Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Skólahreysti

Keppt var í Skólahreysti í gær á Egilsstöðum. Okkar keppendur voru Anný Mist, Bjarni Tristan, Guðjón Rafn og Þórunn Amanda. Fylgdu þeim flestir nemendur í 6. - 10. bekk. Fengum við úthlutað litnum dökk bleikur og flögguðu nemendur þeim lit af öllum mætti við hvatningu okkar liðs. Þórunn vann armbeygjurnar en lið Djúpavogsskóla endaði í 5. sæti.

Hér má sjá þær myndir sem teknar voru á þessum skemmtilega degi.

LDB

Stóra upplestrarkeppnin

Djúpavogssskóli kom, sá og sigraði í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Hafnarkirkju í gær. Eins og venjulega fékk skólinn að senda tvo fulltrúa, úr 7. bekk, í keppnina. Í ár voru það Fanný Dröfn Emilsdóttir og Ísak Elíssson sem kepptu fyrir hönd skólans. Þau gerðu sér lítið fyrir og hrepptu tvö efstu sætin. Fanný fyrsta sætið og Ísak annað sætið, en tólf keppendur tóku þátt. Sigurvegari síðasta árs, Bergsveinn Ás Hafliðason, var kynnir hátíðarinnar og skilaði hann því hlutverki með miklum sóma.

Innilegar hamingjuóskir með þennan árangur.

Myndir með fréttinni.

Tölvuskjáir fást gefins

Tölvuskjáir fást gefins í grunnskólanum. Um er að ræða nokkra "17 HP túbuskjái sem eru í fínu standi.

Þeir sem vilja mega nálgast skjái í grunnskólanum á opnunartíma.

ÓB

Myndband frá keppnisdögum

Undirritaður hefur sett saman stutt myndband frá Keppnisdögum sem fóru fram í grunnskólanum 3.-5. mars. Þessi myndbrot eru tekin á keppnisdegi 2 og sýna þær fjölbreyttu og skemmtilegu þrautir sem þessir dásamlegu krakkar tókust á við. Sem fyrr tók grunnskóli Breiðdalsvíkur þátt með okkur.

Myndir frá öllum dögum keppnisdaga má nálgast með því að smella hér.

Myndbandið er hér að neðan (við hvetjum ykkur til að horfa á það í góðum gæðum, velja tannhjólið í spilaranum og setja í 1080p).

Njótið vel.

ÓB

 

 

 

Bókasafnið lokað í kvöld

Bókasafnið verður lokað í kvöld.

Bókasafnsvörður.

Keppnisdagar 2014 - dagur 3 (Öskudagssprell)

Síðasti dagur keppnisdaga fór fram í dag. Sýndu hóparnir sín atriði í hæfileikakeppninni fyrir fullu íþróttahúsi. Eldri nemendur kusu yngri sigurvegara og öfugt. Í hverri grein sem keppt var í þessa þrjá daga eru gefin keppnisstig og að auki háttvísistig. Halldóra sá um að veita viðurkenningar og verðlaun. Þau lið sem unnu háttvísiverðlaun fengu ísveislu Við Voginn. Þeir sem unnu keppnisgreinarnar í yngri hóp fengu reglustikur en eldri herynatól.

Þegar verðlaunaafhendingu lauk tók Berglind við stjórninni og allir dönsuðu hópdansa eins og sjá má á þeim fjölda mynda sem teknar voru í íþróttahúsinu.

Þegar þessi orð eru rituð eru börn á gangi, syngjandi fyrir fólk og fyrirtæki fyrir gott í poka.

Í kvöld frá 5 - 7 verður diskótek á Hótel Framtíð sem er öllum nemendum opið í boði Foreldrafélagsins.

LDB

Sundæfingabúðir og sundnámskeið

Helgina 8-9 mars verður Guðmunda Bára með sundæfingarbúðir fyrir krakka á aldrinum 8-16 ára.

Einnig verður boðið uppá sundnámskeið fyrir yngstu börnin 6-7 ára.
Vinsamlegast skráið börnin ykkar á gbemilsdottir@gmail.com fyrir miðvikudagskvöld.

Nákvæmar tímasetningar verða auglýstar á fimmtudaginn og verða námskeiðin í boði Neista.

 

Stjórn Neista

 

 

Keppnisdagar 2014 - dagur 2

Á þessum öðrum keppnisdegi voru eldri nemendur í íþróttum og yngri nemendur í sundi og ýmsum þrautum. Þá byrjuðu eldri nemendur að æfa fyrir hæfileikakeppnina sem fer fram á morgun.

Það var mikið stuð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

ÓB

 

 

  

04.03.2014

Keppnisdagar 2014 - dagur 1

Fyrsti í keppnisdögum var mjög skemmtilegur. Yngri nemendur kepptu í íþróttum og æfðu fyrir hæfileikakeppnina. Eldri nemendur kepptu hins vegar í sundi, þrautum, listsköpun og heimilisfræði. Eins og sjá má á myndum voru allir einbeittir og stóðu sig mjög vel. Breiðdælingar heimsækja okkur og taka þátt í þessum dögum með okkur og höfum við öll gaman af því. Á morgun víxlast svo keppnisgreinarnar hjá eldri og yngri nemendum.

LDB

 

 

 

03.03.2014

Öskudagssprell

Minnum á árlegt öskudagssprell í íþróttahúsinu á öskudaginn.  Það hefst klukkan 10:30 með hæfileikakeppni grunnskólabarna og síðan verður húllumhæ, dans og söngur.

HDH