Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Opnun bókasafnsins og aðeins um óskilafatnað

Athygli er vakin á því að svolítið er enn af óskilafatnaði í grunnskólanum. Bókasafnið er opið í dag frá 17:00 - 19:00 og er hægt að nálgast fatnað þá. Allur ómerktur fatnaður sem eftir stendur eftir þriðudaginn verður gefinn til Rauða krossins.

Opnunin á bókasafninu í dag verður sú síðasta fyrir sumarfrí. Stefnt er að því að opna bókasafnið aftur í lok ágúst.

KBG

Sjálfsmatsskýrsla 2011

Skv. grunnskólalögum ber grunnskólum að sinna sjálfsmati í skólanum.  Slík vinna fór fram í grunnskólanum sl. vetur eins og undanfarin ár.  Skýrslan hefur verið send til sveitarstjórnar og skólanefndar til kynningar.  Jafnframt er hún birt hér á síðunni, undir sjálfsmat, ásamt fylgiskjölum.  HDH

 

Gjöf frá foreldrafélögunum

Foreldrafélögin á leik- og grunnskólanum gáfu skólunum sínum góða gjöf.  Um er að ræða lestrarkennslu- og málörvunarverkefni sem heitir Sögugrunnur.  Verkefnið á eftir að nýtast mjög vel í báðum skólunum bæði til að kenna lestur og hugtök í eldri árgöngum leikskólans og yngstu árgöngum grunnskólans, en einnig til að auka orðaforða nýbúa.  Starfsfólk skólanna þakkar foreldrafélögunum kærlega fyrir.  HDH