Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Skólaslit og útskrift

Skólaslit Grunnskóla Djúpavogs og útskrift elstu nemenda úr leikskólanum Bjarkatúni fer fram í Djúpavogskirkju, laugardaginn 28. maí, klukkan 11:00.  Allir velkomnir.
Að athöfn lokinni býður foreldrafélag grunnskólans upp á pylsur, við skólann og sýning verður á vinnu nemenda.
Skólastjóri

Fundur í foreldrafélagi grunnskólans

Kæru foreldrar / forráðamenn

Fundur verður haldinn í foreldrafélagi grunnskólans miðvikudaginn 1. júní 2011, í grunnskólanum.  Fundurinn hefst klukkan 17:00 og þar mun skólastjóri kynna fyrirhugaða styttingu skólaársins um tvær vikur.

F.h. foreldrafélagsins
Guðrún S. Sigurðardóttir

Vortónleikar Tónskóla Djúpavogs

Vortónleikar Tónskóla Djúpavogs verða haldnir í Djúpavogskirkju í dag, þriðjudaginn 17. maí kl. 18:00. 

Kaffiveitingar að tónleikum loknum. 

Allir velkomnir

Tónskóli Djúpavogs

BR

Fjáröflun fyrir ferðasjóð 9. og 10. bekkjar

9. og 10. bekkur er með til sölu klósettpappír, 48 rúllur á 2.900 og eldhúspappír 24 rúllur á 2.900.  Tekið verður við pöntunum í Samkaup til 21. maí.

Nemendafélagið

Júróvisionkönnun í skólanum

Nemendur 4.,5. & 6. bekkjar gerðu Júróvision-könnun í skólanum í morgun.
Eftir að hafa rætt við alla nemendur skólans sem og kennara komust 4.-6. bekkingar að eftirfarandi niðurstöðu:

1. sæti- Svíþjóð
2. sæti- Ísland og Danmörk
3. sæti- Grikkland
4. sæti- Eistland og Írland
5. sæti- Ungverjaland

Það verður gaman að vita hversu sannspá við erum í Grunnskóla Djúpavogs!
UMJ

Háskólalestin

 

Háskólalestin - vísindaveisla
Háskóli Íslands er skóli allra landsmanna og því er aldarafmæli skólans fagnað víða um land. Þar verður í fararbroddi svokölluð Háskólalest sem ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa – viðburði og vísindi, fjör og fræði. 
Fjölskyldu og fræðsludagskrá  verður í Nýheimum og Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði laugardaginn 14. maí kl. 11 til 15 og verður það sannkölluð vísindaveisla. 
Dæmi um atriði sem verða á dagskránni...
•        Sprengjugengi           
•        Eldorgel                           
•        Stjörnutjald                 
•        Sýnitilraunir 
•        Leikir, þrautir, mælingar 
•        Vísindavefurinn 
•        Undur jarðar, hafs og himins 
•        Japönsk menning 
Við hvetjum fjölskyldur til að mæta og verða vitni að margvíslegum tilraunum og sýningum.

Háskólalestin - vísindaveislaHáskóli Íslands er skóli allra landsmanna og því er aldarafmæli skólans fagnað víða um land. Þar verður í fararbroddi svokölluð Háskólalest sem ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa – viðburði og vísindi, fjör og fræði. 

Fjölskyldu og fræðsludagskrá  verður í Nýheimum og Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði laugardaginn 14. maí kl. 11:00 til 15:00 og verður það sannkölluð vísindaveisla. 
Dæmi um atriði sem verða á dagskránni.

•        Sprengjugengi           

•        Eldorgel                           

•        Stjörnutjald                 

•        Sýnitilraunir 

•        Leikir, þrautir, mælingar 

•        Vísindavefurinn 

•        Undur jarðar, hafs og himins 

•        Japönsk menning Við hvetjum fjölskyldur til að mæta og verða vitni að margvíslegum tilraunum og sýningum.

Háskólalestin

Leiksýningin Prumpuhóllinn

Foreldrafélag leikskólans og Foreldrafélag grunnskólans tóku sig saman og buðu nemendum leikskólans og nemendum 1-6 bekkjar á leikritið Prumpuhóllinn eftir Þorvald Þorseinsson.  Sýningin var í höndum Möguleikhússins sem mætti í leikskólann Bjarkatún þann 3. Maí sl.

Leikritið fjallar um hana Huldu sem er nýflutt úr borginni og upp í sveit.  Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt!

Við sérkennilegan hól sem gefur frá sér dularfull hljóð hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi sinn. Hann hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað rosalega mikinn hundasúrugraut. En hundasúrugrauturinn varð ekki að steini. Ónei, hann ólgar enn svo drynur í hólnum. Og fýlan..maður lifandi!

 

Það var ekki á öðru að sjá en nemendur skemmtu sér mjög vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Fleiri myndir má sjá á myndasvæði leikskólans, hér

 

ÞS

Frá Grunnskóla Djúpavogs

Ef foreldrar eða forráðamenn óska eftir að skrá barn eða börn sín í eða úr Grunnskóla Djúpavogs, fyrir skólaárið  2011-2012, er þeim bent á  að hafa samband  við skólastjóra eigi síðar en 27. maí 2011  BE