Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Skráningar í grunn- og leikskólann

Nú stendur yfir skipulagning fyrir næsta skólaár, bæði í grunn- og leikskólanum.
Foreldrar vinsamlegast athugið eftirfarandi:

Leikskóli:
Sækja þarf um vistun fyrir börn sem eiga að fá að koma inn í haust, eins fljótt og mögulegt er.
Tilkynna þarf um breytingar á vistunartíma þeirra barna sem nú er í leikskólanum, eins fljótt og mögulegt er.
Segja þarf upp vistun, ætli barn að hætta í leikskólanum, eins fljótt og mögulegt er.

Grunnskóli:
Tilkynna þarf til skólastjóra ef barn verður ekki í grunnskólanum næsta skólaár, eins fljótt og mögulegt er.
Senda þarf inn umsókn til skólastjóra fyrir lok maí, hyggist foreldri skrá barn sitt / börn sín í grunnskólann næsta haust.

Eyðublöð vegna leikskólans fást í leikskólanum.

Skráning og nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 899-6913.

Halldóra Dröfn,
skólastjóri Djúpavogsskóla

 

Bókasafnið lokað í dag

Bókasafnið er lokað í dag, fimmtudaginn 23. apríl.

Bókasafnsvörður

Músik Festival

Jæja !!!

Þá er komið að því.  Músik Festival, hjá nemendum tónskólans, verður haldið á Hótel Framtíð, föstudaginn 19. apríl klukkan 18:30.

Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá og verður allur aðgangseyrir nýttur til kaupa á nýjum hljóðfærum í tónskólann.

Fyrr í vetur auglýsti ég eftir styrktaraðilum til að hjálpa okkur við að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af slíku verkefni.  Móttökurnar hafa verið framar björtustu vonum og hafa fjölmörg fyrirtæki og félagasamtök styrkt okkur með háar og lágar fjárhæðir.  Þökkum við kærlega fyrir veittan stuðning.

Hvetjum við alla íbúa til að mæta og hlusta á frábæra krakka flytja flotta tónlist undir öruggri stjórn Józsefs og Andreu.

Verð inn á tónleikana er sem hér segir:

16 - 66 ára = 1.500.-
67 ára og eldri = 1.000.-
15 ára og yngri (grunnskólanemendur og yngri) = ókeypis.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Nemendur og starfsfólk tónskólans. 

Stoppum við gangbrautir !!!

Ég vil minna okkur öll á að gangbrautir eru fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Þegar veðrið er svona gott er mikið af börnum og fullorðnum á ferli og mjög mikilvægt að við sem förum ferða okkar á bifreiðum sínum fulla tillitssemi og stöðvum bílana okkar við gangbrautirnar og hleypum gangandi og hjólandi vegfarendum yfir.  
Einnig vil ég hvetja foreldra til þess að fara leiðina í skólann með börnunum sínum og kenna þeim hvar á að fara yfir götur, þannig að allir komist heilir á húfi á leiðarenda.  HDH 

Foreldrafundur vegna skóladagatals grunnskólans

Fundur verður haldinn með foreldrum grunnskólabarna til að ræða skóladagatal næsta skólaárs, þ.e. hvort foreldrar samþykkja að grunnskólinn verði 170 dagar í stað 180 daga eins og verið hefur sl. tvö skólaár.

Fundurinn verður haldinn þann 16. apríl, klukkan 16:30 í grunnskólanum.  HDH

Tilboð aldarinnar !!!

Nú eru tímamót í grunnskólanum á Djúpavogi.  Appelsínugula sófasettið sem prýtt hefur kaffistofu starfsfólks grunnskólans er til sölu.  Mikil eftirsjá er af settinu enda eru margar góðar minningar tengdar þessu fallega og níðsterka sófasetti.  Settið samanstendur af 3+2+1 sætum og er hægt að bjóða í það til og með 5. apríl, klukkan 15:00.  Verður það síðan selt hæstbjóðanda.HDH