Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Jólaball Grunnskólans og Hótel Framtíðar

Sameiginlegt jólaball Grunnskóla Djúpavogs og Hótel Framtíðar fór fram nú í morgun. Undirritaður brá sér niður á hótel og skaut af nokkrum myndum þar sem dansinn í kringum jólatréð dunaði undir framúrskarandi undirleik Józsefs, tónskólanemendanna Auðar og André og forsöngvarans Berglindar. Stuttu seinna reimaði Bryndís á sig dansskóna og tók fleiri myndir.

Myndir má sjá með því að smella hér.

Texti: ÓB
Myndir: ÓB/BR

 

 

 

 

 

Gleðileg jól

Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Djúpavogs óska íbúum Djúpavogshrepps og öðrum velunnurum sveitarfélagsins, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  Jólakveðjur frá okkur öllum.  HDH

18.12.2009

Jólaball fyrir alla

Hótel Framtíð og Grunnskóli Djúpavogs ætla að halda sameiginlegt jólaball á hótelinu, föstudaginn 18. desember.  Ballið hefst klukkan 10:30 og því lýkur um klukkan 12:00. 
Hugmynd þessi kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur nú verið ákeðið að koma henni í framkvæmd.  Allir íbúar eru boðnir velkomnir.  Nemendur grunnskólans, ásamt Berglind og József leiða sönginn, lesin verða jólaljóð og jólasaga auk þess sem við erum búin að senda boðskort til jólasveinanna.  Vonumst við til þess að einhverjir þeirra gefi sér tíma til að kíkja í heimsókn með góðgæti í poka.  Hótelið býður gestum upp á kaffi, te og djús. 
Vonumst til að sjá sem flesta. 
Starfsfólk Hótels Framtíðar og Grunnskóla Djúpavogs. 

Grunnskólaheimsókn

Í morgun fóru elstu börnin í leikskólanum í heimsókn upp í grunnskóla en tilgangur ferðarinnar var að hitta 1. og 2. bekkinga og gera með þeim jólaföndur.  sjá má myndir frá heimsókninni hér.

ÞS

Námshestar í nóvember

Námshestar nóvembermánaðar hittust í heimilisfræðinni í morgun.  Verðlaunin að þessu sinni voru það að skreyta piparkökur.  Það fór þannig fram að nemendum var skipt í þrjá hópa og átti hver hópur að velja ákveðið þema fyrir sínar kökur.  Gefin voru stig fyrir samvinnu, frumleika, nýtni, frágang o.fl. 
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hugmyndaauðgi barnanna ótrúleg.  Einn hópurinn valdi þemað:  "Bleikt og blátt," annar valdi "Skraut" og sá þriðji "Fána." 
Á meðan á skreytingunni stóð fengum við gestadómarann Rökkva Pálmason til að aðstoða okkur og var greinilegt að hann langaði mikið til að smakka.
Næstu námshestaverðlaun verða veitt fyrir desember og janúar.  Sérstök verðlaun verða veitt á foreldraviðtölum, til þeirra barna sem hafa einn eða engan punkt eftir önnina.  Myndir eru hér.  HDH

Frá bókasafninu

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður bókasafnið lokað á fimmtudaginn, 10. desember.
Opið verður eins og venjulega fram að jólum.
Bókasafnsvörður