Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Heimsókn frá Möguleikhúsinu

Þriðjudaginn 29. maí fengum við góða gesti í heimsókn í leikskólann.  Foreldrafélagið keypti sýninguna "Gýpugarnagaul" og var öllum börnum leikskólans, ásamt 1.-4. bekk úr grunnskólanum boðið á sýninguna.

Var hún mjög skemmtilega og skemmtu börnin og fullorðna fólkið sér hið besta.  Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir að bjóða okkur á þessa skemmtilegu sýningu.  Myndir eru hér.  HDH

Skólaslit og útskrift

Laugardaginn 26. maí, klukkan 11:00 verða skólaslit grunn- og tónskólans og útskrift elstu nemenda leikskólans í Djúpavogskirkju.  Að athöfn lokinni verður opið hús í grunnskólanum þar sem verk nemenda verða til sýnis.
Allir velunnarar Djúpavogsskóla eru velkomnir.  HDH

Háskóli unga fólksins

Í fyrra fengum við smjörþefinn af því sem Háskóli unga fólksins stendur fyrir þegar unglingastigið fór til Hafnar í Hornafirði á Háskólalestina. Vika í námskeiðum er haldin í Reykjavík og hvetjum við foreldra ásamt börnum að kynna sér hvað sé í boði.

Í ár verður bryddað upp á ýmsum nýjungum í framboði námskeiða. Meðal annars verður hægt að sækja námskeið í kínversku, ritlist, indíánum í Mið-Ameríku, listasögu, heimspeki, Evrópufræði og tómstunda- og félagsmálafræði. Auðvitað verða "gömul og góð" námskeið einnig á sínum stað.

Skráning í Háskóla unga fólksins er hafin en hún fer alfarið fram með rafrænum hætti í gegnum heimasíðuna www.ung.hi.is undir flipanum "Skráning". Allir grunnskólanemendur í 6. - 10. bekk geta skráð sig þar í fjölmörg námskeið sem verða í boði í ár dagana 11. - 15. júní nk. á háskólasvæðinu. Við reiknum með að sæti í Háskóla unga fólksins fyllist á allra næstu dögum og hvetjum því áhugasama að skrá börn sín hið fyrsta.

Háskóli unga fólksins hefur varið haldinn ár hvert frá 2004 og notið mikilla vinsælda. Hægt er að fylgjast með skólanum á heimasíðunni: www.ung.hi.is og á Facebook síðunni:

http://www.facebook.com/pages/H%C3%A1sk%C3%B3li-unga-f%C3%B3lksins-HUF/196229883748644

22.05.2012

Lestrarátak grunnskólans

Eins og búið var að lofa höfum við tekið saman upplýsingar um lestrarátakið í grunnskólanum, sem stóð yfir í um 6 vikur.  Nemendur lásu alls 258 bækur, meðaltal á nemanda 5 en sá sem las flestar bækur las 16 stk. 

Alls voru lesnar 20.277 blaðsíður sem gera 298 bls. að meðaltali á nemanda en sá nemandi sem las flestar bls. las 2571 bls.

Hér meðfylgjandi eru súlurit þar sem skoða má frammistöðu milli bekkja / nemenda og er það niðurstaða þessa lestrarátaks að 1. og 2. bekkur sigra í fjölda bóka en 3. og 4. bekkur sigra í fjölda lesinna blaðsíðna.  Súluritin má skoða hér.  HDH

 

 

Ratleikurinn 2012

Ratleikur grunnskólans fór fram þriðjudaginn 8. maí sl. Þemað að þessu sinni var Afríka og hét hvert lið eftir einhverju ríki í þeirri heimsálfu.

Búið var að koma fyrir stöðvum um allan bæ, sem keppendur þurftu að finna og leysa þraut á hverri þeirra. Óhætt er að segja að krakkarnir hafi fengið öll sýnishorn af veðri þennan dag, alveg frá sólskini og blíðu yfir í svartaél og var það síðarnefnda kannski ekki alveg í anda Afríku.

Síðasta þrautin var á sparkvellinum þar sem nemendur áttu að semja og flytja lag við mismunandi þemu, t.d. ósk um rigningu, ósk um góða veiði, ósk um frjósemi o.s.frv.

Að lokum stóð liðið Sierra Leone uppi sem sigurvegari og fékk í verðlaun ísveislu í versluninni Við Voginn.

Myndir frá keppninni má sjá með því að smella hér.

ÓB

21.05.2012

Stuðningsfulltrúa vantar í liðveislu í grunnskólann

Stuðningsfulltrúa vantar til liðveislu við nemanda í 5. bekk, í u.þ.b. 60% starf frá 3. september 2012 – 31. maí 2012.  Umsóknarfrestur er til 25. maí 2012.  Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478-8246 og 899-6913 eða á netfanginu skolastjori@djupivogur.is

HDH

Myndir af brandönd

Hér má sjá myndir af brandandarpari sem var við leik í gær á vatninu við svokallaðar Selabryggjur á Búlandsnesi. AS 

Djúpavogshreppur auglýsir: Sumarvinna 2012

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2012:

1.    UNGLINGAR

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2012 sem hér greinir:

8. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
9. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
10. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.    

Umsóknarfrestur til 25. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins)

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

2.    STARFSMENN Í ÁHALDAHÚSI

Djúpavogshreppur auglýsir eftirt. tímabundin sumarstörf til umsóknar:
Auglýst eru allt að 4 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. (Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum).  

Umsóknarfrestur til 25. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.)

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

 

Sveitarstjóri

Próftafla

Próftöflu vegna vorprófa hjá 5.-10. bekk má finna hér.  HDH

11.05.2012

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar tónskólans verða haldnir í Djúpavogskirkju föstudaginn 11. maí, klukkan 18:00.

Allir velkomnir.

Skólastjóri