Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Skólabyrjun

Til foreldra / forráðamanna barna í grunn- og tónskólanum

Ég vil minna á að grunnskólinn og tónskólinn hefjast mánudaginn 2. september með opnu húsi.
Nemendur 1. bekkjar mæta klukkan 9:30 í grunnskólann
Nemendur 2. bekkjar mæta milli 10:30 og 14:00 í grunnskólann, þegar þeim hentar
Nemendur 3. - 10. bekkjar mæta milli 10:00 og 14:00 í grunnskólann,  þegar þeim hentar

Innritun í tónskólann fer fram frá 10:00 - 16:00 í tónskólanum.  Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum og velji hljóðfæri, auk þess sem skráð er í veltitíma o.fl.

Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 3. september klukkan 8:05.

Á miðvikudag eða fimmtudag fá foreldrar bréf í venjulegum pósti, með nánari upplýsingum, auk þess sem hefðbundnir skráningarmiðar í mötuneyti, lengda viðveru (1.-4. bekkur), drykkjarmiðar, upplýsingar um skráningu í tónskóla og Neistamiðar fylgja með.

Hlökkum til að starfa með ykkur í vetur,
f.h. starfsfólks grunn- og tónskólans,

Halldóra Dröfn, skólastjóri

Aukafundur í sveitarstjórn

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn í Geysi miðvikudaginn 14.ágúst kl 16:00.
Eina dagskrármálið  

1.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 ásamt umhverfisskýrslu
  vegna Axarvegar milli  Háabrekku og Reiðeyri.  

                                                                                                               Sveitarstjóri

Myndir frá grunnskólanum

Vegna anna hefur lítið verið sett inn af myndum frá grunnskólanum.  Það breytir þó ekki því að nóg var um að vera í maí og hef ég nú sett inn fjögur myndasöfn.

Það fyrsta er frá ratleiknum sem haldinn var í Hálsaskógi í maí. Smellið hér.

Næsta er frá heimsókn Reynis Arnórssonar, en hann var með kynningu á notkun reiðhjólahjálma. Smellið hér

Þriðja myndasafnið er frá Vordögunum, þegar nemendur 4. og 5. bekkjar fór inn á Teigarhorn með Rannveigu umsjónarkennaranum sínum.  Smellið hér.

Síðasta myndasafnið er frá gróðursetningu elris en nokkrir nemendur úr 4. og 5. bekk buðust til að hjálpa skólastjóra við að gróðursetja tré, sem skólinn fékk úr Yrkjusjóðnum.  Smellið hér.

HDH