geta leiðbeint ferðamönnum.

Ráðningartími er 1. júní – 31. ágúst.

 

Umsóknarfrestur er til 15. mars.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið erla@djupivogur.is

 

Nánari upplýsingar í síma 478-8228.

Erla Dóra Vogler

Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

 

 

 

2.    UNGLINGAR

 

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2015 sem hér greinir:

 

8. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

9. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

10. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.   

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

 

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

 

 

3.    STARFSMENN Í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ

 

Auglýst eru allt að 5 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Einnig skal taka fram hvort viðkomandi hafi bílpróf. Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum. 

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

 

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

Laus störf við Djúpavogsskóla

Við Djúpavogsskóla vantar starfsmenn tímabundið

Grunnskólinn.  Skólaliða vantar í 56% starf frá 1. mars – 29. maí.  Um er að ræða aðstoð í 1.-3. bekk auk annarra tilfallandi verkefna.   Vinnutími frá 8:00 – 12:30.  Laun greiðast skv. Kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Afls starfsgreinafélags.

Leikskólinn.  Leikskólakennara eða leiðbeinanda  vantar í 100% starf eða tvö 50% störf frá 1.mars – 29. maí.  Um er að ræða starf inni á Krummadeild þar sem eru eins -þriggja ára börn, fyrir hádegi og síðan í afleysingar frá 12:00 – 16:00.   Laun greiðast skv. Kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ eða Afls starfsgreinafélags.

Umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is og veitir skólastjóri nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur rennur út klukkan 12:00 þann 27. febrúar nk.

Halldóra Dröfn, skólastjóri

 

Spjaldtölvuvæðing í Djúpavogsskóla

Eins og einhverjir muna eftir fór grunnskólinn af stað með heljarinnar söfnun fyrir jól, til að safna fyrir iPad tölvum. Leitað var til fyrirtækja og félagasamtaka og ákváðum við að vera ofur bjartsýn og stefna á að geta keypt 20 tölvur. Gerðum við góðan samning við Tölvulistann og keyptum iPad mini en þeir hafa reynst mjög vel í þeim skólum þar sem þeir hafa verið valdir.

Söfnunin fór fram úr okkar björtustu vonum og náðum við að safna fyrir 25 tölvum sem munu nýtast vel í kennslu. Fyrirkomulagið verður þannig að tvær tölvur verða staðsettar í hverri bekkjarstofu fyrir sig en síðan geta kennarar skráð á sig heilt sett og þannig leyft öllum í bekknum að hafa hver sína tölvu þegar kennslunni er háttað þannig.

Spjaldtölvur hafa marga kosti sem kennslutæki og eru mjög góð viðbót við það kennsluefni og þau kennslutæki sem við nýtum nú þegar.

Starfsfólk og nemendur senda enn og aftur hjartans þakkir til allra þeirra sem komu að þessu verkefni.


Hér má sjá styrktaraðilana:

Kvenfélagið Vaka 500.000
Rauði krossinn á Djúpavogi 100.000
Vísir hf. 100.000
Sparisjóður Hornafjarðar 100.000
Eyfreyjunes 96.000
Fiskmarkaður Djúpavogs 50.000
Lionsklúbbur Djúpavogs 50.000
Bakkabúð 48.000
Við Voginn ehf. 48.000
Kálkur ehf. 20.000
Baggi ehf. 20.000
VÍS  15.000
Sjóvá 20.000
Rán bátasmiðja  10.000
PVA ehf. 10.000

Kennarar hafa nú sótt eitt námskeið, en við fengum til okkar hann Sæmund Helgason, kennara í Grunnskóla Hornafjarðar þann 16. janúar sl. Hornfirðingar eru komnir skrefinu lengra en við í þessum fræðum og var mjög fræðandi og skemmtilegt að hafa Sæmund hjá okkur. Síðan þá hafa kennarar og nemendur verið að feta fyrstu skrefin í að læra á þessi nýju tæki og stefnum við á að vera búin að marka okkur skýra stefnu næsta haust.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur 1. bekkjar í tölvustofu grunnskólans með spjaldtölvurnar góðu.

Skólastjóri

 

Öskudagur

Frábær þátttaka var á opnum degi í grunnskólanum í dag. Nemendur og fleiri mættu í furðufötum og sýndu gestum sínum þau verk sem unnin voru á síðustu tveimur dögum. Eldgos voru látin gjósa á 20 mínútna fresti, spiluð voru minnisspil tengd eldgosanöfnum, upplýsingar um nokkrar eldstöðvar á Íslandi og á bókasafninu voru sérhönnuð póstkort tengd eldgosi til sýnis. Verða þau uppihangandi næstu daga svo gestir bókasafnsins geti notið. Í lok dags var boðið upp á eldfjallakökur og úrslit tilkynnt um frumlegustu, óhugnalegustu og flottustu búninga nemenda og kennara.

Myndir segja meira en þúsund orð. 

Takk fyrir frábæran dag.

LDB

Þemadagur 2

Krakkarnir unnu sleitulaust allan morguninn að verkefnum sínum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

LDB

Þemadagar í Djúpavogsskóla

Föstuinngangur er upphaf langaföstu sem stendur yfir þrjá daga fyrir öskudag, frá sunnudegi til þriðjudags. Hann fer víðast fram með fögnuði fyrir föstutímann. Gleðskapur við upphaf föstunar á sér fornar rætur og hefur runnið saman við vorhátíðir í Suður-Evrópu.

Við í grunnskólanum höfum haldið keppnisdaga síðustu ár á þessum dögum en brydduðum upp á þeirri nýbreytni að halda þemadaga. Nemendum er skipt í 6 hópa – þrjá yngri hópa og þrjá eldri hópa. Vinna nemendur verkefni tengd eldgosi á sex stöðvum á mánudag og þriðjudag. Á öskudag mæta nemendur í grímubúningum og munum við hafa opið hús frá kl. 10 – 12 þar sem nemendur kynna vinnu sína fyrir gestum. Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn og sína ykkur það sem skoða má gróflega á þessum myndum.