Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Baujunámskeiðið!!

Ég vil minna á að Baujunámskeiðið verður á morgun, miðvikudag í grunnskólanum og hefst klukkan 19:30.  Solveig Friðriksdóttir mun spjalla við okkur í um tvær klukkustundir. 
Enn eru nokkur pláss laus.  Verðið er 1.000.- fyrir manninn, en hjón borga 1.500.-
Halldóra Dröfn

Nú reynum við aftur við Baujunámskeið.

BAUJUNÁMSKEIÐ

Solveig Friðriksdóttir verður með„Baujunámskeið“ fyrir foreldra á Djúpavogi, miðvikudaginn 27. janúar.

Baujunámskeiðið er sjálfsstyrkinganámskeið þar sem þátttakendur fræðast um tilfinningar okkar og hvernig þær hafa áhrif á hegðun og líðan. Kenndar verða einfaldar aðferðir til að takast á við erfiðar tilfinningar í dagsins önn svo og slökunaröndun.

Námskeiðið er í fyrirlestrarformi, engin einstaklings- eða hópverkefni og enginn þarf að óttast að þurfa að standa upp fyrir framan hóp og tala. Námskeiðið tekur um tvo tíma.

Hægt er að fræðast nánar um Baujuna á
www.baujan.is


Solveig er með B.A. próf í sálfræði, jógakennari og hefur unnið við kennslu sl. 11 ár. Hún hefur kennt Baujuna fyrir nemendur í Grunnskólanum á Stöðvarfirði (sex námskeið). Þá hefur hún haldið tvö námskeið fyrir nemendur á Fáskrúðsfirði, eitt námskeið fyrir foreldra Grunnskólans á Stöðvarfirði, tvö námskeið fyrir starfshópa og eitt fyrir kennara á Kennaraþingi ásamt því að hafa haldið eigin fræðslufyrirlestra til persónuuppbyggingar.  (Síðasti fyrirlestur sem hún hélt var fyrir rúmlega 100 manns).

Foreldri greiðir 1.000.- kr. fyrir námskeiðið en ef báðir foreldrar koma saman kostar það 1.500.- kr.-  Grunnskólinn / leikskólinn og foreldrafélögin greiða það sem upp á vantar. 

Áhugasamir hafi samband við Halldóru (dora @djupivogur.is) – 478-8246, í síðasta lagi 25. janúar nk.

Ath!  Þeir foreldrar sem voru búnir að staðfesta þátttöku síðast eru beðnir um að gera það aftur, ælti þeir að vera með!!

 

 

 

 

 

Dansað í 1.og 2.

Nemendur í 1. og 2. bekk hristu af sér jólaslenið í lok dags í dag.  Þau dönsuðu og sprelluðu eins og þau ættu lífið að leysa.  Myndir eru hér.  HDH

13.01.2010

Fjölgreindaspil

Krakkarnir í 6. og 7. bekk hafa, í lífsleiknitímunum í vetur, verið að vinna með fjölgreindakenningu Howards Gardners. Eitt af verkefnunum var að búa til spil þar sem verkefnin tengjast þeim átta greindum, sem Gardner telur að við búum öll yfir, í mismiklum mæli, þó hverri greind fyrir sig. Greindirnar sem Gardner fjallar um eru: Málgreind, Rök- og stærðfræðigreind, Rýmisgreind, Umhverfisgreind, Tónlistargreind, Samskiptagreind, Sjálfsþekkingargreind og Hreyfigreind. Spilið var vígt í kennslustund sl. föstudag og gekk það mjög vel. Nú er bara spurning hvort krakkarnir taka sig til og gefa spilið út fyrir næstu jól!!! Myndir eru hér. HDH

11.01.2010

Frá bókasafninu

Vegna uppkeyrslu á kerfinu verður bókasafnið lokað fimmtudaginn 7. janúar.
Minnt er á jólabækurnar og kiljur sem safnið fékk gefins í desember.  KBG