Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Gjöf til skólans

Grunnskólanum barst höfðingleg gjöf um daginn, frá Fjölsmiðjunni í Reykjavík.  Þannig er að Þorleifur, fyrrverandi "bóndi" í Hamraborg er deildarstjóri tölvudeildar Fjölsmiðjunnar.  Þeir áttu 20 tölvuskjái sem þeir þurftu ekki að nota og datt Þorleifi þá í hug að mögulega væri þörf á þessum skjám hér á Djúpavogi.  Hann hafði samband við Ólaf Björnsson, yfirmann tölvumála í skólanum sem þáði skjáina með þökkum fyrir hönd skólans.

Myndirnar hér að neðan tók Ólafur af glöðum krökkum í grunnskólanum þegar skjáirnir voru komnir í hús.  Vil ég, fyrir hönd nemenda og starfsfólks skólans, senda Þorleifi og öðrum í Fjölsmiðjunni í Reykjavík okkar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

Halldóra Dröfn, skólastjóri

 

 

 

Fyrir jól

Í skólastarfi fyrir jól var mikið um að vera. Hluti kennslustunda fór í að föndra, eiga góðar og skemmtilegar stundir saman ásamt því að læra í hinum hefðbundnu greinum. Nemendur fengu myndavél lánaða í desember og hér má sjá það sem inn á henni fannst.

20.01.2014

Leikskólinn opinn á morgun, laugardag

Ákveðið hefur verið að bjóða uppá pössun fyrir börn, í leikskólanum, laugardaginn 11. janúar á meðan jarðarför stendur yfir.

Húsið opnar klukkan 13:30 og sækja skal börnin klukkan 15:00, eða um leið og athöfn í kirkju lýkur.

Börnin fá ekki að borða og eiga því að koma södd í leikskólann.

 

Vinsamlegast látið vita í dag hvort þið munið nýta ykkur þessa þjónustu á netfangið skolastjori@djupivogur.is

 

Skólastjóri