Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Rauði krossinn

Í tilefni af 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi verða grunnskólar á landinu heimsóttir af sjálfboðaliðum. Tilgangur heimsóknanna er að minna á mikilvægi skyndihjálpar. Egill og Auður komu í heimsókn í grunnskólann þriðjudaginn síðasta til að kynna skyndihjálp fyrir nemendum Djúpavogsskóla. Farið var yfir hver viðbrögð skulu vera þegar slys ber að höndum. Krakkarnir fengu að svara spurningum, koma við dúkkur og elstu fengu bæði kennslu í Heimlich takinu og grunn í hjartahnoði.

Við þökkum sjálfboðaliðunum kærlega fyrir heimsóknina og má sjá myndir með fréttinni hér.

LDB

 

Efnafræði

Nemendur á unglingastigi hafa verið að læra efnafræði. Stór hluti kennslunar fer fram í gegnum tilraunir - sem hægt væri að gera heima í eldhúsi. Við skoðum hvernig kert brennur, hjartarsalt og matarsódi virka og einnig efnahvörf þegar við blöndum saman matarsóda og ediki. Þetta er mun skemmtilegra en það hljómar eins og sjá má á myndunum.

LDB

27.10.2014

Norræna skólahlaupið - göngum í skólann

Norræna skólahlaupið – göngum í skólann

Í gær var lag til að takast á við norræna skólahlaupið. Bæði var veður okkur hagstætt og mengun í lágmarki miðað við það sem hefur verið núna í haust.

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.

Markmið - með Norræna skólahlaupinu er leitast við að:

  • Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan

Var það því vel við hæfi að hafa lokahykkinn á „Göngum í skólann“ átakinu þó svo að við hvetjum nemendur og aðra starfsmenn Djúpavogsskóla til að koma fyrir eigin afli til starfa.

Nemendur völdu á milli hlaupalengda sem voru 2,5 km, 5 km og 10 km. Eftir hlaupið var boðið upp á ávexti og fóru allir þátttakendur í sund á eftir.

Myndir má sjá með því að smella hér.

LDB

17.10.2014

Tónlist fyrir alla og naggrís í heimsókn

Það má eiginlega segja að nemendur í  grunnskólanum hafi farið í ferðalag með tónlistamönnum sem kalla sig „Skuggamyndir frá Býsans“. Þeir tóku okkur með í tónlistarferð til Balkanskagans og léku stórskemmtileg lög á fremur óvenjuleg hljóðfæri frá öllum löndum við Balkanskaga. Ásamt lögum var kynning á löndum, höfuðborgum og menningu þessara landa. Þeir tónlistarmenn sem heimsóttu okkur voru...

Haukur Gröndal - leiðsögumaður, klarinett, saxófónn, kaval- og ney flauta
Ásgeir Ásgeirsson - bouzouki, tamboura, saz baglama
Þorgrímur Jónsson - bassi og tölvutækni
Erik Qvick - darbouka, tapan og annað slagverk

Við viljum þakka þeim fyrir frábært ferðalag og samsöngsnemendur þökkuðu fyrir sig með söng á þekktu lagi frá austanverðri Evrópu.

 

Fyrr um morguninn komu tveir naggrísir í heimsókn í 1. bekk. Þeir heita Sýróp og Hrói. Nemendur fengu að klappa þeim og gefa þeim grænmeti að éta. Þetta var mjög skemmtileg stund í skólanum hjá þeim og spurning hvort alla langi í naggrís sem gæludýr eftir þennan dag.

Linkur á myndir sem tengjast þessari frétt er hér.

15.10.2014

Lúsasöngur

Nú þegar er hafinn undirbúningur fyrir Árshátíð sem haldin verður 7. nóvember. Settur verður upp söngleikurinn "Með allt á hreinu". Börn í samsöng æfa lögin en nú þegar lúsafaraldur gengur yfir er aðeins öðruvísi yfirbragð á sönghópnum - allir eru með þessi fínu buff.

Um leið og við óskum ykkur góðrar helgar viljum við hvetja bæjarbúa og sérstaklega nemendur að lúsakemba sig og vonandi erum við að stöðva þennan litla lúsafaraldur okkar.

LDB

10.10.2014