Fuglavefur
Skeiðendur
Þá eru skeiðendurnar mættar á svæðið en á síðasta fimmtudag mátti sjá 4 stk skeiðandarkarla og tvær kerlingar hér út á vötnunum á Búlandsnesi. AS
Sandlóur og heiðlóur
Þá er fyrsta sandlóan staðfest hér á þessu vori hér út á leirunum á Búlandsnesi þá hafa heiðlóur verið að koma inn í hópum á síðustu dögum. AS
Gríðarlega mikið fuglalíf á svæðinu
Í dag hefur verið mjög líflegt yfir fuglalífinu hér á svæðinu en grágæsir, heiðagæsir,blesgæsir, helsingjar og margæsir hafa flogið hér inn yfir landið. Grágæsir hafa í flekum og ber mönnum saman um að sjaldan eða aldrei hafi annað eins komið inn yfir landið á jafn skömmum tíma og hér um ræðir. Mikið er sömuleiðis af álft t.d. í Hamarsfirði
Grafönd og lómur allt að lifna við
Þá er graföndin mætt á svæðið en eitt par sást á Borgargarðsvatni í gær. Lómurinn er einnig mættur á Fýluvoginn og skúföndinni er einnig að fjölga á Fýluvogi en nokkuð er síðan skúföndin mætti. Tveir flórgoðar syntu líka um Fýluvoginn í gær. Mikið er af grágæs þessa dagana hér í Djúpavogshreppi og hefur henni fjölgað mikið síðustu daga. Fuglalífið er því allt að lifna við þessa dagana. AS