Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Vordagar Teigarhorn

Á fyrsta vordegi fóru nemendur í 3. - 4.bekk í náttúrufræðikennslu á Teigarhorn. Hópurinn smíðaði fuglahræður og kom þeim fyrir í æðarvarpi úti á tanga. Krakkarnir fundu fimm kolluhreiður sem þau skráðu hjá sér. Hugmyndin er að fara aftur næsta vor og vonandi hafa fuglahræðurnar gert sitt gagn og hreiðrunum fjölgað. Hópurinn gat tekið smá dún af hreiðrunum og skilaði honum af sér til Brynju landvarðar. Hér má sjá myndir frá skemmtilegum degi.

ÞS

27.05.2014

Frá bókasafninu

Frá og með 6. maí 2014 verður bókasafnið eingöngu opið á þriðjudögum, frá 18:00 – 20:00 og gildir sá opnunartími út júní.

Bókasafnið fer síðan í frí  frá og með 1. júlí og verður opnun auglýst síðar.

 

Bókasafnsvörður

Val í ljósmyndun

Í valgrein í vetur var haldið ljósmyndanámskeið, leiðbeinandi var Ester S. Sigurðardóttir.

Krakkararnir í 7-10 bekk fóru út og mynduðu það sem þeim þótti áhugavert. Mikill ljósmyndaáhugi er meðal unglinga í skólanum. Gaman er að sjá hvað hugsun og frumlegheit fengu að njóta sín og skapandi nálgun á efni sem þau tóku fyrir var skemmtilegt.

Unnu þau myndirnar í myndvinnsluforritið Picasa sem allir geta nálgast frítt á netinu. Þetta er mjög einfalt og þægilegt forrit sem nemendur voru fljótir að tileinka sér. Með þessu myndvinnsluforriti er með einföldum aðgerðum hægt að lagfæra ýmsa galla í ljósmyndum. Einnig að búa til video og setja tónlist með og flytja yfir á YouTube.  Allar þær myndir sem þau tóku og völdu á sýninguna eru í myndbandinu en hver nemandi fekk að velja eina mynd til sýningar í Löngubúð. Unnar voru um 50 myndir.

Afrakstur þessa námskeiðis er listsýning á vegum List án landamæra sem er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list með frábærri útkomu. Þátttakendur í hátíðinni 2013 voru um 600 manns og viðburðir um 60 talsins. Hátíðin hefur stuðlað að samvinnu við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk svo eitthvað sé nefnt.

Sýningin „List án landamæra“ verður í Löngubúð frá og með 10. maí nk. Við bjóðum alla velkomna í Löngubúð til að njóta þeirra mynda sem verða til sýnis á listahátíðinni.

ESS

 

Næsta skólaár / Next winter in Djúpavogsskóli

Til núverandi og verðandi foreldra / forráðamanna barna í Djúpavogsskóla
Nú stendur yfir skipulagsvinna fyrir næsta skólaár.  Til að sú vinna verði markviss er mikilvægt að hafa upplýsingar um fjölda nemenda á hreinu.
Því óska ég hér með eftir því að foreldrar skrái ný börn í eða úr Djúpavogsskóla sem fyrst.  Ekki þarf að gera grein fyrir börnum sem flytjast milli grunn- og leikskólans.
Með kæru þakklæti,
skólastjóri

Drodzy rodzice/opiekunowie
Obecnie planujemy organizacje pracy na przysz�y rok szkolny, dlatego te� wa�na jest dla nas przewidywana liczba uczniów/dzieci.
W zwi�zku zwracamy si� do rodziców/opiekunów o jak najszybsze zapisanie dzieci do szko�y/przedszkola.
Pro�ba nie dotyczy uczniów/dzieci, które przechodz� z przedszkola do szko�y.
Z powa�aniem,
Dyrektor szko�y i przedszkola

 

Háskóli unga fólksins

Við viljum vekja athygli á verkefninu "Háskóli unga fólksins". Þetta er skemmtilegt verkefni fyrir grunnskólanemendur í 6. - 10. bekk. Þar fá þeir að kynnast fræðasviðum Háskólans á skemmtilegan hátt með jafningjum sínum. Nemendum er skipt í eldri og yngri hópa og námskeiðin sem í boði eru t.d. er dýralíffræði, japanska, þjóðfræði, blaða og fréttamennska, indjánar og margt fleira. Við hvetjum foreldra til að skoða þetta með börnum sínum og vera tilbúin til að skrá sig 14. maí kl. 18 þegar skráning hefst. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Háskóla unga fólksins. 

Góða skemmtun.

LDB

05.05.2014

Músik Festival

Músik Festival verður á Hótel Framtíð 1. maí, klukkan 18:00.

Eldri nemendur tónskólans flytja frábæra tónlistardagskrá við allra hæfi. 

Auglýsingu má finna hér.

Skólastjóri og nemendur og starfsfólk tónskólans

Sundlaugin opnar á morgun miðvikudag

Vakin er athygli á að sundlaug Djúpavogs verður opnuð aftur á morgun miðvikudag 23. apríl eftir nokkuð umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur.

                                                                                                                   Sjáumst í sundi hress og kát

                                                                                                                       Starfsfólk ÍÞMD

Djúpavogsskóli auglýsir

Grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður:
Tölvukennsla 8 stundir á viku, smíðar 8 stundir á viku, íþróttir 10 stundir á viku, sund 5 stundir á viku, enska 7 stundir á viku, danska 7 stundir á viku, heimilisfræði 7 stundir á viku, handavinna 7 stundir á viku.  Einnig vantar umsjónarkennara með 1. bekk.

Þá er laus staða aðstoðargrunnskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðargrunnskólastjóri starfar náið með skólastjóri og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi grunnskólans.  Stjórnunarhlutfall 50%.

Leikskólakennara vantar við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður:

Fimm 88% stöður, vinnutími 8:00 – 15:00 eða 9:00 – 16:00
Ein 50% staða, vinnutími eftir samkomulagi
Tvær 100% stöður,vinnutími 8:00 – 16:00

Þá er laus staða aðstoðarleikskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðarleikskólastjóri starfar náið með skólastjóra og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi leikskólans.  Stjórnunarhlutfall 15-20%.

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans á djupivogur.is/grunnskoli og djupivogur.is/leikskoli.  Umsóknir og fyrirspurnir má senda á skolastjori@djupivogur.is

Umsóknarfrestur er t.o.m. 3. maí 2014.

Lestrarátak í apríl

Blásið var til lestrarátaks í apríl og eru nemendur nú sérlega duglegir við lestur skemmtibóka. Við viljum biðja foreldra og aðra að hvetja til lesturs í páskafríinu og um helgar. Nemendur klippa út fiðrildi eftir hverja bók sem þeir lesa og festa á vegg við kennarastofuna. Því er gott að halda utan um lestur yngri barna í fríinu svo þau geti sett sitt fiðrildi á vegginn.

Kennsla byrjar aftur eftir páska þriðjudaginn 22. apríl en frí aftur sumardaginn fyrsta og á föstudegi á eftir. 

LDB

11.04.2014

Músik Festivali frestað til 1. maí

Ákveðið hefur verið að fresta Músik Festivali til 1. maí.
Lofum brjáluðu stuði - allir að taka daginn frá.

Nemendur tónskólans

Skólahreysti

Keppt var í Skólahreysti í gær á Egilsstöðum. Okkar keppendur voru Anný Mist, Bjarni Tristan, Guðjón Rafn og Þórunn Amanda. Fylgdu þeim flestir nemendur í 6. - 10. bekk. Fengum við úthlutað litnum dökk bleikur og flögguðu nemendur þeim lit af öllum mætti við hvatningu okkar liðs. Þórunn vann armbeygjurnar en lið Djúpavogsskóla endaði í 5. sæti.

Hér má sjá þær myndir sem teknar voru á þessum skemmtilega degi.

LDB

Stóra upplestrarkeppnin

Djúpavogssskóli kom, sá og sigraði í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Hafnarkirkju í gær. Eins og venjulega fékk skólinn að senda tvo fulltrúa, úr 7. bekk, í keppnina. Í ár voru það Fanný Dröfn Emilsdóttir og Ísak Elíssson sem kepptu fyrir hönd skólans. Þau gerðu sér lítið fyrir og hrepptu tvö efstu sætin. Fanný fyrsta sætið og Ísak annað sætið, en tólf keppendur tóku þátt. Sigurvegari síðasta árs, Bergsveinn Ás Hafliðason, var kynnir hátíðarinnar og skilaði hann því hlutverki með miklum sóma.

Innilegar hamingjuóskir með þennan árangur.

Myndir með fréttinni.

Tölvuskjáir fást gefins

Tölvuskjáir fást gefins í grunnskólanum. Um er að ræða nokkra "17 HP túbuskjái sem eru í fínu standi.

Þeir sem vilja mega nálgast skjái í grunnskólanum á opnunartíma.

ÓB

Myndband frá keppnisdögum

Undirritaður hefur sett saman stutt myndband frá Keppnisdögum sem fóru fram í grunnskólanum 3.-5. mars. Þessi myndbrot eru tekin á keppnisdegi 2 og sýna þær fjölbreyttu og skemmtilegu þrautir sem þessir dásamlegu krakkar tókust á við. Sem fyrr tók grunnskóli Breiðdalsvíkur þátt með okkur.

Myndir frá öllum dögum keppnisdaga má nálgast með því að smella hér.

Myndbandið er hér að neðan (við hvetjum ykkur til að horfa á það í góðum gæðum, velja tannhjólið í spilaranum og setja í 1080p).

Njótið vel.

ÓB

 

 

 

Bókasafnið lokað í kvöld

Bókasafnið verður lokað í kvöld.

Bókasafnsvörður.

Keppnisdagar 2014 - dagur 3 (Öskudagssprell)

Síðasti dagur keppnisdaga fór fram í dag. Sýndu hóparnir sín atriði í hæfileikakeppninni fyrir fullu íþróttahúsi. Eldri nemendur kusu yngri sigurvegara og öfugt. Í hverri grein sem keppt var í þessa þrjá daga eru gefin keppnisstig og að auki háttvísistig. Halldóra sá um að veita viðurkenningar og verðlaun. Þau lið sem unnu háttvísiverðlaun fengu ísveislu Við Voginn. Þeir sem unnu keppnisgreinarnar í yngri hóp fengu reglustikur en eldri herynatól.

Þegar verðlaunaafhendingu lauk tók Berglind við stjórninni og allir dönsuðu hópdansa eins og sjá má á þeim fjölda mynda sem teknar voru í íþróttahúsinu.

Þegar þessi orð eru rituð eru börn á gangi, syngjandi fyrir fólk og fyrirtæki fyrir gott í poka.

Í kvöld frá 5 - 7 verður diskótek á Hótel Framtíð sem er öllum nemendum opið í boði Foreldrafélagsins.

LDB

Sundæfingabúðir og sundnámskeið

Helgina 8-9 mars verður Guðmunda Bára með sundæfingarbúðir fyrir krakka á aldrinum 8-16 ára.

Einnig verður boðið uppá sundnámskeið fyrir yngstu börnin 6-7 ára.
Vinsamlegast skráið börnin ykkar á gbemilsdottir@gmail.com fyrir miðvikudagskvöld.

Nákvæmar tímasetningar verða auglýstar á fimmtudaginn og verða námskeiðin í boði Neista.

 

Stjórn Neista

 

 

Keppnisdagar 2014 - dagur 2

Á þessum öðrum keppnisdegi voru eldri nemendur í íþróttum og yngri nemendur í sundi og ýmsum þrautum. Þá byrjuðu eldri nemendur að æfa fyrir hæfileikakeppnina sem fer fram á morgun.

Það var mikið stuð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

ÓB

 

 

  

04.03.2014

Keppnisdagar 2014 - dagur 1

Fyrsti í keppnisdögum var mjög skemmtilegur. Yngri nemendur kepptu í íþróttum og æfðu fyrir hæfileikakeppnina. Eldri nemendur kepptu hins vegar í sundi, þrautum, listsköpun og heimilisfræði. Eins og sjá má á myndum voru allir einbeittir og stóðu sig mjög vel. Breiðdælingar heimsækja okkur og taka þátt í þessum dögum með okkur og höfum við öll gaman af því. Á morgun víxlast svo keppnisgreinarnar hjá eldri og yngri nemendum.

LDB

 

 

 

03.03.2014

Öskudagssprell

Minnum á árlegt öskudagssprell í íþróttahúsinu á öskudaginn.  Það hefst klukkan 10:30 með hæfileikakeppni grunnskólabarna og síðan verður húllumhæ, dans og söngur.

HDH

 

Upplestrarkeppnin

Undankeppni hér á Djúpavogi fyrir upplestrarkeppnina var haldin í kirkjunni. Nemendur í 7. bekk keppast um tvö sæti sem veitir þeim rétt til að keppa fyrir hönd Djúpavogsskóla á Höfn í mars á keppninni sem haldin verður þar að þessu sinni. Nemendur í 5. - 9. bekk fylgdust með keppninni að þessu sinni ásamt fjölskyldum keppenda. Tónskólinn sá um afþreyjingu á meðan dómarar réðu ráðum sínum. Það má með sanni segja að allir þátttakendur voru sigurvegarar þar sem þeir stóðu sig allir með stakri prýði. Þeir sem fara fyrir okkar hönd á Höfn eru Fanný Dröfn og Ísak. Hér með fréttinni má sjá myndir sem Viktor Logi tók fyrir skólann.

LDB

27.02.2014

Danssýning

Alla síðustu viku stóðu yfir dansæfingar hjá Guðrúnu Smáradóttur sem heimsótti okkur og kenndi nemendum skemmtilega snúninga. Endað var á glæsilegri danssýningu á föstudaginn var. Má sjá brot af þeim myndum sem teknar voru til að fanga frábæra stemningu.

LDB

Og þess má geta að foreldrafélagið styrkti danskennsluna um 100.000.- krónur sem er frábært.  Viljum við þakka þeim kærlega fyrir það !!

HDH

Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna

Úrslit í spurningakeppni  fermingarbarna á Austurlandi 2014  fór fram s.l. sunnudag 23. feb. eftir fjölskylduguðsþjónustu í Faskrúðsfjarðarkirkju. Þrjú lið kepptu til úrslita, þ.e. lið Djúpavogsprestakalls, lið Fáskrúðsfjarðar og lið Egilsstaða. Lið  Djúpavogsprestakalls sigraði eftir jafna og spennandi keppni, en liðið skipuðu þeir Ásmundur Ólafsson, Bergsveinn Ás Hafliðason og Jens Albertsson.

Þetta er í fjórða sinn sem spurningarkeppni fermingarbarna fer fram, en undankeppnin var á fermingarbarnanámskeiðinu í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn í haust. Lið Egilsstaða hefur unnið  s.l. 3 ár og því haldið farandbikarnum sem vinningsliðið fær, en nú er sá bikar kominn í Djúpavogskirkju og verður þar næsta ár og vonandi lengur. 

Spurningar keppninnar voru almenns eðlis, en tengdust einnig því sem unglingarnir eru að fræðast um í fermingarundirbúningnum. Liðið stóð sig vel, en sigur vannst ekki fyrr en í lokaspurningunni og þá var það þekking okkar drengja um upprisu Jesú Krists á páskadag sem færði liðinu sigurinn, það var ánægjulegt!

Til hamingju með árangurinn fermingarbörn.

Sóknarprestur.

 


Bergsveinn Ás, Ásmundur og Jens að keppni lokinni

Venjulegur skóladagur?

Það er ýmislegt gert til að brjóta upp kennslustarf og oftar en ekki birtar myndir af því. Þessa vikuna fer fram danskennsla í íþróttahúsinu þar sem allir nemendur taka þátt. Á meðan ekki er dansað er dagurinn ósköp venjulegur líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.

LDB

18.02.2014

Dagur leikskólans

Fimmtudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans.  Af því tilefni ætlum við að bjóða upp á ljósmyndasýningu á tjaldi í Við Voginn.  Sýningin verður látin rúlla frá 12:00 - 18:00 og eru þetta alls um 500 ljósmyndir af leikskólabörnum við leik og störf. 
Við hvetjum ykkur öll til að kíkja við, í Við Voginn á morgun og fá ykkur kaffisopa og horfa á fallegar myndir af fallegum börnum.

Starfsfólk leikskólans

Gjöf til skólans

Grunnskólanum barst höfðingleg gjöf um daginn, frá Fjölsmiðjunni í Reykjavík.  Þannig er að Þorleifur, fyrrverandi "bóndi" í Hamraborg er deildarstjóri tölvudeildar Fjölsmiðjunnar.  Þeir áttu 20 tölvuskjái sem þeir þurftu ekki að nota og datt Þorleifi þá í hug að mögulega væri þörf á þessum skjám hér á Djúpavogi.  Hann hafði samband við Ólaf Björnsson, yfirmann tölvumála í skólanum sem þáði skjáina með þökkum fyrir hönd skólans.

Myndirnar hér að neðan tók Ólafur af glöðum krökkum í grunnskólanum þegar skjáirnir voru komnir í hús.  Vil ég, fyrir hönd nemenda og starfsfólks skólans, senda Þorleifi og öðrum í Fjölsmiðjunni í Reykjavík okkar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

Halldóra Dröfn, skólastjóri

 

 

 

Fyrir jól

Í skólastarfi fyrir jól var mikið um að vera. Hluti kennslustunda fór í að föndra, eiga góðar og skemmtilegar stundir saman ásamt því að læra í hinum hefðbundnu greinum. Nemendur fengu myndavél lánaða í desember og hér má sjá það sem inn á henni fannst.

20.01.2014