Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Páskasögur

Þau páskarnir séu liðnir, fyrir nokkru, þá langar mig að birta hér nokkrar skemmtilegar páskasögur sem krakkarnir í 3. og 4. bekk skiluðu til umsjónarkennara rétt fyrir páskana.  HDH

Páskaunginn fer í súkkulaðilandið

Einu sinni var ungi sem ætlaði að fara í ferðalag. Hann leit á landakortið til að leita sér að rétta staðnum. Svo sagði hann „úúúúú, Súkkulaðilandið, ég ætla að fara þangað“. Svo lagði hann af stað. Hann labbaði og labbaði . Á leiðinni hitti  hann mús, skjaldböku, héra, uglu,svín og hest.  Já ég er kominn, loksins. Þegar unginn var að tjalda við tré þá sagði einhver „Velkominn til Súkkulaðilandsins. Það var tréð. „Takk fyrir“, sagði unginn. Þetta var súkkulaðitré. Þá sagði tréð „Þú mátt taka af  mér súkkulaði, alltaf. „Takk“. Næsta morgun borðaði unginn svo  mikið að hann var að deyja. Úúúúfff. Svo allt í einu sprakk unginn.“ Obobob ææóó“ sagði tréð . „Ekki gott“.  (Íris Antonía)

Páskaunginn

Einu sinni var stelpa sem hét Lísa. Einn daginn fann Lísa egg og fór með það inn. Ungi klaktist út og þegar hann var stór verpti hann páskaeggi á hverjum páskum. (Viktor Logi)

Páskar

Einu sinni voru páskaungar sem áttu heima í súkkulaðiverksmiðju.  Annar var stór en hinn lítill. Litli unginn langaði svo mikið í páskaeggið sem stóri bróðir hans hafði keypt.  Hann var alltaf að suða í stóra bróður sínum.  Svo faldi stóri unginn eggið og þá fékk hann frið.  (Þór)

Páskar

Þennan skírdag var ég að kaupa páskaegg og ég fékk númer 40. Þrem dögum síðar voru páskar og ég borðaði og borðaði og borðaði yfir mig. Nú langar mig að fá númer 1000.  (Katla Rún)

Lilli páskaungi

Einu sinni á fjarlægri eyju var páskaungi sem hét Lilli. Hann var að búa til súkkulaðiegg handa páskakonungi.  Olga vildi að hún yrði best í öllu, en Lilli hann vissi ekki að hún væri öfundsjúk.  Hann setti 40 gúmmíkalla, 64 súkkulaði og 90 karamellur í páskaeggið sem var númer 400 að stærð. Vinur hans sagði við hann. „Komdu út Lilli“.  „Ókey“ sagði Lilli. Þá kom Olga og skemmdi allt. Lilli gaf því lítið páskaegg en konungurinn var ánægður og sagði „Það skptir engu máli hvort eggið er stórt eða lítið, ég verð alltaf þakklátur“ . Hann kom til Lilla og sagði „Þúsund þakkir“.  Olga var rekin en hún fékk sér annan unga.  Þetta er sagan um að vera þakklátur.  (Viktoría Brá)

Páskaunginn

Einu sinni var lítill páskaungi sem var á páskaeggi nr. 4 í búðinni. Honum leiddist mikið og kveið fyrir því hver myndi kaupa hann.  Einn dag kom lítil stelpa með foreldrum sínum í búðina til að kaupa egg. Hún skoðar fullt af eggjum og þegar hún sá eggið með Unganum þá fannst henni Unginn brosa til hennar.  Hún stillti Unganum uppá hillu heima hjá sér og lék við hann alla daga.  Unginn var mjög glaður.   (Ísabella Nótt)

Páskaunginn

Einu sinni  var páskakanína sem hét Palli, hann átti pabba  og  mátti  koma  með honum í vinnuna.  Þar voru búin til páskaegg ,súkkulaðidropar, sykurpúðar og fullt meira.  Kalli pabbi hans Palla var stjóri yfir páskavinnunni og  átti aðstoðarmann sem hét Úlli og þegar Palli varð stór báru þeir páskaeggin út og báru til einnar stelpu . Um nóttina sá stelpan páskakanínurnar.  Hún stökk niður með myndavélina en þá voru þeir farnir.  Svo leið nóttin  og stelpan tók nokkrar myndir og á einni myndinni sást í skottið á Palla og þau leituðu að páskaeggjum og borðuðu þau auðvitað.  (Diljá Ósk)

Páskadagur.

Á hverju ári fæ ég páskaegg.  Og mamma og pabbi fela það.  Stundum fæ ég og strákarnir að fela páskaeggin mömmu og pabba. (Eydís Una)

Páskaunginn

Einu sinni var páskaungi . Hann átti afmæli 27. mars. Hann var blár og honum fannst gaman að leika við vini sína. Besti vinur hans var Kári.  (Guðrún Lilja)

Páskaferð

Ég fer 30. mars til mömmu og verð þar um páskana.  Ég fæ páskaegg númer 10. Svo ætla ég bara að hafa gaman um páskana. (Camilla Rósey)

Páskasaga

Einu sinni um páskana var páskaungi og páskakanína, þau voru vinir. Þau voru að vinna saman að því að búa til páskaegg fyrir börnin. Þau fóru  með páskaegginn í bátinn og þau sigldu til barnanna og þá fengu sumir númer 40 eða 1000 og þau voru ánægð.  (Hafrún Alexía)

18.04.2012

Rödd þjóðarinnar á Djúpavogi

Í morgun mætti galvaskur í Grunnskóla Djúpavogs Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra. Hann vinnur að mjög skemmtilegu verkefni sem snýr að því að fá sem flesta Íslendinga til að syngja inn á lagið hans, sem ber nafnið Ísland.

Það var því fyrsta verk nemenda skólans þegar þeir mættu í morgun að syngja inn á þetta fallega lag, en takmark Halldórs er að fá 10% þjóðarinnar, 30.000 manns, til að syngja inn á lagið. Eftir heimsóknina á Djúpavog var talan komin upp í 926.

Lagið er stórt og mikið og eru margir sem koma að flutningi þess, þ.á.m. Fjallabræður, hljómsveit Fjallabræðra, Unnur Birna Björnsdóttir og Lúðrasveit Vestmannaeyja. Einsöng í laginu syngur Unnur Birna sem einnig kom að því að semja lagið.

Sjálfur segir Halldór um verkefnið:

"Eftir að lagið fór að taka á sig mynd kviknaði sú brjálaða hugmynd að leggja af stað í það verkefni að ná að fanga „Rödd Þjóðarinnar“ inn á lokakafla lagsins. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef eru 10% þjóðarinnar skilgreiningin á rödd þjóðarinnar og hana ætla ég að fanga."

Á heimasíðu verkefnisins, www.thjodlag.is, segir að markmiðið með þessu öllu saman sé að reyna að sameina þjóðina í söng. Það sé alveg klikkað ef að heil þjóð tekur sig saman í söng, það hlýtur bara að vera einsdæmi. Að verkefninu loknu verður lagið og myndbandið gert aðgengilegt öllum að kostnaðarlausu á vefsíðu verkefnisins sem verið er að vinna að.

Við þökkum Halldóri Gunnari fyrir skemmtilega heimsókn og óskum honum velfarnaðar í þessu stóra og skemmtilega verkefni.

ÓB

 

Lestrarátaki lokið

Nú er lestrarátaki nemenda í grunnskólanum formlega lokið, þó nemendur séu að sjálfsögðu hvattir til að lesa áfram.
Eins og sjá má af trénu okkar góða eru greinarnar farnar að síga undan þunga laufblaðanna sem eru orðin ansi mörg.
Nemendur 5.-7. bekkjar ætla að taka laufblöðin niður af trjánum og vinna með þau í stærðfræði, útbúa súlurit o.m.fl.  Við leyfum ykkur örugglega að fylgjast með hvaða niðurstöðum þau komast að.  HDH

Annað bréf frá Ernst-Friedrich

Eins og einhverjir lesendur heimasíðunnar muna kannski eftir fengum við í grunnskólanum skemmtilegt bréf frá þýskum ferðamanni, sem ég birti á heimasíðunni 16. desember sl.  Ég fékk börnin í viðverunni til að búa til fallegt jólakort og síðan svaraði ég bréfinu til Ernst-Friedrich.  Þann 29. mars fékk ég svo tölvupóst frá Ernst sem mig langar til að deila með ykkur hér á síðunni.
Ég held að við getum titlað Ernst-Friedrich sem sérstakan vin Djúpavogs, frá og með þessum degi.  Bréfið hans kemur hér á eftir.  HDH

Lörrach, 29. mars 2012

Komdu sæl og blessuð, Halldóra!

Það var stór gleði að fá bréfið þitt og jólakort barnanna! Þakka ykkur kærlega fyrir það! Fyrirgefið þið hvað ég er lengi að svara!

Þetta var fyrsta ferð mín til Íslands og  mér fannst hún stórkostleg, alveg ógleymanleg upplifun. Hún fór langt fram úr (miklu) væntingum mínum – íslenska landslagið er stórbrotið og íslendingar eru mjög vingjarnlegir og þægilegir. Djúpivogur og börnin Djúpavogsskóla eru góð dæmi um það – um fegurð landsins og um vingjarnleiki manna!

Til þess að undirbúa ferðina mína til Íslands – ég fór með bílferju til Seyðisfjarðar og var í þrjár vikur á Íslandi og í eina viku í Færeyjum – las ég um Ísland (til dæmis ferðasögu „Góðir Íslendingar“ eftir Huldar Breiðfjörð [á þýsku]) og ég reyndi að kynnast eitthvað gerð íslenskrar tungu. Á Íslandi reyndi ég að tala eitthvað á íslensku. Oft var fólk mjög  hjálpfúst og talaði hægt og greinilega við mig og hjálpaði mér. Það var gaman! Ef íslenska mín nægði ekki, talaði ég norsku, þýsku eða ensku. Það var ekki vandamál.

Núna var það ekki mjög erfitt fyrir mig að skilja bréfið þitt og kort barnanna – auðvitað með orðabók. Það er erfiðara að skrifa.

Í háskólanum í Freiburg læri ég nú íslensku. Kennarinn heitir Hafdís Sigurðardóttir. Hún er frá Akureyri. Kennslan er góð. Mjög erfitt eru fyrir mig framburðurinn og málfræði (beyingarendigarnar). Vonandi læri ég það! Sem betur fer er til „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls“ eftir Kristin Bjarnardóttur í „Stofnun Árna Magnussonar í íslenskum fræðum“ og kennslubók í málfræði „Íslenska fyrir útlendinga“. Og ég æfi mig að lesa íslensku: Bréfið ykkar og kort, og bækur - handa börnum (Richard Scarry, „Fyrsta orðabókin mín) og handa fullorðnum (Góðir Íslendingar“ [núna á íslensku J] –  með hlóðbók).

Nú er komið vor hér í suðvestri Þýskalands (borgin mín Lörrach liggur að Svisslandi [Basel] og Frakklandi) – það er varmt (síðdegis yfir 20°C), sólin skín, og tréin, runnarnir og blómin blómstra. Það er mjög gott!

Ég vona að ég kann ferðast til Íslands líka þetta ár – og svo tala betri íslensku J!

Ég oska ykkur gleðilega páska!

Bestu kveðjur og gangi þér vel

Ernst-Friedrich

Stóra upplestrarkeppnin 2012

Lokahátíð Stóru - upplestrarkeppninnar fór fram í Djúpavogskirkju þann 28. mars sl.  Mjög góð mæting var og fór athöfnin mjög vel fram.  Hún hófst á því að Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, setti keppnina, en síðan tók Ragnar Sigurður Kristjánsson, sigurvegarinn frá því í fyrra við stjórnartaumunum.  Hélt hann þeim allt til loka og stóð sig með mikilli prýði.

Keppendur byrjuðu á því að lesa óbundið mál og að því loknu bauð foreldrafélagið uppá skúffukökur, pizzasnúða og kaffi en Mjólkursamsalan bauð uppá Kókómjólk.  Síðan héldu keppendur áfram, lásu fyrst ljóð eftir Gyrði Elíasson en síðan ljóð að eigin vali.  Svo fór að tvær stúlkur frá Hornafirði hrepptu 1. og 2. sætið en einn af okkar keppendum, Kristófer Dan Stefánsson hreppti þriðja sætið. 

Á meðan dómnefndin réð ráðum síðum fluttu nemendur og kennnarar við tónskólann fjölbreytt og vönduð tónlistaratriði, ásamt því að samsöngskórinn söng tvö lög.  Myndir má finna með því að smella hér.  HDH