Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Bókasafnið lokað í kvöld

Bókasafnið verður lokað í kvöld fimmtudaginn 27. september.

Bókasafnsvörður

Haustganga

Kæru foreldrar / forráðamenn

Ég minni á Haustgöngu grunnskólans sem verður farin á morgun, þriðjudaginn 25. september.
Börnin mæti með nesti, eins og venjulega, í góðum skóm og klædd eftir veðri.
Lagt verður af stað frá grunnskólanum 9:45 og komið til baka, í síðasta lagi 12:30.
Kennt verður fyrstu tvo timana og eftir hádegi, skv. stundaskrá.
Neistatímar og tónskólinn halda sér eftir hádegi.  Veltitímar frá 9:45 - 12:30 falla niður.

Skólastjóri

24.09.2012

Foreldrakynning

Árleg foreldrakynning, fyrir foreldra Djúpavogsskóla, verður haldin í grunnskólanum, miðvikudaginn 26. september klukkan 17:00.  Vinsamlegast athugið að kynningin er sameiginleg fyrir grunn-, leik- og tónskólann.  Á kynningunni verður farið yfir komandi skólaár og ýmislegt fleira.

Að kynningunni lokinni verður aðalfundur foreldrafélags Djúpavogsskóla.  Af núverandi stjórn ætlar eitt foreldri að gefa kost á sér aftur, búið er að kjósa fulltrúa starfsfólks grunnskólans, þannig að enn vantar þrjá í stjórn.

Vonast til að sjá ykkur sem flest. 
Skólastjóri

Litluskólamótið í fótbolta

Á morgun laugardag verður haldið litluskólamótið í fótbolta. Neisti og Djúpavogsskóli hafa boðið nemendum annarra smáskóla að taka þátt í þessu móti. Fyrirkomulagið er að í hverju liði spila 5 inná vellinum í einu, hægt er að hafa varamenn og skipta stöðugt inná. Þessir 5 í hverju liði  eru af báðum kynjum og í dreifðri aldursröð. Í yngri hópum spila nemendur í 1. - 5. bekk og eldri hópar samandstanda af nemendum í 6. – 10. bekk.

Við eigum von á þremur liðum frá Brúarási og tveimur liðum frá Stöðvarfirði. Með þeim verða foreldrar og aðrir í klappliði.

Mótið hefst klukkan 10:30 og eru allir hjartanlega velkomnir til að horfa á og hvetja unga fólkið okkar. Foreldrar nemenda í 2. og 3. bekk munu bjóða upp á léttar veitingar á meðan á mótinu stendur.

Allir þátttakendur fá frítt í sund. Athugið reglur um fylgdarmenn barna undir 10 ára aldri.

Stjórn Neista

Fundur í umhverfisnefnd

Fundur var haldinn í umhverfisnefnd Djúpavogsskóla 10. sept. 2012.  Fundargerðin má finna undir Grænfáni hér til vinstri á síðunni.  HDH

Djúpavogsskóli lokaður

Vegna haustþings starfsfólks í grunn-, leik- og tónskóla verður Djúpavogsskóli lokaður á morgun, föstudaginn 14. september.

Skólastjóri

Haustæfingar Neista

 

Hér að neðan má sjá æfingatöflu Neista á vorönn.Tími 

Mán 

Þri 

Mið 

Fim 

Fös 

 

13:00 – 13:40

 

 

 

Íþróttir

0. og 1.

 Fótbolti

0. og 1.

 

13:00 – 13:40

 

 

 

 

Sund 2. og 3.

 

13:40-14:20 

Frjálsar

1. til  3.

Fótbolti

1. til 3.

Fótbolti 

1. til 3.

Íþróttir

2. og 3. 

Stelpur fótbolti

 

14:20-15:00

Frjálsar

 4. til 10. b.

Fótbolti 

4. til 6.

Fótbolti 

4. til 6.

Íþróttir

4. til 10. 

4. til 10.  fótbolti strákar

 

14:20-15:00

 

 

 

 

Sund 4. til 6.

 

15:00-15:40

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

 

 

15:00-15:40

Sund

4. – 6.

 

 

 

 

XX

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Líkt og sjá má á fundargerð hér á vefnum hefur verið skipulagt samstarf Neista og leikskóla með þeim hætti að þjálfari sækir börnin á leikskólann þar sem starfsmenn hafa þau tilbúin 10 mínútum fyrir æfingu. Foreldrar sjá svo um að sækja börn sín.

Stjórn Neista.

Gangbraut og "Göngum í skólann"

Eins og flestir íbúar hafa séð er búið að mála þessar fínu gangbrautir og bílastæði við grunnskólann og íþróttamiðstöðina.  Í gegnum tíðina hafa borist ábendingar til skólastjóra varðandi það að börnin séu að hlaupa yfir göturnar - hér og þar og allstaðar - og oft hafi legið við slysi.
Á kennarafundi í síðustu viku var ákveðið að við tækjum okkur góðan tíma í að kenna börnunum að fara yfir gangbrautirnar þegar þau fara í matinn og teljum við að það eigi eftir að ganga vel.

Viljum við því biðja þá foreldrar, sem sækja börnin sín í mat og alla þá sem leið eiga um þetta svæði á skólatíma að sýna tillitssemi, stoppa fyrir börnunum og hjálpa þeim að nýta gangbrautirnar eins og til er ætlast.

Þá viljum við einnig vekja athygli á því að næsta mánuðinn stendur yfir verkefnið "Göngum í skólann" og því margir á ferðinni - gangandi og hjólandi, bæði börn og fullorðnir.

HDH

Neistatímar haust 2012

Kæru foreldrar Neistabarna

Núna fyrstu tvær vikurnar í skóla og Neistatímum verður fínpússun á tímum svo endanleg tafla verði til. Við viljum bjóða alla krakka velkomna í alla tíma hjá þeirra aldurshóp fyrstu tvær vikurnar. Eftir það festa þau sig í ákveðnum tímum. Engir tímar eru felldir niður þar sem aðsókn í tíma er góð. Við erum hins vegar að reyna eftir fremsta megni að þjappa töflunni svo dagurinn verði styttri.

Þjálfarar í ár eru Ester Sigurásta með sund og íþróttir, Óðinn verður fótboltaþjálfari og einnig með frjálsar íþróttir og Hörður verður með honum í þeim tímum. Albert hefur gefið kost á sér í afleysingar.

Þær breytingar á töflu sem við sjáum strax er á þriðjudögum að sund hjá 7. – 10. bekk færist fram um einn tíma, fara þá nemendur beint úr kennslu í sundþjálfun og er þá skóladagurinn búinn kl. 15.

Samkvæmt skráningum í dag er metþátttaka í stelpu fótbolta, frjálsum íþróttum yngri og íþróttum eldri. Hlökkum við til að vinna með þjálfurum, nemendum og foreldrum í vetur. Foreldrar eru ávallt velkomnir í tíma. Það er mjög hvetjandi fyrir nemendur að fá foreldra í heimsókn.

Stjórn Neista

Fundargerð

Fundargerð

Fundur var haldinn í grunnskólanum  20. ágúst 2012.  Á fundinn voru boðaðir fulltrúar frá Umf. Neista, foreldrafélagi grunnskólans og fræðslunefnd grunnskólans.  Fundurinn hófst klukkan 14:05.

Ástæðan fyrir fundarboðinu var niðurstaða úr sjálfsmati leikskólans en þar kom fram óánægja hjá nokkrum foreldrum með fyrirkomulag Neistatíma - á starfstíma leikskólans.

Á fundinn mættu:  Halldóra Dröfn, Lilja Dögg, Kristborg Ásta og Ester Sigurásta.

1.       Rætt um samstarf Neista og leikskólans .

Halldóra gerði grein fyrir niðurstöðum sjálfsmatsins á leikskólanum.  Fundarmenn ræddu ýmsar útfærslur á þessu og m.a. hvort það ætti yfirhöfuð að bjóða leikskólabörnum uppá að mæta í Neistatímana.

Fundarmenn voru sammála um að það væri mikilvægt fyrir foreldra og börnin að hafa þennan möguleika því oft er kominn ákveðinn þreyta í börn á síðast ári leikskólans og hreyfing því mikilvæg fyrir fjöruga krakka.

Halldóra sagði frá því að hreyfing væri stór hluti af starfinu á leikskólanum og væri mjög vel að því staðið.  Þá sagði hún einnig frá því að stefnt væri að því að bjóða elsta árganginum í leikfimi með 1. bekk annan hvorn mánudag, eins og verið hefði að hluta sl. vetur. 

Fundarmenn samþykktu einróma að mikilvægt væri að foreldrar og börn hefðu þennan möguleika - að mæta í Neistatímana en að gera þyrfti ákveðnar breytingar þannig að um samstarf yrði að ræða.  Fyrirkomulagið í vetur verði þannig:

a)      Starfsmenn leikskólans sjá til þess að börnin séu tilbúin í fataklefanum 10 mín. áður en tíminn hefst.

b)      Starfsmaður / þjálfari Neista, sækir börnin og fylgir þeim upp í íþróttahús

c)       Foreldrar sækja börnin og skila þeim í leikskólann eða taka þau heim (fer eftir vistunartíma barnsins).

2.       Rætt um samstarf Neista og grunnskólans

Fundarmenn gerðu drög að stundatöflu fyrir grunnskólann og Neista.  Erfitt er að pússla þessu öllu saman þar sem taka þarf tillit til ýmissa þátta.

Einnig er ekki búið að ráða þjálfara í allar stöður og er eins víst að einhverjar breytingar þurfi að gera þegar þjálfaramálin eru komin á hreint.

Neistakonur ætla að hittast aftur og fara yfir málið J

3.       Önnur mál

Önnur mál engin.  Fundi slitið 15:50.

Halldóra Dröfn, fundarritari

Göngum í skólann

"Göngum í skólann" átakið hefst miðvikudaginn 5. september.  Eins og undanfarin ár er Djúpavogsskóli þátttakandi í verkefninu.   Í ár verður Göngum í skólann haldið í sjötta sinn hér á landi. Því lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 3. október. Sem fyrr verður lögð áhersla á að börn gangi eða hjóli til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.

HDH