Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Fundarboð

 Í haust var gerð tilraun til að efla æskulýðsstarf á Djúpavogi. Foreldrar og fulltrúar frá Neista, slysavarnafélaginu, skólanum, sveitarfélaginu og kirkjunni skipulögðu starf haustannarinnar. Það er mál manna að vel hafi til tekist.  Fjölbreytt dagskrá var í boði og þátttaka góð. Allir sem tóku að sér að skipuleggja viðburðina stóðu sig með prýði.  Nú á að endurtaka leikinn og skipuleggja vorönnina með sama hætti. Fundur verður haldinn  mánudaginn 24. janúar kl. 18:00 í skólanum. Mikilvægt er að sem flestir mæti. BE

 

 

 

Höfðingleg gjöf frá kvenfélaginu Vöku

Engin takmörk eru á gjafmildi kvenfélagskvenna en enn eina ferðina komu þær færandi hendi í grunnskólann og  færðu nemendum skólans tvær fartölvur.  Þær hafa nú þegar komið að góðum notum.  Með þeim  er hægt að nýta veraldarvefinn betur inni í kennslustofum, vinna í kennsluforritum o.m.fl.  Nemendur og starfsfólk þakka kvenfélagskonum kærlega fyrir rausnalega gjöf.  Á myndinni má sjá formann kvenfélagsins ásamt tveimur nemendum skólans taka við tölvunum.

BE

 

 

 

 

 

 


Bergþóra Birgisdóttir, formaður kvenfélagsins ásamt þeim Friðriki Snæ Jóhannssyni og Fannýju Dröfn Emilsdóttur.