Himbrimi

Himbrimi skrifaði - 21.07.2009
21:07
Í dag var himbrima komið til aðstoðar þar sem hann var á polli við þjóðveginn eitthvað slompaður. Eftir skoðun kom þó í ljós að ekkert virtist ama að fuglinum en hér er ungfugl á ferð. Fuglinum var sleppt á tjörn út við flugvöllinn á Búlandsnesi þar sem hægt er að skoða hann þar sem hann syndir rólega um pollinn og kafar á milli.
Sjá meðfylgjandi myndir af fuglinum frá því í dag. AS