Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Fundur í umhverfisnefnd

Fundur var haldinn í umhverfisnefnd skólans miðvikudaginn 21. apríl.  Fundargerðina má finna hér og umhverfisstefnu skólans má finna hér.  HDH

26.04.2010

Fjöruferð 1. og 2. bekkur

Nemendur 1. og 2. bekkjar fóru í fjöruferð í góða veðrinu um daginn.  Þau fóru út á Hvítasand, skoðuðu fugla, skeljar o.m.fl. á leiðinni.
Veðurblíðan hér eystra hefur verið með eindæmum sl. viku og hafa börnin notið þess að vera mikið úti.  Myndir úr gönguferðinni eru hér.  HDH

16.04.2010

ABC - hjálparstarf

Nemendur 3. - 5. bekkjar söfnuðu á dögunum pening fyrir ABC-hjálparstarfið.  Krakkarnir voru mjög duglegir og hefur aldrei safnast jafn mikið.  Það er greinilegt að fólk á Djúpavogi er duglegt að gefa til þeirra sem minna mega sín, þrátt fyrir kreppu.  HDH

Námshestar í apríl

Námshestaverðlaun fyrir marsmánuð voru afhent í morgun.  Nemendur fóru í skemmtiferð út á Hvítasand með Þórunnborgu og Ester.  Þar horfðu þau eftir fuglum, fóru í skeljagreiningu o.fl.  Einnig fóru þau í leiki, þ.á.m. Kubb og Einakrónu.  Að því loknu snæddu þau nesti að heiman, auk þess sem þau fengu snúða frá skólanum.  Myndir eru hér.  HDH

Kennara vantar

Við Grunnskóla Djúpavogs vantar kennara í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Íþróttir og sund um 13 kst., heimilisfræði, um 8 kst., textílmennt um 6 kst., myndmennt um 6 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 12 kst., dönsku  um 8 kst., náttúrufræði á unglingastigi um 7 kst., kennslu yngri barna um 16 kst., umsjón á unglingastigi.
Auk þess vantar skólastjóra í afleysingar, vegna fæðingarorlofs, frá 1. september 2010 – 15. maí 2011.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 10. maí 2010 og skulu umsækjendur taka fram, um hvaða stöðu / kennslugreinar sótt er um og einnig hversu hátt stöðuhlutfall óskað er eftir.

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu skólans, http://djupivogur.is/grunnskoli/

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir; dora@djupivogur.is eða í síma 478-8246.