Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Jólaföndur og kaffihús

Jólaföndur foreldrafélags Djúpavogs

Laugardaginn 5. desember verður árlegt jólaföndur Djúpavogsskóla í grunnskólanum.
Föndrið verður frá 11:00 - 14:00.  Í boði verður alls konar endurnýtanlegur efniviður, allt er ókeypis en gott er að taka með sér lím, skæri og auglýsingapésa til að föndra úr.
Nemendur 9. bekkjar verða með kaffihús frá 12:00 - 14:00 og verða margar girnilegar hnallþórur í boði.

Allir íbúar sveitarfélagsins eru hjartanlega velkomnir, ef ekki til að föndra þá bara til að hitta aðra og kíkja á kaffihúsið. 

Skólastjóri

 

Starfsmann vantar í grunnskólann

Starfsmann vantar í grunnskólann:

Ræsting (frímínútnagæsla og aðstoð inni í bekkjum ef þarf, aðstoð inni í lengdri viðveru).  Æskilegur vinnutími 8:30- 17:00 = 100% starf.   Einnig er ég tilbúin til umræðu um minna starfshlutfall, allt niður í 85% starf (t.d. 9:15 - 16:30)

Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2015. Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf miðvikudaginn 18. nóvember.

Laun eru skv. kjarasamningi.

Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Djúpavogsskóla – umsóknir sendist á netfangið skolastjori@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu skólastjóra að Vörðu 6, 765 – Djúpivogur.

Halldóra Dröfn,
skólastjóri

Árshátíð grunnskólans

Minni á árshátíð grunnskólans sem verður á morgun, fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 18:00 á Hótel Framtíð.  Sjá auglýsingu hér.

Skólastjóri

Árshátíð grunnskólans

Ég vil vekja athygli á því að ákveðið hefur verið að færa árshátíð grunnskólans fram um einn dag.  Hún verður því fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 18:00 á Hótel Framtíð !!!
Allir að taka daginn frá.  Sýning þessa árs er "Emil í Kattholti."
Nánar auglýst síðar

Skólastjóri

"Með allt á hreinu" til sölu

Hægt er að panta eintak af árshátíðinni 2014 (Með allt á hreinu) með því að hringja í 478-8246 eða senda tölvupóst á skolastjori@djupivogur.is 

Vinsamlegast pantið fyrir 15.10.

Skólastjóri

Dagur íslenskrar náttúru - myndir

Í dag var Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í Djúpavogsskóla.  Nemendur, starfsfólk og foreldrar fylktu liði út í Brandsvík, framhjá Írisskeri, þaðan út í Hjaltalínsvík og enduðum við við Íshústjörn.  Nemendur var skipt upp í 5 hópa, þvert á bekki.  Þessi dagur er haldinn hátíðlegaru ár hver þann 16. september til heiðurs Ómari Ragnarssyni, náttúrubarni, og af því tilefni var ákveðið að við hæfi væri að verkefni dagsins í okkar skóla væri líka honum til heiðurs.  Hver hópur átti að safna náttúrulegum gimsteinum á leiðinni; skeljum, beinum, blómum, steinum og hverju sem áhuga vekti.  Þegar á endastöð var komið átti hver hópur að búa til mynd af Ómari og fengu nemendur meðferðis andlitsmynd af honum til að styðjast við. 

Skemmst er frá því að segja að nemendur stóðu sig að sjálfsögðu frábærlega og fengu dygga aðstoð frá kennurum og foreldrum.  Meðfylgjandi myndir sína ferðalagið okkar, vinnuna við verkefnasmíðina og síðan fimm mismunandi útgáfur af Ómari. 

Njótið vel - myndirnar eru hér.

HDH

Fyrsti skóladagurinn

Í dag er fyrsti skóladagurinn í grunnskólanum. Fyrsti skóladagurinn er alltaf stór stund, en þó aldrei stærri en þegar þú ert að mæta í skólann í fyrsta sinn, í 1. bekk. 

Við fengum senda þessa skemmtilegu mynd frá Þóri Stefánssyni, en hún sýnir 1. bekk Djúpavogsskóla á labbi í dásemdarblíðunni í morgun. Þetta er glæsilegur og kraftmikill bekkur og það verður gaman að fylgjast með þessum krökkum á þessum fyrsta vetri í skólagöngu þeirra.

ÓB

 

 

 


1. bekkur Djúpavogsskóla veturinn 2015 - 2016.

Frá vinstri: Andrea Hanna Guðjónsdóttir (dóttir Bellu og Guðjóns), Rökkvi Pálmason (Unnar og Pálma), María Guðlaugsdóttir (Ágústu og Guðlaugs), Ellý Þórisdóttir (Guðrúnar Önnu og Þóris), Berglind Ylfa Óskarsdóttir (Hildar og Óskars), Óðinn Mikael Óðinsson (Heiðu og Óðins), Freydís Rán Jónsdóttir (dóttir Anettu og Jóns), Þuríður Kristín Hólmgeirsdóttir (dóttir Bertu) og Stefán Valur Steinþórsson (sonur Auju og Steinþórs).

Djúpavogshreppur auglýsir störf

Djúpavogsskóli – grunnskóli

Íþrótta- og sundkennsla, samtals 18 stundir á viku og smíðakennsla 8 stundir á viku, samtals 100% starf.  Æskilegast að viðkomandi geti kennt allt saman en það er þó ekki skilyrði.

Skólaliði um 60% starf, vinnutími 8:00 – 13:00.  Aðstoð inni í bekkjum, gæsla o.fl.

Skólaliði um 50% starf, vinnutími 12:00 – 16:00.  Aðstoð við skólamötuneyti og gæsla í lengdri viðveru.

Djúpavogsskóli – leikskóli

Deildarstjóri á yngri deild, 100% starf. 

Leikskólakennarar, 3 x 100% störf

Stuðningsfulltrúi með fötluðu barni, 100% starf

Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2015 og sendast umsóknir vegna grunn- og leikskóla á skolastjori@djupivogur.is

Djúpavogshreppur / Umf. Neisti

Djúpavogshreppur, í samvinnu við Ungmennafélagið Neista, auglýsir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.  Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi æskulýðs- og íþróttastarfi í samvinnu Ungmennafélagsins Neista, Djúpavogsskóla og sveitarfélagsins.

Starfssvið:

Yfirumsjón með starfi Umf. Neista s.s. þjálfun, foreldra- og sjálfboðaliðastarfi, fjármálum, heimasíðu, mótshaldi og öðru sem lýtur að starfsemi félagsins í samvinnu við stjórn þess.

Yfirumsjón með æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu í samvinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.

Um er að ræða 100% starf frá og með 15. ágúst.

Hæfniskröfur:

Menntun sem nýtist í starfi

Reynsla og þekking á æskulýðs- og íþróttamálum

Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum

Reynsla af stjórnun og stefnumótun

Umsóknum ásamt meðmælum og ferilskrá skal skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1 , 765 Djúpavogi og er umsóknarfrestur til 31. júlí 2015.   Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri og má senda fyrirspurnir á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is

 

 

Námskeið í valdeflandi kennslufræði

Námskeið í valdeflandi kennslufræði fer fram í Verkmennatskóla Austurlands dagana 10. til 14. ágúst. Um hagnýta þjálfun er að ræða í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt fyrir kennara og nemendur. Námskeiðið er haldið á vegum Innoent Education á Íslandi í samvinnu við Fab Lab Austurland og Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar. Nánari upplýsingar og skráning er á lilja@austurbru.is.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

Síðbúið myndband frá sjómannadeginum

Hér má sjá síðbúið myndband frá sjómannadeginum - https://vimeo.com/130934660

                                                                                                          AS 

 

Skóladagatal 2015-2016

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á heimasíður grunn- og leikskólans.  Hægt er að skoða skóladagatal Djúpavogsskóla en einnig grunn- og tónskólann sér og leikskólann sér.

HDH

Nýr leikskólastjóri

Nýr leikskólastjóri hefur verið ráðinn við Leikskólann Bjarkatún.  Það er Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, sem starfaði áður sem deildarstjóri við leikskólann.

Guðrún tekur við nýja starfinu þann 1. ágúst nk. og mun starfa í nánu samstarfi við skólastjóra Djúpavogsskóla.  Guðrún kemur til með að stýra öllu starfi leikskólans en skólastjóri Djúpavogsskóla stýrir faglegu samstarfi milli skólastiganna tveggja.

F.h. skólasamfélagsins á Djúpavogi óska ég Guðrúnu hjartanlega til hamingju með nýja starfið og óska henni velfarnaðar í því.

Halldóra Dröfn, skólastjóri Djúpavogsskóla

 

Skólaslit / útskrift

Á morgun, laugardaginn 30. maí verða skólaslit grunn- og tónskólans, ásamt útskrift elstu nemenda leikskólans haldin í Djúpavogskirkju.  Athöfnin hefst klukkan 11:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Að athöfn lokinni verður sumarhátíð foreldrafélagsins á tjaldstæðinu og hvet ég alla til að mæta þangað til að eiga þar saman góða stund.

Skólastjóri

Tillögur um framtíðarskipan skólahalds á Djúpavogi

Með samningi sem gerður var 20. mars 2015 tók Skólastofan slf. að sér að vera til ráðgjafar um framtíðarskipulag skólastarfs á Djúpavogi sbr. samþykkt sveitarstjórnar 12. mars 2015. Ingvar Sigurgeirsson  annaðist verkefnið fyrir hönd Skólastofunnar slf.

Ingvar hefur nú skilað skýrslu í kjölfar heimsóknarinnar, þar sem margt fróðlegt kemur fram.

Skýrsluna má lesa með því að smella hér.

ÓB

Eurovision !!

Nemendur 4. og 5. bekkjar Djúpavogsskóla gerðu Eurovision-könnun ásamt Unni kennara í grunnskólanum í morgun.

Nemendurnir spurðu hvern og einn nemanda sem og starfsfólk hvaða lag væri líklegast til sigurs í lokakeppninni í ár, (laugardaginn 23. maí).

Niðurstaðan úr könnunninni var eftirfarandi:

1.sæti: Svíþjóð - https://www.youtube.com/watch?v=K_qrI6NKzlk

2.sæti: Ísrael https://www.youtube.com/watch?v=BQNNtbdZ4Zg             

3.sæti: Pólland - https://www.youtube.com/watch?v=iRWG6g0YjD0

4.sæti: Slóvenía - https://www.youtube.com/watch?v=-oOQKYopwJ4

5.sæti: Belgía - https://www.youtube.com/watch?v=xV2b3L1K6_c

Eistland - https://www.youtube.com/watch?v=zWACbw3cqW0

Ítalía - https://www.youtube.com/watch?v=4TEpHTVWXnM

eða

Noregur https://www.youtube.com/watch?v=U1td70yaoS8


UMJ

Skýrsla um skólamál

Fyrir nokkru kom Ingvar Sigurgeirsson, frá Skólastofan slf. í Djúpavogsskóla til að taka út skólamál.  Skýrsluna hans má finna á síðum grunn- og leikskólans, á leikskólasíðunni undir:  Skýrslur og áætlanir og á grunnskólasíðunni undir Áætlanir.  HDH

Fjáröflun Foreldrafélags Djúpavogsskóla

Á næstu dögum mun Foreldrafélag Djúpavogsskóla ganga í hús og selja ýmsar vörur.

Seld verða höfuðhandklæði, endurnýtanlegur bökunarpappír, pokapakkar og skúffukökuform, sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

Tökum vel á móti þeim!

ED

 

 

 

Tónskólatónleikar

Í gær voru tónleikar tónskólans á Djúpavogi með yngri iðkendum haldnir. Tókust þeir í alla staði mjög vel og gátum við áhorfendur séð hvernig þróun tónlistarnámsins er. Yngstu hljóðfæraleikararnir voru með einstaklingsatriði á meðan eldri spiluðu í hljómsveitum. Dagskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg og spannaði mjög vítt tónlistarsvið. Hér má sjá myndir sem teknar voru á tónleikunum.

LDB

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar yngri nemenda tónskólans verða haldnir í Djúpavogskirkju þriðjudaginn 12. maí.

Þeir hefjast klukkan 17:00 og eru allir velkomnir.  Enginn aðgangseyrir.

Skólastjóri

Vorsamsöngur

Samsöngur fer alltaf fram í grunnskólanum á þriðjudögum og fimmtudögum í upphafi skóladags. Í morgun fengu nemendur tónskólans að spila undir í samsöng svo hann varð sérstaklega kraftmikill og skemmtilegur. Að auki er elsti árgangur leikskólans hér á morgnana og tekur þátt í samsöng. Var því bæði fjölmenni í morgun og mikil skemmtun eins og sjá má á meðfylgjandi myndum

LDB

07.05.2015

Djúpavogsskóli - Leikskólinn Bjarkatún auglýsir

Leikskólakennara / leiðbeinanda vantar í Leikskólann Bjarkatún strax.  Um er að ræða 100% starf.  Vinnutími frá 8:00-16:00.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax og unnið til 17. júlí 2015.

Umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is og rennur umsóknarfrestur út þann 22. apríl klukkan 16:00.

Þá vantar einnig leikskólakennara / leiðbeinendur í 2 x 100% stöður frá 1. júní - 17. júlí 2015.  Umsóknarfrestur vegna þeirra staða er til 15. maí 2015.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Skólastjóri veitir nánari upplýsingar.

Skólastjóri

Musikfestival

Að loknum frábærum tónleikum nemenda í Tónskóla Djúpavogs í 5. - 10. bekk viljum við þakka fyrir góða mætingu og skemmtilega stemningu sem skapaðist. Frábær upphitun fyrir næstu helgi og vonandi eru einhverjir verðandi Hammondhátíðarskemmtikraftar. Hér má sjá myndir af atburðinum sem vinkonur tónskólakrakkana tóku.

LDB

Sólmyrkvi

Þó svo að við höfum ekki séð sólmyrkvann 20. mars þá upplifðum við hann svo sannarlega. Fuglarnir settust í björgin, hreindýrin lögðust til svefns og loftið var töfrum hlaðið. Spennan fyrir myrkvanum leynir sér ekki á myndunum, hvort sem um ræðir nemendur, kennara, ferðamenn eða aðra. Einungis náðum við að fylgjast með sólmyrkvanum á netinu í beinni útsendingu RUV en upplifunin var samt mögnuð og myrkva fengum við.

LDB

16.04.2015

Gestavika

Gestavika er í Djúpavogsskóla einu sinni á önn. Að sjálfsögðu eru forráðamenn ávallt velkomnir í skólann okkar en sérstaklega í gestaviku. Það eiga ekki allir tök á því að kíkja í heimsókn en við tókum upp á þeirri nýbreytni þetta árið að leyfa nemendum að heimsækja aðra bekki. Áttu þeir góðar stundir og mikil spenna var að kíkja á unglingana. Nokkrar myndir frá þeirri viku og nýlegar myndir af samsöng má sjá hér.

LDB

15.04.2015

Djúpavogsskóli og Djúpavogshreppur auglýsa

Grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður skólaárið 2015-2016:
Heimilisfræði, um 9 kst., textílmennt um 9 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 10 kst., hönnun og smíði um 10 kst. tungumál á mið- og unglingastigi um 16 kst., íþróttir og sund um 15 kst., samfélagsgreinar á mið- og unglingastigi um 8  kst.

Leikskólakennara vantar við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður skólaárið 2015-2016

Starfsfólk vantar á yngri og eldri deildum, samtals 6 100% stöður

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra D. Hafþórsdóttir á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 478-8246.  Umsóknarfrestur er t.o.m. 1. maí 2015.  Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans.

 

Þá auglýsir Djúpavogshreppur eftir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í 100% starf.  Starfsmaðurinn er framkvæmdastjóri Umf. Neista og vinnur náið með stjórn, auk þess að sjá um æfingar fyrir grunnskólabörn og elstu börnin í leikskólanum.  Þá hefur starfsmaðurinn yfirumsjón með æskulýðsstarfi grunnskólabarna og sinnir því.  Nánari upplýsingar veitir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á sveitarstjori@djupivogur.is eða í síma 478-8288. Umsóknarfrestur er t.o.m 1. júní 2015