Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Skólaslit og útskrift

Kæru íbúar Djúpavogshrepps

Laugardaginn 1. júní verða skólaslit grunn- og tónskólans, ásamt útskrift elstu nemenda leikskólans í Djúpavogskirkju. Athöfnin hefst klukkan 11:00 og eru allir velkomnir.
Að athöfn lokinni verða opin hús í grunn- og leikskólanum ásamt því að foreldrafélagið býður uppá grillaðar pylsur fyrir alla gesti, við leikskólann.

Skólastjóri 

Smíði

Stelpurnar í 5. bekk hafa verið að smíða þessi fallegu tímaritabox núna eftir áramót.  Þær voru skælbrosandi og fallegar hér fyrir utan skólann áðan, alsælar með nýju boxin sín.  HDH

21.05.2013

Frá bókasafninu

Frá og með þriðjudeginum 22. maí til og með 11. júní verður bókasafnið einungis opið einu sinni í viku þ.e. á þriðjudögum frá kl. 17:00 – 19:00.   Stefnt er að því að opna safnið aftur eftir sumarfrí í lok ágúst.  Nánar auglýst síðar.   

Bókasafnsvörður

"Allir öruggir heim"

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn í 1. bekk.  Það voru þau Kristborg Ásta og Reynir,frá Slysavarnarfélaginu Báru,  en þau komu færandi hendi með 8 öryggisvesti sem gjöf handa grunnskólanum en til notkunar fyrir 1. bekk.
Um er að ræða samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Alcoa Fjarðaáls, Dynjanda ehf, EFLU verkfræðistofu, Eflingu stéttarfélags, HB Granda, Isavia, Landsvirkjunar, Neyðarlínunnar, Tryggingamiðstöðvarinnar, Umferðarstofu og Þekkingar en þessir aðilar eru að gefa öllum skólum á landinu endurskinsvesti sem nota á í vettvangsferðum barna í 1. bekk.  Um 4400 börn eru í árganginum á landinu öllu. 

Djúpavogsskóli þakkar þessa höfðinglegu gjöf og mun að sjálfsögðu nota vestin eins og til er ætlast.  HDH

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar tónskólans verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 14. maí, klukkan 17:00 í Djúpavogskirkju.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur munu vígja nýju hljóðfærin sem keypt voru fyrir styrktarfé vegna Músik Festival og ríkir mikil gleði hjá nemendum og starfsfólki tónskólans með þau
Að afloknum tónleikum verður boðið uppá léttar veitingar í safnaðarheimilinu.
HDH .

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöðin lokuð mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí. 

                                                                                                                     Forstöðum. ÍÞMD

Ljóð unga fólksins

Ljóðasamkeppnin "Ljóð unga fólksins" hefur verið haldin á nokkurra ára fresti allt frá árinu 1998 undir merkjum Þallar, samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum.  Afraksturinn hefur alltaf verið gefinn út á bókum. 
Verkefnið var kynnt á haustdögum á skóla- og almenningssöfnum um land allt.  Skilafrestur var til 1. desember 2012 og bárust alls 920 ljóð í keppnina.  Í Djúpavogsskóla tóku nemendur 4. og 5. bekkjar þátt.

Sl. föstudag var tilkynnt að einn nemandi Djúpavogsskóla væri meðal þeirra höfunda sem fengju ljóðið sitt birt í bókinni "Ljóð unga fólksins 2013."  Þessi nemandi var Þór Albertsson og má sjá ljóðið hans hér að neðan. 

Sumar
Á sumrin er gaman
þá leika allir saman.
Svo er langur dagur búinn
og ég er svo lúinn
en ég vona
að næsti dagur verði alveg eins.   
ÞA 

Óska ég honum hjartanlega til hamingju.  Bókasafnsvörður