Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Músik Festival

Músik Festival verður á Hótel Framtíð 1. maí, klukkan 18:00.

Eldri nemendur tónskólans flytja frábæra tónlistardagskrá við allra hæfi. 

Auglýsingu má finna hér.

Skólastjóri og nemendur og starfsfólk tónskólans

Sundlaugin opnar á morgun miðvikudag

Vakin er athygli á að sundlaug Djúpavogs verður opnuð aftur á morgun miðvikudag 23. apríl eftir nokkuð umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur.

                                                                                                                   Sjáumst í sundi hress og kát

                                                                                                                       Starfsfólk ÍÞMD

Djúpavogsskóli auglýsir

Grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður:
Tölvukennsla 8 stundir á viku, smíðar 8 stundir á viku, íþróttir 10 stundir á viku, sund 5 stundir á viku, enska 7 stundir á viku, danska 7 stundir á viku, heimilisfræði 7 stundir á viku, handavinna 7 stundir á viku.  Einnig vantar umsjónarkennara með 1. bekk.

Þá er laus staða aðstoðargrunnskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðargrunnskólastjóri starfar náið með skólastjóri og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi grunnskólans.  Stjórnunarhlutfall 50%.

Leikskólakennara vantar við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður:

Fimm 88% stöður, vinnutími 8:00 – 15:00 eða 9:00 – 16:00
Ein 50% staða, vinnutími eftir samkomulagi
Tvær 100% stöður,vinnutími 8:00 – 16:00

Þá er laus staða aðstoðarleikskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðarleikskólastjóri starfar náið með skólastjóra og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi leikskólans.  Stjórnunarhlutfall 15-20%.

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans á djupivogur.is/grunnskoli og djupivogur.is/leikskoli.  Umsóknir og fyrirspurnir má senda á skolastjori@djupivogur.is

Umsóknarfrestur er t.o.m. 3. maí 2014.

Lestrarátak í apríl

Blásið var til lestrarátaks í apríl og eru nemendur nú sérlega duglegir við lestur skemmtibóka. Við viljum biðja foreldra og aðra að hvetja til lesturs í páskafríinu og um helgar. Nemendur klippa út fiðrildi eftir hverja bók sem þeir lesa og festa á vegg við kennarastofuna. Því er gott að halda utan um lestur yngri barna í fríinu svo þau geti sett sitt fiðrildi á vegginn.

Kennsla byrjar aftur eftir páska þriðjudaginn 22. apríl en frí aftur sumardaginn fyrsta og á föstudegi á eftir. 

LDB

11.04.2014

Músik Festivali frestað til 1. maí

Ákveðið hefur verið að fresta Músik Festivali til 1. maí.
Lofum brjáluðu stuði - allir að taka daginn frá.

Nemendur tónskólans