Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Frímínútur

Það er nóg að gera hjá nemendum grunnskólans hvort sem er í leik eða starfi. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur í yngstu bekkjum búa til áveituskurði í frímínútum, teikna upp líkama og setja saman tölvur. Sumir tímar hjá eldri verða einnig að leikjatímum sérstaklega þegar samræmd próf eru hjá félögum þeirra. Hér má sjá þau vera í kubb úti og 5. bekkingar í öðrum leikjum.

Munum við birta myndir af og til í vetur af nemendum í leik og starfi í vetur.

LDB

30.09.2014

Haustgöngu frestað

Við ætlum að fresta haustgöngunni, sem átti að vera á morgun, þriðjudag um óákveðinn tíma.  Látum vita um leið og nýr dagur hefur verið ákveðinn.

Skólastjóri

29.09.2014

Matur í grennd

Í grenndartímum hjá Unni er lögð áhersla á ýmislegt í heimabyggð. 6. og 7. bekkur fengu það verkefni að finna mat úr heimabyggð og mættu með hann á hlaðborð sem haldið var í byrjun september. Nemendur sóttu mat á hina ýmsu staði hér í bæ og afraksturinn var mjólk, egg, hákarl, sultur, kartöflur og margt fleira. Myndir af nemendum og hlaðborði má sjá hér.

LDB

24.09.2014

Landvörður

Halla Ólafsdóttir Landvörður kom í heimsókn í Djúpavogsskóla í september. Hún hefur starfað sem landvörður við Herðubreiðarlindir en þar sem eldgos hófst í Holuhrauni var hún send þaðan. Hún kynnti Vatnajökulsþjóðgarð fyrir nemendum í 4. og 5. bekk. Þar var rætt um spendýr og fugla sem lifa í garðinum, einkenni þeirra og einnig um þjóðgarðinn sjálfann og einmitt um nafnið þjóð-garður, garður sem þjóðin á og við viljum að eigi um ókomna framtíð. Náttúruvernd og eldgos var nemendum ofarlega í huga í þessari heimsókn. Takk Halla fyrir að koma til okkar. Myndir fylgja þessari frétt.

LDB

24.09.2014

Göngum í skólann - Haustganga

Það er gaman að fylgjast með öllum þeim nemendum sem koma fyrir eigin afli í skólann og jafnvel í fylgd gangandi foreldra. Við viljum hvetja nemendur til að halda því áfram og helst sem flesta í bæjarfélaginu að draga úr bílanotkun á þessum fallegu haustmorgnum. Göngum í skólann átakið stendur yfir til 8. október.

Á þriðjudaginn í næstu viku er áætlað að fara í hina árlegu haustgöngu. Viljum við hvetja áhugasama foreldra, sem hafa tækifæri til, að koma með okkur í gönguna.

LDB

23.09.2014

Landvörður

Halla Ólafsdóttir, landvörður, kom í heimsókn í Djúpavogsskóla í september. Hún hefur starfað sem landvörður við Herðubreiðarlindir en þar sem eldgos hófst í Holuhrauni var hún send þaðan burt. Hún kynnti Vatnajökulsþjóðgarð fyrir nemendum í 4. og 5. bekk. Þar var rætt um spendýr og fugla sem lifa í garðinum, einkenni þeirra og einnig um þjóðgarðinn sjálfann og einmitt um nafnið þjóð-garður, garður sem þjóðin á og við viljum að eigi um ókomna framtíð. Náttúruvernd og eldgos var nemendum ofarlega í huga í þessari heimsókn. Takk Halla fyrir að koma til okkar. Myndir fylgja þessari frétt.

LDB

Foreldrafundur

Við viljum minna á foreldrakynningu fyrir alla foreldrar sem eiga börn í Djúpavogsskóla.
Hún verður í grunnskólanum klukkan 17:00, í dag.

Við minnum einnig á verkefnið "Göngum í skólann" sem hófst í dag og eru nemendur hvattir til að ganga eða hjóla í skólann þann tíma sem verkefnið stendur yfir og alltaf þegar veður og færð leyfa.

HDH

Í skólanum

Fyrsti grunnskóladagur þessa skólaárs rann upp á fallegum haustdegi hér á Djúpavogi í síðustu viku. Glaðir og einbeittir krakkar streymdu að og byrjaði skóladagurinn á samsöng undir stjórn Andreu og Józsefs. Því næst fóru nemendur í hinar ýmsu kennslustundir þar sem teknar voru myndir af þeim við hin ýmsu störf eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

LDB

10.09.2014