Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Upplestrarkeppnin

Undankeppni hér á Djúpavogi fyrir upplestrarkeppnina var haldin í kirkjunni. Nemendur í 7. bekk keppast um tvö sæti sem veitir þeim rétt til að keppa fyrir hönd Djúpavogsskóla á Höfn í mars á keppninni sem haldin verður þar að þessu sinni. Nemendur í 5. - 9. bekk fylgdust með keppninni að þessu sinni ásamt fjölskyldum keppenda. Tónskólinn sá um afþreyjingu á meðan dómarar réðu ráðum sínum. Það má með sanni segja að allir þátttakendur voru sigurvegarar þar sem þeir stóðu sig allir með stakri prýði. Þeir sem fara fyrir okkar hönd á Höfn eru Fanný Dröfn og Ísak. Hér með fréttinni má sjá myndir sem Viktor Logi tók fyrir skólann.

LDB

27.02.2014

Danssýning

Alla síðustu viku stóðu yfir dansæfingar hjá Guðrúnu Smáradóttur sem heimsótti okkur og kenndi nemendum skemmtilega snúninga. Endað var á glæsilegri danssýningu á föstudaginn var. Má sjá brot af þeim myndum sem teknar voru til að fanga frábæra stemningu.

LDB

Og þess má geta að foreldrafélagið styrkti danskennsluna um 100.000.- krónur sem er frábært.  Viljum við þakka þeim kærlega fyrir það !!

HDH

Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna

Úrslit í spurningakeppni  fermingarbarna á Austurlandi 2014  fór fram s.l. sunnudag 23. feb. eftir fjölskylduguðsþjónustu í Faskrúðsfjarðarkirkju. Þrjú lið kepptu til úrslita, þ.e. lið Djúpavogsprestakalls, lið Fáskrúðsfjarðar og lið Egilsstaða. Lið  Djúpavogsprestakalls sigraði eftir jafna og spennandi keppni, en liðið skipuðu þeir Ásmundur Ólafsson, Bergsveinn Ás Hafliðason og Jens Albertsson.

Þetta er í fjórða sinn sem spurningarkeppni fermingarbarna fer fram, en undankeppnin var á fermingarbarnanámskeiðinu í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn í haust. Lið Egilsstaða hefur unnið  s.l. 3 ár og því haldið farandbikarnum sem vinningsliðið fær, en nú er sá bikar kominn í Djúpavogskirkju og verður þar næsta ár og vonandi lengur. 

Spurningar keppninnar voru almenns eðlis, en tengdust einnig því sem unglingarnir eru að fræðast um í fermingarundirbúningnum. Liðið stóð sig vel, en sigur vannst ekki fyrr en í lokaspurningunni og þá var það þekking okkar drengja um upprisu Jesú Krists á páskadag sem færði liðinu sigurinn, það var ánægjulegt!

Til hamingju með árangurinn fermingarbörn.

Sóknarprestur.

 


Bergsveinn Ás, Ásmundur og Jens að keppni lokinni

Venjulegur skóladagur?

Það er ýmislegt gert til að brjóta upp kennslustarf og oftar en ekki birtar myndir af því. Þessa vikuna fer fram danskennsla í íþróttahúsinu þar sem allir nemendur taka þátt. Á meðan ekki er dansað er dagurinn ósköp venjulegur líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.

LDB

18.02.2014

Dagur leikskólans

Fimmtudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans.  Af því tilefni ætlum við að bjóða upp á ljósmyndasýningu á tjaldi í Við Voginn.  Sýningin verður látin rúlla frá 12:00 - 18:00 og eru þetta alls um 500 ljósmyndir af leikskólabörnum við leik og störf. 
Við hvetjum ykkur öll til að kíkja við, í Við Voginn á morgun og fá ykkur kaffisopa og horfa á fallegar myndir af fallegum börnum.

Starfsfólk leikskólans