Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Íþróttasprell hjá 0. - 2. bekk

Hefð er fyrir því að elstu nemendur leikskólans heimsæki grunnskólann síðasta árið sitt í leikskólanum.  Mjög gott er að byrja aðlögun barnanna sem fyrst þannig að þau verði búin að kynnast sem flestum þáttum grunnskólans þegar þau hefja skólastarið 6 ára gömul.

Sl. mánudag fóru þau í heimsókn í íþróttatíma með nemendum 1. og 2. bekkjar.  Verður farið annan hvorn mánudag í allan vetur og fylgir starfsmaður af leikskólanum börnunum í íþróttahúsið og aðstoðar við tímann þar. 

Á mánudagsmorguninn mættu börnin mjög spennt í leikskólann, öll tilbúin með íþróttatöskurnar sínar og klár í slaginn.  Eins og sést á meðfylgjandi myndum þá gáfu þau eldri börnunum ekkert eftir í fimi og lipurð og höfum við fengið fregnir af því að foreldarnir hafi fengið íþrótakennslu þegar komið var heim. 

Myndir frá fyrsta íþróttatímanum eru hér.

HDH

Frá bókasafninu

Var að taka upp nýjar bækur, bæði fyrir börn og fullorðna.  Allir alltaf velkomnir á bókasafnið. 
Opnunartími er sem hér segir:  þriðjudagar frá 17:00 - 19:00 og fimmtudagar frá 18:00 - 20:00.
 

Bókasafnsvörður

Efnafræðingar framtíðarinnar

Nemendur í 8. - 10. bekk eru að ljúka efnafræðinámi við grunnskólann. Oft hafa verið gerðar tilraunir og sú síðasta fólst í því að skoða hvað gerist þegar hjartarsalt er hitað. Húsmæður vita vel að hjartarsalt er lyftiefni en efnafræðingarnir komust að því að þær lofttegundir (lyftitegundir) lykta ekki vel og fór lyktin misjafnlega í nemendur. Hjartarsaltið skoppaði á skeiðinni og lyktin gaus upp. Við nánari athugun fundu nemendur líka raka (vatn) í efninu.  Myndir eru hér

LDB