Djúpivogur
A A

Grunnskóli

12.12.2012

Eins og víða annars staðar sló klukkan 12 mínútur yfir 12 í Grunnskóla Djúpavogs þennan 12. dag 12. mánaðar ársins 2012.

Í tilefni þess stilltu nemendur í 2. og 3. bekk sér upp með Þórunnborgu til að festa á mynd þessa sérstöku stund.

ÓB

 

 

 

 

 

 

Lestrarátakið í grunnskólanum

Í desember hefur staðið yfir lestrarátak í grunnskólanum.  Við settum upp gervijólatré, skreyttum það með ljósum og stilltum því upp á ganginum.  Síðan hafa nemendur smám saman verið að skreyta það, með bjöllum, kertum, hjörtum og fleira skrauti úr pappír.  Á hvert skraut skrá börnin nafnið sitt, nafn bókarinnar og fjölda blaðsíðna.  Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni er tréð orðið hæfilega skreytt og hætt við að ofskreyting gæti átt sér stað ef börnin verða dugleg að lesa þessa viku sem eftir er af skólanum, fram að jólafríi.  HDH

Árshátíðin - til sölu!!

Nú er verið að leggja síðustu hönd á DVD diskana með "Bugsy Malone", árshátíð grunnskólans.
Diskarnir fara í sölu í næstu viku.
Þeir sem hafa áhuga geta lagt inn pöntun á skolastjori@djupivogur.is.  Diskarnir kosta 1.500.- stykkið.

Diskarnir verða svo til sölu í versluninni "Við Voginn", frá og með miðvikudeginum 12. desember.

Diskarnir eru kjörnir í jólagjafir handa ömmum og öfum, frænkum og frændum um land allt :)

HDH

Jólaföndur foreldrafélagsins

Mikið var um dýrðir í grunnskólanum sl. fimmtudag.  Foreldrafélagið stóð fyrir árlegu jólaföndri auk þess sem nemendur 6.-8. bekkjar buðu uppá dýrindis kræsingar á kaffihúsinu. 
Mjög margir lögðu leið sína í skólann.  Mikið var föndrað, spjallað, hlegið og borðað.

Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna.  Myndir eru hér
HDH og foreldrafélagið. 

Breyting á opnunartíma bókasafnsins í dag.

Bókasafnið verður opið frá 19:10 - 20:00 í dag, fimmtudaginn 29. nóvember. 
Jólabækurnar eru byrjaðar að koma í hús. 

Bókasafnsvörður

Hreyfing og einbeiting

Þessa grein fékk ég senda frá foreldri sem á börn í grunn- og leikskólanum.
Þetta eru áhugaverðar "pælingar" og alveg þess verðar að skoða þæ

Ef þú ekur með barnið þitt í skólann dregur þú úr náms- og einbeitingarhæfni þess það sem eftir lifir dags. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem hið danska rannsóknarsetur OPUS framkvæmdi en frá þessu er sagt á vef Politiken.

Fæðan skiptir minna máli
Upphaflega átti rannsóknin sem náði til 20.000 grunnskólabarna, að snúast um hve mikilvægur morgunmatur væri fyrir námsárangur og einbeitingu barna en í ljós kom að morgunmaturinn skiptir minna máli og það sem er í nestisboxinu hefur lítil áhrif á námsgetu barnanna eftir nestistímann. Niðurstöðurnar þykja áhugaverðar þar sem þær sýna að börn ná betri einbeitingu við námið ef þau hafa gengið, hjólað eða farið á línuskautum eða hjólabretti í skólann.

Áhugaverðar niðurstöður
„Það var athyglisvert að komast að því að sú hreyfing sem börnin fá við það að koma sér sjálf í skólann hefur enn áhrif fjórum tímum síðar. Mjög athyglisvert. Þetta kemur þó ekkert á óvart ef við hugsum út í það hvernig okkur líður eftir morgunhlaupatúrinn,“ segir dr. Niels Egelund, prófessor við Árósaháskóla, en hann er einn þeirra sem stóðu að rannsókninni.


Ég vil þó ekki gera lítið úr mikilvægi þess að borða hollan og góðan morgunverð og hafa hollt og gott nesti meðferðis en hreyfingin skiptir líka mjög miklu máli.  HDH

 

 

 

29.11.2012

Glaðar og góðar !!

Enn voru kvenfélagskonur að gefa Djúpavogsskóla góðar gjafir.
Fyrir nokkru gáfu þær Íþróttamiðstöðinni / grunnskólanum sundblöðkur að andvirði 100.000.- Koma þær sér mjög vel í sundkennslu grunnskólabarnanna.
Í morgun fengum við síðan pakka í leikskólann, þroskaleikföng með seglum að andvirði 60.000.-  Þeir Fabian, Marjón, Gergö og Sævar Atli tóku við gjöfinni f.h. barnanna og kvenfélagskonurnar Ingibjörg og Bergþóra, sem starfa í leikskólanum afhentu þeim gjöfina formlega.

Enn og aftur vil ég þakka öllum þessum frábæru kvenfélagskonum fyrir velvilja í garð Djúpavogsskóla og barnanna á Djúpavogi.  Þær lengi lifi !!!   HDH

Gestavika í Djúpavogsskóla

Næsta vika, 19. - 23. nóvember er GESTAVIKA í Djúpavogsskóla.  Þá eru allir íbúar sérstaklega velkomnir í skólann.  Hægt er að heimsækja grunn- og tónskólann á þeim tímum sem skólarnir eru opnir en heimsóknartími í leikskólann er sem hér segir:
Krummadeild 9:00 - 11:30 og 14:00 - 16:00
Kríudeild 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Ýmis verkefni verða til sýnis í grunn- og leikskólanum sem gaman er að skoða.

Starfsfólk og nemendur Djúpavogsskóla

Afleysingar í Bjarkatúni

Starfsmann vantar í afleysingar í Bjarkatúni, 22., 23., 26. og 27. nóvember.
Vinnutími frá 8:00 - 14:00
Umsóknarfrestur er til 16:00 þann 20. nóvember.  Áhugasamir hafi samband við Halldóru í síma:  478-8832, 899-6913 eða á netfangið:  skolastjori@djupivogur.is

Skólastjóri Djúpavogsskóla

Pennasala um helgina

 

Nemendur í 6. 7. og 8. bekk munu ganga í hús um helgina til að selja penna, til styrktar Félagi heyrnleysingja. Sölulaun nemendanna rennur í ferðasjóð þeirra þar sem farið verður í skólaferðalag í vor.

Vinsamlega takið vel á móti krökkunum.

LDB.

Árshátíðin

Ég ætla að mæta á árshátíðina á morgun.  En þú?
Auglýsingin er hér.  HDH

Árshátíðin er eftir tvo daga - myndir og myndband

Árshátíð Grunnskólans fer fram föstudaginn 2. nóvember kl. 18:00 á Hótel Framtíð.

Hér að neðan fylgir smá myndband af æfingum og undirbúningi fyrir árshátíðina.

Þá eru hér einnig nokkrar myndir sem teknar voru á æfingu í gær.

ÓB

 

 

 

 

 

 

Handbók 2012-2013

Grunnskólahandbókin fyrir 2012-2013 er komin á heimasíðuna.  Hana má finna undir "Handbók" hér til vinstri.  HDH

25.10.2012

Reglur í tónskólanum

Sl. vor var ákveðið að búa til ramma í kringum tónskólann og nám barnanna þar.  Slíkar reglur hafa aldrei verið til og þótti skólastjóra, deildarstjóra tónskólans, staðgengli skólastjóra og fleiri aðilum mikilvægt að setja niður og búa til reglur sem unnið verður eftir.  Eins og aðrar reglur í Djúpavogsskóla verða þær til stöðugrar endurskoðunar en það þarf alltaf að byrja einhvers staðar.

Búið er að stofna undirsíðu á heimasíðu grunnskólans sem heitir "Málefni tónskólans."  Þar verða settar inn upplýsingar sem eiga sérstaklega við tónskólann.  Hinar nýju reglur, sem samþykktar voru af fræðslu- og jafnréttisnefnd, þann 17. október sl. má finna þar.  HDH

25.10.2012

Það styttist í árshátíð Grunnskólans - myndband

Hér að neðan er auglýsing fyrir árshátíð Grunnskólans, en hún fer fram 2. nóvember nk.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

Árshátíðarundirbúningur

Til foreldra / forráðamanna

Í morgun fengu börnin í grunnskólanum að vita hvaða hlutverk þau fá í Bugsy Malone, leikritinu sem við ætlum að setja upp á árshátíðinni.

Eins og alltaf þegar verið er að velja hlutverk er í mörg horn að líta.  Sumir sem fengu stórt hlutverk í fyrra fá kannski minna hlutverk núna - aðrir eru fæddir í eitthvað hlutverk sem er verið að vinna með akkúrat núna o.s.frv.  Þegar valið er í hlutverkin er einnig reynt að skoða sterkar hliðar barnanna og koma til móts við þau, þar sem þau eru best.  Auðvitað er það samt þannig að aldrei er hægt að gera öllum til hæfis en við vonum að þau sem voru kannski pínu ósátt í morgun átti sig á því að þau gegna öll lykilhlutverki í leikritinu.
Einnig vil ég benda á að þó setningarnar séu kannski ekki margar, sem barnið þarf að segja, þá getur verið að það sé heilmikið uppi á sviði í mörgum atriðum, jafnvel að syngja eða dansa.

Við ætlum að hafa eitthvað heimanám fram undir miðja næstu viku.  Eftir það fer að draga úr.  Vil ég samt biðja ykkur um að láta börnin byrja strax á morgun að lesa handritin, læra línurnar sínar og líka skoða hvar þau eiga að koma inn á sviðið, eiga þau að dansa, hreyfa sig o.s.frv.  Það er ekki síður mikilvægt að læra það.

Í næstu viku höfum við samlestur á mánudegi og þriðjudegi hjá 4.-10. bekk.  Á miðvikudaginn hefjast æfingar fyrir hádegi, lítið hjá yngstu bekkjunum til að byrja með en þær detta á af fullum þunga í þarnæstu viku.

Í næstu viku verður kennsla eftir hádegi og Neistatímar og tónskóli skv. stundaskrá.

Ég sendi annan póst í lok næstu viku til að fara yfir málin þá.

Megið þið öll eiga góða helgi.
Dóra og starfsfólk grunnskólans

19.10.2012

Íþróttaálfurinn í heimsókn

Foreldrafélag Djúpavogs bauð leikskólabörnum og nemendum 1.-3. bekkjar uppá skemmtilega heimsókn í gær.  Íþróttaálfurinn sjálfur kom í íþróttahúsið og sprellaði og skemmti börnunum í góða stund.  Hann fékk alla krakkana til að hreyfa sig, hoppa og skoppa og gera alls konar æfingar.  Þau fóru í fjársjóðsleit eins og sjóræningjar, teygðu sig og toguðu, fóru í splitt, spörkuðu í ímyndaða bolta og margt fleira.


Það var greinilegt að flest börnin þekkja íþróttaálfinn og félaga hans í Latabæ vel og kunnu þau margar hreyfingar og takta sem íþróttaálfurinn er þekktur fyrir.  Einhverjir söknuðu Sollu stirðu og er aldrei að vita nema hægt verði að fá hana í heimsókn síðar meir.

Leikskólabörnin og nemendur 1.-3. bekkjar þakka foreldrafélaginu kærlega fyrir frábæra skemmtun.  Myndir frá heimsókninni eru hér.  HDH

Haustgangan

Haustganga Djúpavogsskóla var farin þriðjudaginn 25. september í einmuna blíðu.

Yngstu nemendur gengu sem leið lá upp Klifið og inn að Olnboga. Þar settist hópurinn niður og borðað nesti og lék sér aðeins í klettunum. Frá Olnboga var gengið yfir að Hermannastekkum og inn í Hálsaskóg. Þar léku nemendur sé í frjálsum leik eða hvíldu sig í blíðunni. Hópurinn gekk svo alla leið heim aftur. Ferðin gekk vel enda frábært veður og góð stemming í hópnum.

 Nemendur í 5. 6. og 7. bekk fóru saman í hóp. Ferðinni var heitið í Æðarsteinsvita. Á leiðinni var komið við íbátasmiðjunni Rán og var Villi á staðnum og leyfði hann nemendum að skoða bátinn þeirra og prófa að klifra upp í hann. Nesti var tekið við Bræðsluna í skjóli og svo var farið í fjörugöngu að Æðarsteinsvita. Sumir brögðuðu á skarfakáli en aðrir skoðuðu hella við sjávarminnið. Eftir klifur í vitann fór hópurinn í skemmtilegan flækjuleik og þaðan í gamla fjárrétt rétt hjá vitanum. Endastöðin var æfingahúsnæði Tónleikafélags Djúpavogs og snertu nokkrir nemendur lítillega á hljóðfærum.

Unglingarnir gengu sem leið lá suður eftir flugbrautinni og síðan yfir í Kiðhólma.  Margt var skoðað og rætt á leiðinni og þegar farið var tilbaka var gengið inn með ströndinni og síðan upp með Borgargarðsvatni.

Í öllum ferðalögum á vegum skólans er fjallað um örnefni og sögu eins og kennarar hafa vitneskju til.  

Haustgangan í ár var í alla staði mjög skemmtileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.   HDH (og starfsfólk)

Bókasafnið lokað í kvöld

Bókasafnið verður lokað í kvöld fimmtudaginn 27. september.

Bókasafnsvörður

Haustganga

Kæru foreldrar / forráðamenn

Ég minni á Haustgöngu grunnskólans sem verður farin á morgun, þriðjudaginn 25. september.
Börnin mæti með nesti, eins og venjulega, í góðum skóm og klædd eftir veðri.
Lagt verður af stað frá grunnskólanum 9:45 og komið til baka, í síðasta lagi 12:30.
Kennt verður fyrstu tvo timana og eftir hádegi, skv. stundaskrá.
Neistatímar og tónskólinn halda sér eftir hádegi.  Veltitímar frá 9:45 - 12:30 falla niður.

Skólastjóri

24.09.2012

Foreldrakynning

Árleg foreldrakynning, fyrir foreldra Djúpavogsskóla, verður haldin í grunnskólanum, miðvikudaginn 26. september klukkan 17:00.  Vinsamlegast athugið að kynningin er sameiginleg fyrir grunn-, leik- og tónskólann.  Á kynningunni verður farið yfir komandi skólaár og ýmislegt fleira.

Að kynningunni lokinni verður aðalfundur foreldrafélags Djúpavogsskóla.  Af núverandi stjórn ætlar eitt foreldri að gefa kost á sér aftur, búið er að kjósa fulltrúa starfsfólks grunnskólans, þannig að enn vantar þrjá í stjórn.

Vonast til að sjá ykkur sem flest. 
Skólastjóri

Litluskólamótið í fótbolta

Á morgun laugardag verður haldið litluskólamótið í fótbolta. Neisti og Djúpavogsskóli hafa boðið nemendum annarra smáskóla að taka þátt í þessu móti. Fyrirkomulagið er að í hverju liði spila 5 inná vellinum í einu, hægt er að hafa varamenn og skipta stöðugt inná. Þessir 5 í hverju liði  eru af báðum kynjum og í dreifðri aldursröð. Í yngri hópum spila nemendur í 1. - 5. bekk og eldri hópar samandstanda af nemendum í 6. – 10. bekk.

Við eigum von á þremur liðum frá Brúarási og tveimur liðum frá Stöðvarfirði. Með þeim verða foreldrar og aðrir í klappliði.

Mótið hefst klukkan 10:30 og eru allir hjartanlega velkomnir til að horfa á og hvetja unga fólkið okkar. Foreldrar nemenda í 2. og 3. bekk munu bjóða upp á léttar veitingar á meðan á mótinu stendur.

Allir þátttakendur fá frítt í sund. Athugið reglur um fylgdarmenn barna undir 10 ára aldri.

Stjórn Neista

Fundur í umhverfisnefnd

Fundur var haldinn í umhverfisnefnd Djúpavogsskóla 10. sept. 2012.  Fundargerðin má finna undir Grænfáni hér til vinstri á síðunni.  HDH

Djúpavogsskóli lokaður

Vegna haustþings starfsfólks í grunn-, leik- og tónskóla verður Djúpavogsskóli lokaður á morgun, föstudaginn 14. september.

Skólastjóri

Haustæfingar Neista

 

Hér að neðan má sjá æfingatöflu Neista á vorönn.Tími 

Mán 

Þri 

Mið 

Fim 

Fös 

 

13:00 – 13:40

 

 

 

Íþróttir

0. og 1.

 Fótbolti

0. og 1.

 

13:00 – 13:40

 

 

 

 

Sund 2. og 3.

 

13:40-14:20 

Frjálsar

1. til  3.

Fótbolti

1. til 3.

Fótbolti 

1. til 3.

Íþróttir

2. og 3. 

Stelpur fótbolti

 

14:20-15:00

Frjálsar

 4. til 10. b.

Fótbolti 

4. til 6.

Fótbolti 

4. til 6.

Íþróttir

4. til 10. 

4. til 10.  fótbolti strákar

 

14:20-15:00

 

 

 

 

Sund 4. til 6.

 

15:00-15:40

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

 

 

15:00-15:40

Sund

4. – 6.

 

 

 

 

XX

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Líkt og sjá má á fundargerð hér á vefnum hefur verið skipulagt samstarf Neista og leikskóla með þeim hætti að þjálfari sækir börnin á leikskólann þar sem starfsmenn hafa þau tilbúin 10 mínútum fyrir æfingu. Foreldrar sjá svo um að sækja börn sín.

Stjórn Neista.

Gangbraut og "Göngum í skólann"

Eins og flestir íbúar hafa séð er búið að mála þessar fínu gangbrautir og bílastæði við grunnskólann og íþróttamiðstöðina.  Í gegnum tíðina hafa borist ábendingar til skólastjóra varðandi það að börnin séu að hlaupa yfir göturnar - hér og þar og allstaðar - og oft hafi legið við slysi.
Á kennarafundi í síðustu viku var ákveðið að við tækjum okkur góðan tíma í að kenna börnunum að fara yfir gangbrautirnar þegar þau fara í matinn og teljum við að það eigi eftir að ganga vel.

Viljum við því biðja þá foreldrar, sem sækja börnin sín í mat og alla þá sem leið eiga um þetta svæði á skólatíma að sýna tillitssemi, stoppa fyrir börnunum og hjálpa þeim að nýta gangbrautirnar eins og til er ætlast.

Þá viljum við einnig vekja athygli á því að næsta mánuðinn stendur yfir verkefnið "Göngum í skólann" og því margir á ferðinni - gangandi og hjólandi, bæði börn og fullorðnir.

HDH