Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Heiðagæsavarp á láglendi

Síðustu tvær vikur hefur mátt sjá hvar heiðagæsir hafa verið að koma sér fyrir í varpi hér niður á láglendi og má m.a. sjá allt að 4 pörum með hreiður hér inn á svokölluðum Teigum innan við bæinn Teigarhorn. Leiða má líkum að því að mikil snjóalög á hálendinu hafi þarna einhver áhrif en vissulega er þessi viðbót við fuglafánuna hér í varpinu mjög ánægjuleg. 

Sjá myndir sem AS tók í fyrradag inn á Teigum og þarna má sjá heiðagæs og grafönd reyndar einnig. 

                                                                                                                                          AS

 

 

 

 

 

 

 

04.06.2013

Upptaka af Músik Festivali

Nú er hægt að panta DVD diska með upptöku af hinu frábæra Músik Festivali 2013.
Áhugasamir sendi póst á skolastjori@djupivogur.is eða hringi í síma 478-8836.
Diskarnir verða afhentir um 20. júní.

Skólastjóri