Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Skólabyrjun

Kæru nemendur og forráðamenn

 

Nú líður að því að skóli hefjist að nýju að afloknu sumarfríi.  Vil ég bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til starfa.

 

Djúpavogsskóli hefst föstudaginn 29. ágúst og mánudaginn 1. september með opnu húsi:

 

  • Nemendur 1. bekkjar koma föstudaginn 29. ágúst  klukkan 10:00.  Foreldrar og nemendur hitta umsjónarkennara sem gengur með þeim um skólann og sýnir þeim húsakynni.  Að því loknu verður fundur í bekkjarstofu þar sem farið verður yfir stundaskrá, bækur og ýmis hagnýt atriði.
  • Nemendur 2.-10. bekkjar koma mánudaginn 1. september milli 10:00 og 14:00, þegar þeim hentar.  Nemendur og forráðamenn hitta umsjónarkennara, ásamt öðru starfsfólki skólans, fá afhentar stundatöflur, bækur o.fl. 
  • Boðið verður upp á kaffi og djús.

 

Kennsla hefst skv. stundaskrá, þriðjudaginn 2. september, kl. 8:05.

Athugið, haustþing kennara á austurlandi verður 5. september og því eru nemendur í fríi þann dag.

Vakin er athygli á því að innkaupalistar hafa verið uppfærðir og þá má finna á heimasíðu skólans.  Einnig er vakin athygli á því að beiðni um leyfi þarf að sækja um til umsjónarkennara og má finna eyðublað á heimasíðu skólans.  Einnig er hægt að fá þau í skólanum.

Ýmis eyðublöð hafa verið send heim sem þið eruð beðin um að fylla út og skila í síðasta lagi 1. september, þegar þið mætið á „opna húsið“.  Um er að ræða ýmis nauðsynleg atriði, s.s. skráningu í mötuneyti, viðveru, upplýsingar frá tónskólanum, reglur tónskólans o.fl.

 

Mötuneyti hefst þriðjudaginn 2. september.

 

Umsjónarkennarar í vetur verða sem hér segir:

Jóhanna Reykjalín verður með 1. bekk

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir með 2. og 3. bekk

Þorbjörg Sandholt með 4. og 5. bekk

Sigríður Ósk Atladóttir með 6. og 7. bekk

Lilja Dögg Björgvinsdóttir með 8., 9. og 10. bekk

 

Við hér í grunnskólanum hlökkum til að starfa með ykkur í vetur og vonumst til að samstarfið verði ánægjulegt og árangursríkt eins og það hefur verið fram að þessu.

 

Bestu kveðjur,

f.h. starfsfólks grunnskólans,

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir,

skólastjóri

Kennara vantar við grunnskólann

Kennara vantar við grunnskólann skólaárið 2014-2015. Um 80-90% starf er að ræða, kennslu í ensku og dönsku á mið- og unglingastigi auk samfélagsfræðikennslu á unglingastigi.

Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu grunnskólans, http://djupivogur.is/grunnskoli/

Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið skolastjori@djupivogur.is.  Umsóknarfrestur er til 18. ágúst.   Frekari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 899-6913.  Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Halldóra Dröfn, skólastjóri Djúpavogsskóla