Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Þraut í Bóndavörðunni

Skólastjóri vill minna á þraut sem birtist í síðasta tölublaði Bóndavörðunnar.  Mjög fáir hafa skilað inn lausnum.  Fólk hvatt til að senda inn.
HDH

Keppnisdagar 2010

Keppnisdögunum í grunnskólanum lauk í gær með miklu fjör í íþróttahúsinu.  Við skiptum krökkunum í 1.-5. bekk í fjögur lið og krökkunum í 6.-10. bekk í önnur fjögur lið.  Liðin kepptu í sundi, íþróttum, samfélagsfræði, myndmennt, heimilisfræði og hæfileikakeppni.  Fyrirkomulagið er þannig að sigurliðið í hverri grein fær 8 stig, liðið í öðru sæti 6, liðið í þriðja sæti 4 og liðið í síðasta sæti fær 2 stig.  Jöfnum höndum gefum við liðunum stig fyrir háttvísi þannig að liðið sem vinnur best saman og er með bestu liðsheildina fær 8 stig, liðið sem stóð sig næst best, 6 stig og þannig koll af kolli.  Í lokin leggjum við saman annars vegar stigin í keppninni sjálfri og hins vegar stigin fyrir háttvísina.  Þannig fást sigurvegarar í hvorum flokki fyrir sig, á báðum aldurshópum.
Sigurvegarar í yngri hópnum var liðið:  SVARTA STJARNAN en háttvísiverðlaunin hjá yngri félllu í skaut DJ.
Hjá eldri sigruðu KILLERS og hlutu þau einnig háttvísiverðlaunin.

Myndir frá öllum keppnisdögunum má finna hér fyrir neðan:

Keppnisdagur 1

Keppnisdagur 2

Keppnisdagur 3

HDH

Öskudagur í grunnskólanum

Á morgun, öskudag, verður opið hús í íþróttamiðstöðinni.  Nemendur í Grunnskóla Djúpavogs og Grunnskóla Breiðdalshrepps, keppa í síðustu greininni á keppnisdögunum, hæfileikakeppni.  Allir foreldrar, forráðamenn og íbúar sveitarfélagsins eru velkomnir.  Hæfileikakeppnin hefst klukkan 10:30 í íþróttahúsinu og eftir hana verður dansað og sprellað til 12:20.  ALLIR VELKOMNIR.  Hdh

Enn skoðum við hús

Þórunnborg og Gestur, ásamt 1. - 5. bekk héldu áfram yfirreið sinni um þorpið og skoðuðu fleiri gömul hús.  Í dag skein sólin glatt og logn og heiður himinn gerðu ferðalagið hið besta.
Þau fóru vítt og breitt og skoðuðu eftirfarandi hús:  Miðhús, Hlíðarhús, Dali, Sólhól, Gömlu kirkjuna, Vegamót, Lögberg, Brekku og Hraun.  Myndir eru hér.  HDH

Góð gjöf

Hún Bergþóra Birgisdóttir kom færandi hendi í skólann í morgun.  Meðferðis hafði hún spilið "Kollgátuna" sem bróðir hennar, Karl Th. Birgisson gaf út fyrir síðustu jól.
Við kunnum Bergþóru hinar bestu þakkir fyrir og hlökkum mikið til að prófa spilið.  HDH

Húsaskoðun

Krakkarnir í 1.-5. bekk fóru ásamt umsjónarkennurum í leiðangur í gær.  Tilgangurinn var að skoða gömul hús í nágrenni skólans.  Er þetta hluti af grenndarnáminu sem við erum mjög stolt af hér í skólanum.  Heldur kalt var í veðri þannig að gangan var eilítið styttri en til stóð.  Þó náðu börnin að skoða:  Sólvang, Höfða, Tríton, Löngubúð, Geysi og Faktorshús.  Þau hittu einmitt smiðina í Faktorshúsinu og fengu að kíkja inn.  Myndir eru hér.  HDH

Námshestar í febrúar 2010

Námshestaverðlaunin voru afhent í gær.  Krakkarnir fóru í íþróttahúsið, ásamt Berglind og Gauta.  Þar var farið í Tarsanleik, ýmsar dansþrautir æfðar og ávextir og safi í boði skólans.  Myndir eru hér (svolítið hreyfðar).  HDH

04.02.2010

Sjálfsmatsfundur

Skilafundur sjálfsmats vegna haustannar var haldinn í gær.  Hóparnir þrír kynntu niðurstöður sínar hverjir fyrir öðrum.  Fundargerðina má finna hér.  HDH

04.02.2010

Endurskoðun áætlana og reglna

Sl. vikur hefur starfsfólk skólans endurskoðað og endurmetið ýmsar reglur og áætlanir sem eru í gildi í skólanum.  Nú höfum við lokið við að fara yfir:  Siðareglur starfsfólks, áfallaáætlun, endurmenntunaráætlun og eineltisáætlun.  Búið er að uppfæra þær á heimasíðunni. 
Áætlanirnar þrjár má finna hér til vinstri undir flipanum Áætlanir en siðareglurnar eru undir flipanum um Starfsfólk.

HDH

03.02.2010

Legó námskeið

Í gær fengum við góðan gest í heimsókn.  Það var Jóhann Breiðfjörð sem kom og hélt námskeið fyrir 1.-7. bekk í Tækni Legó kubbum.  Hann hafði meðferðis 100 kíló af Legó kubbum og lærðu börnin að nota mótora, gíra o.mfl.  Börnunum var skipt upp í tvo hópa og höfðu allir mjög gaman af þessu.
Myndir af 1. - 3. bekk eru hér.
Myndir af 4. - 7. bekk eru hér.

HDH