Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Breyting á opnunartíma bókasafnsins í dag.

Bókasafnið verður opið frá 19:10 - 20:00 í dag, fimmtudaginn 29. nóvember. 
Jólabækurnar eru byrjaðar að koma í hús. 

Bókasafnsvörður

Hreyfing og einbeiting

Þessa grein fékk ég senda frá foreldri sem á börn í grunn- og leikskólanum.
Þetta eru áhugaverðar "pælingar" og alveg þess verðar að skoða þæ

Ef þú ekur með barnið þitt í skólann dregur þú úr náms- og einbeitingarhæfni þess það sem eftir lifir dags. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem hið danska rannsóknarsetur OPUS framkvæmdi en frá þessu er sagt á vef Politiken.

Fæðan skiptir minna máli
Upphaflega átti rannsóknin sem náði til 20.000 grunnskólabarna, að snúast um hve mikilvægur morgunmatur væri fyrir námsárangur og einbeitingu barna en í ljós kom að morgunmaturinn skiptir minna máli og það sem er í nestisboxinu hefur lítil áhrif á námsgetu barnanna eftir nestistímann. Niðurstöðurnar þykja áhugaverðar þar sem þær sýna að börn ná betri einbeitingu við námið ef þau hafa gengið, hjólað eða farið á línuskautum eða hjólabretti í skólann.

Áhugaverðar niðurstöður
„Það var athyglisvert að komast að því að sú hreyfing sem börnin fá við það að koma sér sjálf í skólann hefur enn áhrif fjórum tímum síðar. Mjög athyglisvert. Þetta kemur þó ekkert á óvart ef við hugsum út í það hvernig okkur líður eftir morgunhlaupatúrinn,“ segir dr. Niels Egelund, prófessor við Árósaháskóla, en hann er einn þeirra sem stóðu að rannsókninni.


Ég vil þó ekki gera lítið úr mikilvægi þess að borða hollan og góðan morgunverð og hafa hollt og gott nesti meðferðis en hreyfingin skiptir líka mjög miklu máli.  HDH

 

 

 

29.11.2012

Glaðar og góðar !!

Enn voru kvenfélagskonur að gefa Djúpavogsskóla góðar gjafir.
Fyrir nokkru gáfu þær Íþróttamiðstöðinni / grunnskólanum sundblöðkur að andvirði 100.000.- Koma þær sér mjög vel í sundkennslu grunnskólabarnanna.
Í morgun fengum við síðan pakka í leikskólann, þroskaleikföng með seglum að andvirði 60.000.-  Þeir Fabian, Marjón, Gergö og Sævar Atli tóku við gjöfinni f.h. barnanna og kvenfélagskonurnar Ingibjörg og Bergþóra, sem starfa í leikskólanum afhentu þeim gjöfina formlega.

Enn og aftur vil ég þakka öllum þessum frábæru kvenfélagskonum fyrir velvilja í garð Djúpavogsskóla og barnanna á Djúpavogi.  Þær lengi lifi !!!   HDH

Gestavika í Djúpavogsskóla

Næsta vika, 19. - 23. nóvember er GESTAVIKA í Djúpavogsskóla.  Þá eru allir íbúar sérstaklega velkomnir í skólann.  Hægt er að heimsækja grunn- og tónskólann á þeim tímum sem skólarnir eru opnir en heimsóknartími í leikskólann er sem hér segir:
Krummadeild 9:00 - 11:30 og 14:00 - 16:00
Kríudeild 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Ýmis verkefni verða til sýnis í grunn- og leikskólanum sem gaman er að skoða.

Starfsfólk og nemendur Djúpavogsskóla

Afleysingar í Bjarkatúni

Starfsmann vantar í afleysingar í Bjarkatúni, 22., 23., 26. og 27. nóvember.
Vinnutími frá 8:00 - 14:00
Umsóknarfrestur er til 16:00 þann 20. nóvember.  Áhugasamir hafi samband við Halldóru í síma:  478-8832, 899-6913 eða á netfangið:  skolastjori@djupivogur.is

Skólastjóri Djúpavogsskóla

Pennasala um helgina

 

Nemendur í 6. 7. og 8. bekk munu ganga í hús um helgina til að selja penna, til styrktar Félagi heyrnleysingja. Sölulaun nemendanna rennur í ferðasjóð þeirra þar sem farið verður í skólaferðalag í vor.

Vinsamlega takið vel á móti krökkunum.

LDB.

Árshátíðin

Ég ætla að mæta á árshátíðina á morgun.  En þú?
Auglýsingin er hér.  HDH