Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Árshátíð Djúpavogsskóla

Söngleikurinn FOOTLOOSE verður settur á svið föstudaginn kemur kl. 18:00 á Hótel Framtíð.

Miðaverð

Fyrir einn     800  kr

Fyrir tvo     1.500 kr

Fyrir þrjá    2.000 kr

Frítt fyrir 0 - 16 ára og eldri borgara.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Nemendur og starfsfólk grunnskólans.

Æfingar fyrir Footloose

Þessa dagana standa yfir æfingar á söng og dansleiknum Footloose. Allir nemendur taka á einhvern hátt þátt í sýningunni, ýmist með leik, dansi, fréttapistlum, sviðsmynd og leikmunagerð. Á meðfylgjandi myndum má sjá hve skemmtilegt er hjá okkur í undirbúningi á árshátíð.

24.10.2013

Norræna skólahlaupið

Nemendur Djúpavogsskóla hlupu í dag 2,5 – 5 eða 10 km. Eftir hlaupið var boðið upp á ávexti og fóru nemendur að því loknu í sund. Veðrið var með besta móti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar af vef ÍSÍ.

 

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnaskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.

Markmið - með norræna skólahlaupinu er leitast við:

  • Að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan

Keppni:

Með norræna skólahlaupinu er keppt að því að sem flestir (helst allir) séu þátttakendur. Hver skóli sendir ÍSÍ skilagrein um árangur sinn þar sem fram kemur hve margir tóku þátt í hlaupinu og hve langt hver þátttakandi hljóp.

 

Þátttakendur geta valið hve langt þeir hlaupa þ.e. 2.5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal. Það skal tekið fram að fyrst og fremst er lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Mjólkursamsalan, MS, hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og samstarfsaðili að þessu verkefni er Íþróttakennarafélag Íslands.

LDB

10.10.2013

Námshestaverðlaun fyrir september 2013

Námshestar

Námshestaverðlaunin fyrir september voru afhent í dag. Fóru nemendur út í skógrækt þar sem nemendum var skipt í lið í fjársjóðsleit. Fyrst var þeim skipt í tvö lið og síðan í þrjú lið. Mjög ójafnt var þegar skipt var eftir aldri en skemmtilegri keppni þegar þrjú blönduð lið börðust um að koma fjársjóðnum í Aðalheiðarlundinn. Fjársjóðurinn var kassi með 10 ósoðnum hænueggjum. Að lokum fengu allir námshestar súkkulaði og sleikjó og var síðan ekið aftur í skólann í hefðbundna kennslu.

Myndir úr keppninni, og listrænar skógarmyndir teknar af nemanda, má sjá hér.  

07.10.2013