Teistuhreiður um borð í skipi í Berufirði

Teistuhreiður um borð í skipi í Berufirði skrifaði - 17.07.2009
07:07
Þann 16 júlí sendi Kristján Ingimarsson vefnum þessar skemmtilegu og jafnframt óvenjulegu myndir sem teknar voru um borð í Stapaey sem liggur fyrir föstu við sjókvíar í Berufirði. Hér er á ferðinni teistuhreiður sem fuglinn hefur gert sér um borð í skipinu og er efniviður hreiðursins harla sérstæður eins og sjá má á myndum, en þar gefur að líta ryðgaðar málingarflögur sem fuglinn hefur sópað saman kringum eggið. AS