Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Stóra upplestrarkepnin

Ragnar Sigurður Kristjánsson nemandi í 7. bekk gerði sér lítið fyrir og sigraði  Stóru upplestrarkeppnina sem fram fór 23. mars síðastliðinn á Hornafirði. Elísabet Ósk Einarsdóttir tók líka þátt fyrir hönd skólans. Þrír skólar af Suð-Austulandi, Grunnskóli Djúpavogs,  Grunnskólinn  í Hofgarði og Hafnarskóli tóku þátt.  Anný Mist Snjólfsdóttir og Þórunn Amanda Þráinsdóttir spiluð á hljóðfæri. 

Myndir er hægt að sjá með því að smella hér. BE

Skólahreysti 2011

Fimmtudaginn 17. mars var íþróttakeppnin Skólahreysti haldin á Egilsstöðum. Ellefu skólar frá öllu Austurlandi tóku þátt.  André Sandö, Telma Lind Sveinsdóttir og Auður Gautadóttir voru fulltrúar Grunnskóla Djúpavogs. Þau stóðu sig einstaklega vel og enduðu í fjórða sæti.  Öflugur hópur stuðningsmanna, í gulum Neistatreyjum með svarta stríðsmálningu, hvöttu okkar keppendur til dáða.  Myndir af þessum skemmtilega viðburði má sjá með því að smella hér. BE

Keppnisdagar 2011 - Myndir

Eins og fram hefur komið voru keppnisdagar í grunnskólanum í síðustu viku. Nú eru allar myndir af þessari skemmtilegu þriggja daga hátið komnar í hús og hægt að skoða þær með því að smella hér. BE

Keppnisdagar í algleymingi

Nú standa keppnisdagar sem hæst og mikið búið að ganga á hér í skólanum. Eins og síðstu ár taka nemendur úr grunnskólanum á Breiðdalsvík þátt með okkur.

Við viljum minna á að uppskeruhátíð keppnisdaganna fer fram á morgun, miðvikudag, kl. 10:30 og eru allir velkomnir.

Meðfylgjandi eru örfáar myndir en fleiri myndir verða settar inn að keppnisdögum loknum.

ÓB

 

 

 

 

 

Legódagur í grunnskólanum

Miðvikudaginn 2. mars kom legómaðurinn Jóhann Breiðfjörð í heimsókn og hélt námskeið fyrir alla nemendur skólans í boði foreldrafélags grunnskólans.  Nemendur voru mjög áhugasamir og fannst gaman að gramsa í öllum legókubbunum og  fikta í  mótorunum og græjunum sem Jóhann kom með.  Myndir af áhugasömum legóbyggjendum má sjá hér. BE