Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Páskafrí

Skv. skóladagatali Djúpavogsskóla, sem samþykkt var af foreldrafélagi, fræðslunefnd og sveitarstjórn hefst páskafrí í Djúpavogsskóla eftir kennslu föstudaginn 30. mars.

Grunnskólinn hefst að nýju 12. apríl, en foreldraviðtöl verða 11. apríl.  Fundarboð fara í póst til foreldra á morgun.
Leikskólinn hefst að nýju 11. apríl, foreldraviðtöl verða 11., 12., 16. og 17. apríl.  Fundarboð verða send í tölvupósti til foreldar, auk þess sem fundartíminn er auglýstur í forstofu leikskólans.
Tónskólinn hefst 12. apríl.

Starfsdagur hjá starfsfólki Djúpavogsskóla er 10. apríl.

Skóladagatalið má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans.  Þar má finna allar upplýsingar um skipulag Djúpavogsskóla.  HDH

Stóra upplestrarkeppnin

Aðalkeppni Stóru-upplestrarkeppninnar verður haldin í Djúpavogskirkju miðvikudaginn 28. mars. Athöfnin hefst klukkan 14:00 og eru allir íbúar velkomnir.
Nemendur 7. bekkjar frá Djúpavogsskóla, Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum í Hofgarði keppa í upplestri. Nemendur í tónskólanum spila nokkur lög auk þess sem samsöngsnemendur grunnskólans flytja lög.
Foreldrafélag Djúpavogsskóla býður öllum í kaffi í hléi.
Mætum öll og hvetjum börnin okkar í stórskemmtilegri keppni.  HDH

Skólahreysti

Þann 15. mars sl. fóru þrír nemendur úr 8. bekk og einn nemandi úr 10. bekk til Egilsstaða og kepptu fyrir hönd skólans í Skólahreysti.  Þetta voru þau Anný Mist, Elísabet Ósk, Bjarni Tristan og Adam.  Stóðu þau sig afskaplega vel, lentu í 8. sæti af 12. 
Með þeim fór klapplið 6.- 10. bekkjar, og voru þau íklædd appelsínugulu frá toppi til táar, enda var appelsínugulur liturinn okkar í ár.  Myndir frá keppninni verða sýndar í Rúv, þriðjudaginn 27. mars.

Djúpavogsskóli þakkar "appelsínugula liðinu" frá því í fyrrasumar, kærlega fyrir að lána okkur appelsínugula boli, hatta o.fl.  Myndir eru hér.  HDH

23.03.2012

Frá Djúpavogsskóla

Næsta skólaár vantar menntaða grunnskólakennara í eftirtaldar kennslugreinar:
Heimilisfræði (7 st.), textílmennt (7 st.), myndmennt (7 st.) í 1.-8. bekk.
Smíðar (9 st.) og upplýsingatækni (9 st.) í 1.-10. bekk
Íþróttir og sund (15 st.) í 1.-10. bekk.
Enska og danska (14 st.) í 6.-10. bekk

Áhugasamir hafi samband við Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur í síma:  478-8246 eða á netfangið skolastjori@djupivogur.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2012.

Skólahreysti

K�ru �b�ar
�ann 15. mars nk. ver�ur Sk�lahreysti � Egilsst��um.� Dagskr�in hefst klukkan 14:00 og ver�ur Dj�pavogssk�li me�al keppenda.� �r hvert er sk�lunum �thluta�ur litur og a� �essu sinni eigum vi� a� vera appels�nugul.
�ar sem appels�nugulur er ekki algengur litur � f�tum datt m�r � hug a� leita til �eirra sem eru � appels�nugula li�inu h�r � �orpinu.� Ef �i� eigi� � f�rum ykkar appels�nugular fl�kur sem �i� v�ru� tilb�in a� l�na nemendum 6.-10. bekkjar og starfsf�lki grunnsk�lans sem fer me� �� yr�um vi� mj�g �akkl�t.
Best v�ri a� merkja f�tin vel og koma �eim � grunnsk�lann til Halld�ru e�a Kristr�nar.

Me� fyrirfram �akkl�ti,
sk�lastj�ri

Upplestrarhátíð frestað

Vegna óviðráðanlegra orsaka er búið að fresta Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar.
Ekki er búið að ákveða annan dag, en það verður auglýst um leið og ákvörðun liggur fyrir.  HDH

Á óskalista

Í flóknu starfi grunn- og leikskóla er oft gott að breyta til og bregða á leik. 

Í leikskólanum fara börnin oft í hlutverkaleiki og klæða sig í "búninga" sem eru til þar.  Alltaf vantar föt í þennan leik og auglýsum við hér með eftir gefins hlutverkafötum.  Þetta geta t.d. verið hattar, slæður, gamlir kjólar, jakkar, búningar o.fl. sem ekki eru lengur not fyrir heima.

Í grunnskólann vantar okkur Legó-kubba.  Gott er að breyta til, t.d. í viðveru og í yngstu bekkjum og eru Legó-kubbar mjög þroskandi leikföng, sem börnin hafa mjög gaman af því að vinna með.

Ef einhverjir eiga Legó-kubba (sem þeir vilja lána, eða gefa) eða hlutverkaföt / búninga má hafa samband við:  Halldóru, Berglind, Kristrúnu, Þórdísi eða Guðrúnu.  HDH

Gestavika

Jæja, þá er komið að seinni Gestaviku þessa skólaárs.  Hún verður í grunn-, leik- og tónskólanum alla næstu viku, þ.e. frá 5.-9. mars.  Allir íbúar eru sérstaklega boðnir velkomnir í heimsókn þessa daga.

Í leikskólanum er opið sem hér segir:
Krummadeild frá 9:00 - 11:00 og 13:30 - 16:00
Kríudeild frá 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Best er ef börnin í leikskólanum eru heimsótt þegar verið er að koma með þau, eða fara.  Það veldur minnsta raskinu hjá þeim.

HDH

Kökubasar

Kökubasar verður í Samkaup-strax á morgun föstudag, kl. 16:00.

Foreldrarfélag Djúpavogsskóla