Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Urtönd með unga

Hér má sjá urtönd með unga við svokallaðar Selabryggjur á Búlandsnesi.  Varp virðist hafa tekist vel og mikið af ungum komist á legg að því best verður séð.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

22.07.2012

Uppræting lúpínu í þéttbýlinu

Hér með eru allir íbúar sem vettlingi geta valdir hvattir til að taka þátt í að uppræta lúpínu hér í þéttbýlinu og á nærsvæði á næstu dögum og vikum.  Samhliða er stefnt að því að sveitarfélagið vinni að því á næstunni að uppræta lúpínuna þar sem hún hefur breitt mest úr sér.

Um þessar mundir er einmitt talið rétti tíminn til að herja á þennan skaðvald sem ógnar m.a. tilveru íslensku flórunnar á stórum svæðum. Íbúum er hér með gefnar frjálsar hendur með að slá þetta illgresi niður, hvort heldur með sláttuorfum eða öðrum brúklegum verkfærum.  Að þessu tilefni er því beint til íbúa í viðkomandi hverfum að einbeita sér fyrst og síðast að þeim svæðum.   

Gjöf til fuglaverkefnisins

Hér með er komið á framfræri leiðréttingu vegna þessarar áður fluttu fréttar frá 29 júní síðastliðinn  - en sá sem smíðaði þennan glæsilega grip heitir Ingólfur Geirdal og er því hér með komið á framfæri. 

Í gær mætti Axel Jónsson (bróðir Öldu á Fossárdal) færandi hendi á skrifstofu sveitarfélagsins með gjöf til fuglaverkefnisins og er gjöfinni ætlaður staður í fuglaskoðunarhúsi hér út við vötnin, en Axel hrósaði einmitt heimamönnum fyrir þá aðstöðu sem þar væri komin upp með byggingu fuglaskoðunarhúsa og fl. 

Gjöfin er sem sagt forláta baukur fyrir frjáls framlög gesta sem koma við á fuglaskoðunarsvæðinu og vilja styðja við fuglaverkefnið.  Baukinn smíðaði Ingólfur Geirdal og er mikil listasmíð, glansandi og úr ryðfríu stáli eins og sjá má á mynd.  
Hér með eru  Axel og smiðnum góða Ingólfi færðar hinar bestu þakkir fyrir þennan glæsilega grip sem á án efa eftir að skila sínu.  

AS

 

 

 

 

 

Andrés Skúlason tekur fagnandi við gjöfinni frá Axel Jónssyni 

Maríerla fóðrar unga sína

Við bæinn Hvarf á Djúpavogi hefur maríerla gert sér hreiður inn á milli steina sem stillt hefur verið upp í hillu við íbúðarhúsið.  Hér má sjá hvar maríuerlan er að fóðra unga sína svo og má sjá skemmtilegar myndir af erlunni þar sem hún situr á útskornum lunda sem er að finna þarna í húsagarðinum.  AS 

 

 

 

 

 

 

04.07.2012