Rauðbrystingar - hópur i Grunnasundi

Rauðbrystingar - hópur i Grunnasundi skrifaði - 15.05.2012
20:05
Mjög stór hópur af rauðbrystingum sást í Grunnasundi í dag og töldu fuglarnir vel á annað hundrað. Fuglunum hefur almennt fjölgað mikið á svæðinu á síðustu tveimur dögum, má þar nefna að óðinshani hefur komið í miklu magni, smærri fuglar líka eins og þúfutittlingar og maríuerlur. Fjögur lómapör eru komin og svo er krían líka að mæta í töluverðum mæli á svæðið og er vonandi að varp hennar misfarist ekki eins og stundum á síðari árum. Spóinn sást líka i hópum í gærkvöldi. AS