Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Lesblindudagurinn 2009

Lesblindudagurinn  30. október 2009.
Dagskráin verður í Fróðleiksmolanum
(Aflshúsinu á Reyðarfirði Búðareyri 1).

 

 • 12:30– 12:40 Setning:  Stefanía Kristinsdóttir.
 • 12:40 – 13:20 Auður B. Kristinsdóttir ræðir orsakir leshömlunar og úrræði.
 •  13:20 – 13:40 Reynslusaga:  Hvernig er að lifa með lesblindu?  Stefán Már Guðmundsson aðstoðarskólastjóri  Grunnskólans á Reyðarfirði.
 • 13:40 – 13:50 Kynning á þjónustu ÞNA við fullorðið fólk  með lesblindu: Bergþóra Hlín Arnórsdóttir starfsmaður ÞNA.
 • 13:50 – 14:15 Hvernig geta lesblindir nýtt sér vef Námsgagnastofnunnar og efni Blindrabókasafnsins?  Halldóra Baldursdóttir sérkennari frá Skólaskrifstofu Austurlands.
 • 14:15 – 14:35 Hver er stuðningur verkalýðsfélaga við lesblinda aðildarfélaga sína. Ragna Hreinsdóttir frá Verkalýðsfélaginu  Afli.
 • 14:35 – 14:55 kaffi.
 • 14:55-15:10 Hlutverk Skólaskrifstofunnar. Snemmtæk íhlutun, skimanir:  Jarþrúður Ólafsdóttir, Skólaskrifstofa Austurlands.
 • 15:10 – 15:25 Hugbúnaður í tölvur: Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra kynnir Easy tutur.
 • 15:25 – 15:45 Hvert snýr einstaklingur sér sem telur sig vera lesblindan?  Eru í boði námskeið: hraðlestrarnámskeið, „lestu betur“  o.sfr.: Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra ræðir stöðu lesblindra og úrræði.
 • 15:45 – 16:15 Davis leiðrétting:  Ásta Ólafsdóttir frá Vopnafirði.
 • 16:15 – 16:35 Hvernig bregst skólinn við.  Sérkennarar/námsráðgjafar – námstækni: Kolbrún Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi  ME.
 • 16:35 – 16:50 Kynning á Logos greiningartæki ; Björg Þorvaldsdóttir sérkennari Nesskóla.
 • 16:50 – 17:20 Opið hús spjall og frekari kynning á þeirri þjónustu sem lesblindum býðst uppá.
 • 17:20 – 17:30 Samantekt og slit

Norrænt skólahlaup

Í morgun hlupu nemendur Norrænt skólahlaup.  Fjórir foreldrar sáu sér fært að mæta og hlupu nemendur ýmist 2,5 km, 5 km eða 10 km.  Að hlaupinu afloknu bauð ÍMD nemendum í sund og skólinn bauð upp á ávexti og djús.  Ekki er annað að sjá en að nemendur hafi skemmt sér hið besta eins og sést á myndum hér.  HDH

Kennarahallæri

Sl. föstudag var kennarahallæri í skólanum.  Skólastjóri þurfti að kenna, 1., 2., 6. og 7. bekk saman og fékk nemendur 6.-7. bekkjar til að aðstoða sig.  Þau stóðu sig með mikilli prýði, eins og sjá má hér.  HDH

27.10.2009

Gróðursetning

Nemendur 3.-5. bekkjar gróðursettu fræ sl. föstudag.  Það verður fróðlegt að sjá hvort við fáum epli, appelsínur, vínber, mangó o.fl. með vorinu.  Myndir eru hér.  HDH

27.10.2009

Norrænt skólahlaup

Norrænt skólahlaup

Á morgun, þriðjudag 27. október, verður hlaupið Norrænt skólahlaup.  Hlaupið hefst klukkan 9:40 og að því loknu fá allir að fara í sund, þar sem boðið verður upp á ávexti og djús.

1.– 2. bekkur hlaupa 2,5 km
3.– 5. bekkur mega velja 2,5 eða 5 km
6. – 10. bekkur mega velja 5 km eða 10 km 
Þeir nemendur sem hlaupa 2,5 km eru í sundi til 11:00, aðrir til 12:00.

Allir foreldrar og aðrir íbúar eru velkomnir.

Nemendur mæti í góðum skóm og skjólfatnaði.  Einnig að muna eftir sundfötum.

Skólastjóri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Norræni loftslagsdagurinn

Norræni loftslagsdagurinn verður haldinn 11. nóvember nk.  Nánar upplýsingar má finna hér.  HDH

19.10.2009

Fuglaskoðunarferð 3.-5. bekkjar

Í morgun fóru nemendur 3.-5. bekkjar í fuglaskoðunarferð, ásamt kennara.  Tilgangurinn var að athuga hvaða fugla helst væri að finna í þéttbýlinu á þessum árstíma.  Ekki vissum við svo sem, þegar við lögðum af stað, á hverju við ættum von en það gladdi okkur að sjá alls átta tegundir og heyra í þeirri níundi.  Fuglarnir sem við sáum voru:  hrafnar, gæsir, skógarþröstur, sendlingar, máfar, þ.m.t. hettumáfur, æðarfuglar, dílaskarfur og svo heyrðum við í hávellum.  Við fórum niður á smábátabryggju og síðan yfir í Ytri-Gleðivík.  Þar var margt að sjá einnig.  Á leiðinni þangað hittum við Snæbjörn og hvolpinn hans og vakti hann mikla lukku.  Á heimleiðinni kíktum við í fuglasafnið og renndum okkur nokkrum sinnum niður brekkuna við Klörubúð.  Þetta var mjög skemmtileg og lærdómsrík ferð, eins og sjá má hér.  HDH

Sundlaugarpartý

Föstudaginn, fyrir viku, voru fyrstu Námshestaverðlaunin veitt.  Nemendur sem höfðu einn eða engan punkt í september fengu að fara í sundlaugarpartý í sundlauginni.  Boðið var uppá ávexti og djús og var starfsfólkið í ÍMD svo almennilegt að leyfa krökkunum að borða í lauginni.  Eins og myndirnar hér bera með sér var mikið fjör í lauginni.  HDH

16.10.2009

Stærðfræði 5. bekkur

Nemendur 5. bekkjar voru í stærðfræðispili í morgun.  Fengu að skreyta töfluna í lokin.  Myndir eru hér.  HDH

07.10.2009

Tölvugjafir í skólann

Fyrir nokkru sendi skólastjóri "betlibréf" til helstu fyrirtækja og félagasamtaka sem hafa aðsetur og / eða starfsemi í Djúpavogshreppi.  Tilgangurinn var að biðja fyrrnefnda aðila um að vera svo elskulegir að gefa skólanum andvirði 1-2 tölva.
 
Forsaga málsins er sú að eitt af markmiðum skólans er að bjóða nemendum upp á tölvukennslu "eins og best verður á kosið hverju sinni".  Síðustu 2-3 ár má segja að við höfum ekki náð að koma til móts við þessi markmið, þar sem gömlu tölvurnar voru orðnar mjög hægvirkar og náðu ekki að keyra öll þau forrit sem ætlast er til að börnin læri á í dag.  Ljóst var að skólinn hefði ekki bolmagn til að ráðast í verkefnið, að þessu sinni og því var "betlibréfsleiðin" valin.

Send voru út fjórtan bréf og í raun vissum við ekki hverjar viðtökurnar yrðu.  En í ljós kom að hér í sveitarfélaginu eru fyrirtæki og félagasamtök sem hafa metnað fyrir hönd skólans síns og bera hag barnanna fyrir brjósti.  Alls náðist að safna fyrir 7,5 tölvum.  Þau fyrirtæki sem gáfu okkur tölvur eru:

Samkaup - Strax, 2 tölvur
Ósnes, 2 tölvur
Kvenfélagið Vaka, 2 tölvur
Lionsklúbbur Djúpavogs, 1 tölva
Styrktaraðili sem ekki vill láta nafns síns getið, 30.000.-


Við hér í skólanum sendum forsvarsmönnum þessara fyrirtækja / félagasamtaka hinar bestu þakkir fyrir og óskum þeim velfarnaðar við leik og störf.  HDH