Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Fjólublár með bleikum doppum???

Eins og glöggir íbúar Djúpavogs hafa tekið eftir er verið að undirbúa grunnskólann undir málningu.  Tími til kominn segja flestir því sl. ár hefur útlit skólans ekki verið til að hrópa húrra fyrir.  Til stóð að klæða skólann að utan en þar sem það kostar óheyrilegar fjárhæðir var ákveðið að mála hann í staðinn.
Veðbankarnir velta því nú fyrir sér hvaða litir hafi orðið fyrir valinu og verður spennandi að fylgjast með því hvort hann endar ekki bara fjólublár með bleikum doppum.  Kemur í ljós!!
Andrés tók þessa mynd í morgun þar sem viðgerðir stóðu yfir. 
HDH

Bókasafnið auglýsir

Opnunartími í vetur:

Þriðjudagar frá: 17:00 – 19:00
Fimmtudagar frá:  18:00 – 20:00

Bókasafnið opnar þriðjudaginn 23. ágúst.      

Bókasafnsvörður

Skóladagatal 2011 - 2012

Nú hefur menntamálaráðuneytið svarað erindi skólastjóra varðandi fyrirhugaða styttingu skólaárs grunnskólans um tvær vikur og lengingu skóladagsins um tvær kennslustundir.  Ráðuneytið gerir ekki athugasemdir við þessar skipulagsbreytingar sem hugsaðar eru til næstu tveggja skólaára.
Sameiginlegt skóladagatal skóladeildanna þriggja, þ.e. grunn-, leik- og tónlistarskóla er því birt hér á síðunni og mun hinn nýi skóli Djúpavogsskóli því starfa eftir því á komandi skólaári.  Skóladagatalið má finna hér.  HDH

Ræstitækni / skólaliða vantar við Grunnskólann

Ræstitæknir / skólaliði óskast til starfa við Grunnskóla Djúpavogs frá og með 1. september nk. Um er að ræða 100% starf.

Frekari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478-8246, 899-6913 og á netfanginu dora@djupivogur.is.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 15. ágúst.

Skólastjóri

DJÚPAVOGSHREPPUR 

AUGLÝSIR

 

 

GRUNNSKÓLI / STARFSMANN VANTAR

 

Ræstitæknir / skólaliði

 

 

 

Ræstitæknir / skólaliði óskast til starfa við Grunnskóla Djúpavogs frá og með 1. september nk. Um er að ræða 100% starf.

 

Frekari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478-8246, 899-6913 og á netfanginu dora@djupivogur.is.

 

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 15. ágúst.

 

Skólastjóri 

Innkaupalistar

Innkaupalistar vegna skólaársins 2011 - 2012 hafa verið uppfærðir.  HDH

02.08.2011