Eyrugla

Eyrugla skrifaði - 01.05.2012
15:05
Í morgun sást eyrugla í garðinum í Kápugili. Uglan flaug tvisvar alveg upp undir húsið en fór síðan út fyrir girðinguna og sat lengi undir kletti.
Eyrugla verpir í Evrópu, Asíu og N-Ameríku. Eyrugla er meðalstór ugla og er varptími frá febrúar til júlí. Eyruglur eru að hluta til farfuglar sem fljúga suður á bóginn á veturna. Heimkynni eyrugla eru skógarjaðrar nálægt opnu svæði.
Eyruglur veiða á opnum svæðum að nóttu til. Fæða eyruglna er aðallega nagdýr, lítil spendýr og fuglar. Eyruglur eru nýir landnemar á Íslandi og hafa verpt þar. Þær má þekkja frá branduglum á því að þær hafa stærri eyru og augu þeirra eru appelsínugul en gul í branduglum (tekið af Wikipedia). AJ