Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Sjálfsmatsskýrsla 2010

Sjálfsmatsskýrsla skólans vegna skólaársins 2009 - 2010 er komin á netið.  Hana má finna hér til vinstri, undir liðnum "Sjálfsmat."  Þar má einnig finna allar eldri skýrslur skólans.  HDH

24.06.2010

Skóladagatal 2010 - 2011

Skóladagatal Grunnskóla Djúpavogs vegna komandi skólaárs hefur verið lagt fyrir skólaráð, skólanefnd og sent foreldrafélaginu til kynningar.  Allir þessir aðilar hafa samþykkt skóladagatalið og hefur það nú verið sett inn á heimasíðu skólans.  Dagatalið má finna hér.

Skólastjóri vill minna foreldra á að tilkynna allar breytingar varðandi skólagöngu næsta árs, hvort sem um er að ræða afskráningu eða skráningu í skólann.  HDH

Skólaslit

Skólaslit grunnskólans og útskrift nemenda úr elsta bekk leikskólans fóru fram í Djúpavogskirkju sl. laugardag.  Athöfnin var hefðbundin og fór vel fram.  Að henni lokinni buðu foreldrafélagið og Djúpavogshreppur upp á kaffi og kökur í safnaðarheimilinu.
Starfsfólk skólans þakkar nemendum, forráðamönnum og öðrum samstarfsaðilum kærlega fyrir samstarfið í vetur og óskar ykkur öllum gleðilegs sumars.  HDH

03.06.2010