Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Zumba/dansnámskeið

Guðrún Smáradóttir, danskennari, frá Neskaupstað verður að kenna dans í Djúpavogsskóla vikuna 8.-12. apríl.  Hún hefur áhuga á því að bjóða uppá námskeið í Zumba og dansnámskeið fyrir fullorðna ef næg þátttaka fæst.

Boðið verður uppá þrjá Zumbatíma í vikunni og kostar hver tími 1.000.- fyrir fullorðna en 500 krónur skiptið fyrir 8.-10. bekk.

Boðið verður uppá þrjá danstíma í vikunni og kostar hver tími 1.000.- á mann.  Lágmark 10 manns.

Skráningarblöð hanga uppi í Íþróttamiðstöð.  Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem fyrst þannig að Guðrún viti hvort af þessu getur orðið eða ekki.  HDH

 

Djúpavogsskóli auglýsir

Menntaða grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Heimilisfræði, um 6 kst., textílmennt um 6 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 12 kst., tungumál um 16 kst., íþróttir og sund um 12 kst., samfélagsgreinar á mið- og unglingastigi um 7 kst., stærðfræði á mið- og unglingastigi um 12 kst.

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 6. bekk, u.þ.b. 70% starf.

Þá vantar menntaða leikskólakennara við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Sérkennsla 75% starf
Leiðbeinendur á yngri og eldri deildum, samtals 1x 100% staða og 3 x 75 stöður

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 90-100% starf

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 899-6913.  Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2013.

Skólahreysti

Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega í Skólahreysti og enduðu í 6. sæti.  Þórunn Amanda gerði sér lítið fyrir og sigraði armbeygjukeppnina og óskum við henni og krökkunum til hamingju með flotta frammistöðu.

Klappliðið var líka til fyrirmyndar og skörtuðu þau gulu Neistagöllunum, ásamt því að skreyta hár sitt og andlit í gulum og páskalegum lit.

Á myndinni sem fylgir með fréttinni má sjá Þórunni í viðtali við sjónvarpsfólkið sem kemur alltaf með.  Þátturinn frá Egilsstöðum verður sýndur á RÚV þann 26. mars.
Það verður spennandi að fylgjast með á næsta ári því þeim hefur farið ótrúlega mikið fram.  HDH

Frá bókasafninu

Bókasafnið verður lokað þriðjudaginn 26. mars í dymbilvikunni.

Bókasafnsvörður

Skólahreysti

Nú er u.þ.b. hálftími þar til keppni í Skólahreysti lýkur á Egilsstöðum.  Mikil spenna var meðal stuðningsmanna keppenda áður en þau lögðu af stað í morgun, full bjartsýni og alveg dásamlegir unglingar, öll klædd í gular Neistatreyjur en liturinn okkar í ár er einmitt gulur.
Við sendum Annýju, Þórunni, Bjarna og Guðjóni alla þá orkustrauma sem við eigum .............  HDH

1. bekkur í smíðakennslu hjá 9. og 10. bekk

Það er töluvert um fjarvistir vegna veikinda hjá nemendum og kennurum í grunnskólanum þessa dagana. Til að mynda vantaði í dag helminginn af 1. bekk og þó nokkra í 9. og 10. bekk. Auk þess vantaði smíðakennarann. Vegna þessa var brugðið á það snilldarráð að láta nemendur 9. og 10. bekkjar sjá um smíðakennslu hjá 1. bekk. Elstu nemendurnir voru ekki í miklum vandræðum með að finna námsefnið eins og sjá má á á meðfylgjandi myndum.

ÓB

Stóra upplestrarkeppnin

Í lok febrúar kepptu nemendur 7. bekkjar í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Djúpavogskirkju.  Fimm nemendur kepptu um tvö laus sæti til að fara fyrir hönd skólans til Hornafjarðar.  Mjög jöfn og spennandi keppni fór fram í kirkjunni og fór það svo að Bergsveinn Ás Hafliðason og Jens Albertsson voru valdir sem fulltrúar skólans.  Þeir fóru síðan ásamt fullri rútu af stuðningsfólki til Hornafjarðar í gær þar sem þeir öttu kappi við 10 nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar og 1 nemanda úr Grunnskólanum Hofgarði.  Fór það svo að Bergsveinn Ás bar sigur úr býtum en stúlkur úr Grunnskóla Hornafjarðar lentu í 2. og 3. sæti.  Óskum við Bergsveini innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.   Myndir eru hér.                     HDH