Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Frá Grunnskóla Djúpavogs

 

 

Starfsmaður óskast til liðveislu við fatlaðan nemanda í u.þ.b. 50% starf frá 3. janúar. Umsóknarfrestur er til 27. desember. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478-8246 og 863-8380.

 

Ævintýri Djúpavogshrepps

Leikritið Ævintýri Djúpavogshrepps í uppfærslu Grunnskóla Djúpavogs er nú komið á mynddisk. Hægt er að kaupa diskinn í skólanum eða í Bakkabúð og kostar hann kr. 1500. Allur ágóði rennur til nemenda skólans. BE

Slökkviliðsmenn í heimsókn

Fimmtudaginn 2. desember kíktu þeir Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri og Guðlaugur Birgisson, varðstjóri í heimsókn til okkar í skólann. Fóru þeir með nemendum yfir brunavarnir og það sem hafa ber í huga þegar elds verður vart. Eins leyfðu þeir nemendum að prófa slökkviliðisbúnað og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla hrifningu nemendanna.

Hægt er að skoða myndir af heimsókninni með því að smella hér.

ÓB

07.12.2010