Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Vordagar Teigarhorn

Á fyrsta vordegi fóru nemendur í 3. - 4.bekk í náttúrufræðikennslu á Teigarhorn. Hópurinn smíðaði fuglahræður og kom þeim fyrir í æðarvarpi úti á tanga. Krakkarnir fundu fimm kolluhreiður sem þau skráðu hjá sér. Hugmyndin er að fara aftur næsta vor og vonandi hafa fuglahræðurnar gert sitt gagn og hreiðrunum fjölgað. Hópurinn gat tekið smá dún af hreiðrunum og skilaði honum af sér til Brynju landvarðar. Hér má sjá myndir frá skemmtilegum degi.

ÞS

27.05.2014

Frá bókasafninu

Frá og með 6. maí 2014 verður bókasafnið eingöngu opið á þriðjudögum, frá 18:00 – 20:00 og gildir sá opnunartími út júní.

Bókasafnið fer síðan í frí  frá og með 1. júlí og verður opnun auglýst síðar.

 

Bókasafnsvörður

Val í ljósmyndun

Í valgrein í vetur var haldið ljósmyndanámskeið, leiðbeinandi var Ester S. Sigurðardóttir.

Krakkararnir í 7-10 bekk fóru út og mynduðu það sem þeim þótti áhugavert. Mikill ljósmyndaáhugi er meðal unglinga í skólanum. Gaman er að sjá hvað hugsun og frumlegheit fengu að njóta sín og skapandi nálgun á efni sem þau tóku fyrir var skemmtilegt.

Unnu þau myndirnar í myndvinnsluforritið Picasa sem allir geta nálgast frítt á netinu. Þetta er mjög einfalt og þægilegt forrit sem nemendur voru fljótir að tileinka sér. Með þessu myndvinnsluforriti er með einföldum aðgerðum hægt að lagfæra ýmsa galla í ljósmyndum. Einnig að búa til video og setja tónlist með og flytja yfir á YouTube.  Allar þær myndir sem þau tóku og völdu á sýninguna eru í myndbandinu en hver nemandi fekk að velja eina mynd til sýningar í Löngubúð. Unnar voru um 50 myndir.

Afrakstur þessa námskeiðis er listsýning á vegum List án landamæra sem er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list með frábærri útkomu. Þátttakendur í hátíðinni 2013 voru um 600 manns og viðburðir um 60 talsins. Hátíðin hefur stuðlað að samvinnu við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk svo eitthvað sé nefnt.

Sýningin „List án landamæra“ verður í Löngubúð frá og með 10. maí nk. Við bjóðum alla velkomna í Löngubúð til að njóta þeirra mynda sem verða til sýnis á listahátíðinni.

ESS

 

Næsta skólaár / Next winter in Djúpavogsskóli

Til núverandi og verðandi foreldra / forráðamanna barna í Djúpavogsskóla
Nú stendur yfir skipulagsvinna fyrir næsta skólaár.  Til að sú vinna verði markviss er mikilvægt að hafa upplýsingar um fjölda nemenda á hreinu.
Því óska ég hér með eftir því að foreldrar skrái ný börn í eða úr Djúpavogsskóla sem fyrst.  Ekki þarf að gera grein fyrir börnum sem flytjast milli grunn- og leikskólans.
Með kæru þakklæti,
skólastjóri

Drodzy rodzice/opiekunowie
Obecnie planujemy organizacje pracy na przysz�y rok szkolny, dlatego te� wa�na jest dla nas przewidywana liczba uczniów/dzieci.
W zwi�zku zwracamy si� do rodziców/opiekunów o jak najszybsze zapisanie dzieci do szko�y/przedszkola.
Pro�ba nie dotyczy uczniów/dzieci, które przechodz� z przedszkola do szko�y.
Z powa�aniem,
Dyrektor szko�y i przedszkola

 

Háskóli unga fólksins

Við viljum vekja athygli á verkefninu "Háskóli unga fólksins". Þetta er skemmtilegt verkefni fyrir grunnskólanemendur í 6. - 10. bekk. Þar fá þeir að kynnast fræðasviðum Háskólans á skemmtilegan hátt með jafningjum sínum. Nemendum er skipt í eldri og yngri hópa og námskeiðin sem í boði eru t.d. er dýralíffræði, japanska, þjóðfræði, blaða og fréttamennska, indjánar og margt fleira. Við hvetjum foreldra til að skoða þetta með börnum sínum og vera tilbúin til að skrá sig 14. maí kl. 18 þegar skráning hefst. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Háskóla unga fólksins. 

Góða skemmtun.

LDB

05.05.2014