Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Aukafundur í sveitarstjórn

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn í Geysi miðvikudaginn 14.ágúst kl 16:00.
Eina dagskrármálið  

1.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 ásamt umhverfisskýrslu
  vegna Axarvegar milli  Háabrekku og Reiðeyri.  

                                                                                                               Sveitarstjóri

Heiðagæsavarp á láglendi

Síðustu tvær vikur hefur mátt sjá hvar heiðagæsir hafa verið að koma sér fyrir í varpi hér niður á láglendi og má m.a. sjá allt að 4 pörum með hreiður hér inn á svokölluðum Teigum innan við bæinn Teigarhorn. Leiða má líkum að því að mikil snjóalög á hálendinu hafi þarna einhver áhrif en vissulega er þessi viðbót við fuglafánuna hér í varpinu mjög ánægjuleg. 

Sjá myndir sem AS tók í fyrradag inn á Teigum og þarna má sjá heiðagæs og grafönd reyndar einnig. 

                                                                                                                                          AS

 

 

 

 

 

 

 

04.06.2013

Upptaka af Músik Festivali

Nú er hægt að panta DVD diska með upptöku af hinu frábæra Músik Festivali 2013.
Áhugasamir sendi póst á skolastjori@djupivogur.is eða hringi í síma 478-8836.
Diskarnir verða afhentir um 20. júní.

Skólastjóri 

Lappajaðrakan við Breiðavog

Í dag mátti sjá hvar lappajaðrakan hélt sig við Breiðavog en lappajaðrakan er nokkuð algengur flækingur sérstaklega við suðausturlandið.  Sjá hér mynd tekna í dag af þessum fallega fugli.  AS

 

 

 

 

 

 

 

20.05.2013

Ungur fálki

Í gær mátti sjá þennan unga og fallega fálka sitja og skima eftir bráð  á svokölluðum Byrgistanga í landi Teigarhorns.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

19.05.2013

Óðinshanar mættir

Í gæri mátti sjá töluverðan fjölda af óðinshönum hér út við flugvöllinn á Búlandsnesinu en sjaldan hafa óðinshanar verið komnir svo snemma sem þetta hér á svæðið.   AS 

 

 

 

 

 

 

19.05.2013

Rauðbrystingar

Mikill fjöldi af rauðbrystingum hafa verið að koma inn á landið síðustu daga og mátti m.a. sjá nokkur hundruð út í Grunnasundi í dag.  Einnig mikið af lóuþræl og sandlóu.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

15.05.2013

Gargendur - lóuþrælar - sandlóur - kríur

Síðustu vikuna hafa nokkrar tegundir verið að týnast inn á landið m.a. lóuþræll, sandlóa, kríur, gargendur, steindeplar og þúfutittlingar.   AS 

10.05.2013

Jappajaðrakan

Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson tvo lappajaðrakan í Grunnasundi hér út á Búlandsnesi. AS

10.05.2013

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöðin lokuð mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí. 

                                                                                                                     Forstöðum. ÍÞMD

Skeiðendur

Þá eru skeiðendurnar mættar á svæðið en á síðasta fimmtudag mátti sjá 4 stk skeiðandarkarla og tvær kerlingar hér út á vötnunum á Búlandsnesi.   AS 

 

 

 

 

 

 

29.04.2013

Sandlóur og heiðlóur

Þá er fyrsta sandlóan staðfest hér á þessu vori hér út á leirunum á Búlandsnesi þá hafa heiðlóur verið að koma inn í hópum á síðustu dögum.  AS  

 

 

 

 

 

 

 

21.04.2013

Gríðarlega mikið fuglalíf á svæðinu

Í dag hefur verið mjög líflegt yfir fuglalífinu hér á svæðinu en grágæsir, heiðagæsir,blesgæsir, helsingjar og margæsir hafa flogið hér inn yfir landið. Grágæsir hafa í flekum og ber mönnum saman um að sjaldan eða aldrei hafi annað eins komið inn yfir landið á jafn skömmum tíma og hér um ræðir.  Mikið er sömuleiðis af álft t.d. í Hamarsfirði

 

 

 

20.04.2013

Grafönd og lómur allt að lifna við

Þá er graföndin mætt á svæðið en eitt par sást á Borgargarðsvatni í gær. Lómurinn er einnig mættur á Fýluvoginn og skúföndinni er einnig að fjölga á Fýluvogi en nokkuð er síðan skúföndin mætti.  Tveir flórgoðar syntu líka um Fýluvoginn í gær.  Mikið er af grágæs þessa dagana hér í Djúpavogshreppi og hefur henni fjölgað mikið síðustu daga.  Fuglalífið er því allt að lifna við þessa dagana.  AS 

 

 

 

 

 

20.04.2013

Fyrstu fuglarnir mættir á vötnin á Búlandsnesi á þessu ári

Þá eru fyrstu farfuglarnir farnir að láta sjá sig en í morgun mátti sjá flórgoða á Fýluvogi, einnig urtandarpar og svo duggandarkerlingu sem hefur reyndar haldið sig þar á svæðinu af og til í vetur. Þá voru einnig fjögur stokkandarpör á Fýluvoginum.  Á Breiðavogi voru fjórar álftir og sex stokkandarpör, eitt toppandarpar ásamt einni brandönd og aðra brandönd til mátti sjá út við Grunnasund en hér um slóðir hefur brandönd ekki sést svo snemma eins og nú. Eitt grágæsarpar var einnig út við Grunnasund og 29 hreindýr og var eitt af þeim eitthvað slasað að sjá.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

24.03.2013