Djúpivogur
A A

Grunnskóli

Viðbragðsáætlun vegna H1N1

Skv. tilmælum frá menntamálaráðuneyti, almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnarlæknis ber öllum grunnskólum að útbúa viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs inflúensufaraldurs.  Áætlun fyrir Grunnskóla Djúpavogs má finna undir "Skólaheilsugæsla" eða með því að smella hér.  HDH

29.08.2009

Að aflokinni fyrstu vikunni

Þá er fyrsta vika þessa skólaárs liðin.  Ekki var annað að sjá og heyra en að flestir nemendur og starfsfólk væru fegin því að komast aftur í reglu og ró, eftir annasamt og skemmtilegt sumar.  Einhver forföll hafa verið bæði hjá nemendum og starfsfólki en það þýðir ekki að við hin höfum setið auðum höndum, nei aldeilis ekki.  Í morgun fór skólastjóri af stað með myndavélina og kom að nemendum 1. og 2. bekkjar í handavinnu hjá Guðnýju.  Vegna forfalla hafði hún fengið frægan trommuleikara til að aðstoða sig við að þræða nálarnar og var ekki annað að sjá en að hann stæði sig með sóma (enda giftur saumakonu og greinilega vanur að aðstoða hana við nálarnar).  Krakkarnir í 3.-5. bekk fóru út að safna blómum og skoða muninn á barrtrjám og grenitrjám.  Þau ætla að þurrka það sem þau fundu og koma með fleiri sýnishorn að heima í næsta tíma.  Myndir af þessu duglega fólki má finna hér.  Njótið helgarinnar.  HDH

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn rann upp í dag.  Nemendur í 1. og 2. bekk voru glaðir og reifir þegar skólastjóri kíkti í heimsókn í fyrsta kristinfræðitímann.  "Hún Þórunnborg er að lesa um Adam og Evu," gall í einni stúlkunni.  Börnin létu ljósmyndarann hafa mistruflandi áhrif á sig, sumir brostu og gáfu sér tíma til að líta upp frá verkefninu, en aðrir grúfðu sig yfir blaðið sitt og héldu áfram að lita, eins og sjá má hér.  HDH

24.08.2009

Fjarfundabúnaður

Vegna töluverðrar eftirspurnar í notkun á fjarfundabúnaði í skólanum eru þeir sem hafa áhuga á að nýta sér hann í vetur beðnir um að hafa samband við skólastjóra grunnskólans sem fyrst þannig að hægt verði að raða niður tímum í hann og skipuleggja vetrarstarfið.  HDH

Skólabyrjun

Skóli hefst með opnu húsi föstudaginn 21. ágúst nk.  Nemendur og foreldrar eru velkomnir í skólann frá 10:00 - 14:00 til að hitta umsjónarkennara sína, fá stundatöflur, bækur o.fl.  Kennsla hefst síðan skv. stundaskrá mánudaginn 24. ágúst.
Leyfi þarf að sækja um til umsjónarkennara / skólastjóra.  Ef um 3 eða fleiri daga er að ræða þarf að sækja skriflega um leyfi.  Eyðublöð fást á skrifstofu skólastjóra, eða á heimasíðu skólans.  HDH

11.08.2009

Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir næstkomandi skólaár má finna hér á síðunni til vinstri.  HDH

11.08.2009