Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Spurningakeppni grunnskólanna

Þeir Ragnar Sigurður, Óliver Ás og Guðjón Rafn tóku þátt í spurningarkeppni grunnskólanna, fyrir okkar hönd, sem haldin var í Egilsstaðarskóla. Strákarnir stóðu sig með mikilli prýði og unni fyrri riðil sinn á móti Nesskóla, 15 - 11. Í seinni riðli kepptu þeir á móti Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sem þeir unnu örugglega, 19 -4. Þar með erum við komin í 16 liða úrslit á LANDSVÍSU.

Næsta keppni mun fara fram eftir áramót líklega í gegnum fjarfundarbúnað.

Við bíðum spennt eftir því og hrópum ÁFRAM DJÚPAVOGSSKÓLI!

LDB

21.11.2013

Footloose

Það gátu allir verið sammála um það að vel hafi tekist til hjá nemendum Djúpavogsskóla við uppsetningu á dans og söngleiknum Footloose. U.þ.b. 100 gestir mættu á sýninguna sem tók góða tvo tíma. Myndirnar með fréttinni tala sínu máli.

LDB

11.11.2013

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu.  Í dag er hann haldinn hátíðlegur í þriðja sinn og er markmiðið með deginum að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er.
Við hvetjum alla til að nýta daginn til að hugleiða hvernig hægt er að stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla og beina athyglinni að því að koma í veg fyrir og uppræta það þjóðarböl sem einelti er.

Hægt er að undirrita þjóðarsáttmála gegn einelti á:  www.gegneinelti.is og hvet ég okkur öll til að sýna samhug í verki.

Munum svo að "öll dýrin í skóginum eiga alltaf að vera vinir."

HDH