Djúpivogur
A A

Grunnskóli

12.12.2012

Eins og víða annars staðar sló klukkan 12 mínútur yfir 12 í Grunnskóla Djúpavogs þennan 12. dag 12. mánaðar ársins 2012.

Í tilefni þess stilltu nemendur í 2. og 3. bekk sér upp með Þórunnborgu til að festa á mynd þessa sérstöku stund.

ÓB

 

 

 

 

 

 

Lestrarátakið í grunnskólanum

Í desember hefur staðið yfir lestrarátak í grunnskólanum.  Við settum upp gervijólatré, skreyttum það með ljósum og stilltum því upp á ganginum.  Síðan hafa nemendur smám saman verið að skreyta það, með bjöllum, kertum, hjörtum og fleira skrauti úr pappír.  Á hvert skraut skrá börnin nafnið sitt, nafn bókarinnar og fjölda blaðsíðna.  Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni er tréð orðið hæfilega skreytt og hætt við að ofskreyting gæti átt sér stað ef börnin verða dugleg að lesa þessa viku sem eftir er af skólanum, fram að jólafríi.  HDH

Árshátíðin - til sölu!!

Nú er verið að leggja síðustu hönd á DVD diskana með "Bugsy Malone", árshátíð grunnskólans.
Diskarnir fara í sölu í næstu viku.
Þeir sem hafa áhuga geta lagt inn pöntun á skolastjori@djupivogur.is.  Diskarnir kosta 1.500.- stykkið.

Diskarnir verða svo til sölu í versluninni "Við Voginn", frá og með miðvikudeginum 12. desember.

Diskarnir eru kjörnir í jólagjafir handa ömmum og öfum, frænkum og frændum um land allt :)

HDH

Jólaföndur foreldrafélagsins

Mikið var um dýrðir í grunnskólanum sl. fimmtudag.  Foreldrafélagið stóð fyrir árlegu jólaföndri auk þess sem nemendur 6.-8. bekkjar buðu uppá dýrindis kræsingar á kaffihúsinu. 
Mjög margir lögðu leið sína í skólann.  Mikið var föndrað, spjallað, hlegið og borðað.

Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna.  Myndir eru hér
HDH og foreldrafélagið.